Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Aukakeppni um íslandsmeistaratitilinn: Helgi, Margeir og Karl jafnir Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Karl Þorsteins urðu efstir og jafnir á Skákþingi Islands sem lauk í fyrrakvöld. ____________Skák_________________ Bragi Kristjánsson Síðasta umferð á Skákþingi ís- lands var tefld í Garðaskóla á þriðjudagskvöld. Teflt var af mikl- um krafti og umferðin einhver æsi- legasta, sem skákáhugamenn hafa orðið vitni að í langan tíma. Augu manna beindust fyrst og fremst að þeim skákum, sem áhrif höfðu á keppnina um fyrsta sætið, Sigurður Daði—Helgi Olafsson, Margeir— Helgi Áss, Snorri—Karl og Jó- hann/Héðinn. Urslit 11. umferðar: Sigurður Daði—Helgi Ól., 'h, 35 leikir Margeir—Helgi Áss, 1-0,43 leikir Jóhann—Héðinn, 1-0,19 leikir Snorri—Karl, 0-1,35 leikir Halldór Grétar—Róbert, 0-1,52 leikir Þröstur—Jón L., 0-l,611eikur Helgi Ólafsson fékk ágæta stöðu í byijun gegn Sigurði Daða, en varð að gefa skiptamun eftir slæma yfirsjón. Áhorfendur höfðu afskrif- að Helga, þegar jafntefli var samið eftir 35 leiki. Sigurður Daði átti þá 7 mínútur til að leika 5 leiki í stöðu, þar sem erfitt er að trúa öðru en hann hafi átt vinning, þótt ef til vill hafí verið einhvetjir tæknilegir örðugleikar við úrvinnsluna. Margeir náði snemma betra tafli gegn Helga Áss og stýrði skákinni yfir í þægilegt endatafl, sem vannst örugglega. Héðinn var greinilega búinn að fá sig fullsaddan á mótinu og tap- aði baráttulaust fyrir Jóhanni. Snorri fórnaði peði í byrjun gegn Karli, en tefldi framhaldið ekki nógu vel. Karl náði smám saman algjörum yfirráðum og vann örugg- lega. Haildór Grétar lenti í miklu tímhraki í örlítið lakari stöðu gegn Róbert og missti tökin á skákinni. Þröstur og Jón L. tefldu villta skák, sem tekin verður til skoðunar síðar í þessari grein. Lokastaðan: 1.-3. Helgi Ólafsson, Margeir Pét- ursson og Karl Þorsteins, 8 vinninga hver. 4. Jóhann Hjartarson, 7 'h v. 5. Jon L. Árnason, 7 v. 6.-7. Þröstur Þórhallsson, 5'/2 v. 6.-7. Róbert Harðarson, 5Vi v. 8. Helgi Áss Grétarsson, 5 v. 9. Héðinn Steingrímsson, 4 v. 10. Sigurður Daði Sigfúss., 3 v. 11. Halldór Grétar Einarss., 2 'A v. 12. Snorri G. Bergsson, 2 v. Helgi Ólafsson tók forystuna strax í byijun mótsins og hélt henni til loka. Segja má, að hann hafi sloppið með skrekkinn í síðustu umferð, en það hefði varla verið sanngjarnt, að Helgi missti af efsta sætinu, því hann sýndi bestu tafl- mennskuna á mótinu. Karl tefldi mjög vel allt mótið og er því vel að sæti sínu kominn. Margeir tefldi í byijun mótsins ekki af því ör- yggi, sem hann er þekktur fyrir. Honum tókst þó að komast í efsta sætið í síðustu umferð. Jóhann tapaði tveim skákum í röð í 7. og 8. umferð og gat ekki unnið það upp, og Jón L. missti flug- ið á sama tíma. Þröstur tefidi að vanda grimmt til vin'nings í hverri skák, en að þessu sinni var uppskeran fremur rýr. Róbert tefldi flestar skákir vei í mótinu og er 50% vinninga mjög góður árangur hjá honum. Helgi Áss er mikið skákmanns- efni, sem alltaf berst af hörku. Fimm vinningar er frábær árangur hjá 14 ára dreng í svo sterku móti. Héðinn tefldi langt undir þeim styrkleika, sem færði honum ís- landsmeistaratitilinn í fyrra. Árang- ur hans fram að þessu móti hefur þó verið svo góður, að hér hlýtur einungis að vera um að ræða tíma- bundna erfiðleika. Sigurður Daði tefldi undir styrk- leika, en náði þó að vinna Jón L. oggerajafntefli við Helga Ólafsson. Halldór Grétar sýndi sjaldan í þessu móti þá baráttu, sem hann er þekktur fyrir. Árangur hans er merkilegur fyrir þá sök, að í 2 'h v. hans í mótinu er vinningur gegn Jóhanni ogjafntefli við Karl og Jón L. Snorri náði sér ekki á strik í mótinu, þótt hann tefii oft vel. Hann náði jöfnu gegn Jóni L. og tefldi góða skák við Margeir, þótt hann tapaði henni að lokum. Helgi Ól., Margeir og Karl munu tefla aukakeppni með tvöfaldri umferð um íslandsmeistaratitilinn, en þegar þetta er ritað, hefur ekki verið ákveðið, hvenærteflt verður. Við skulum nú sjá fjöruga viður- eign tveggja baráttumanna í síðustu umferð. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Be3 — e6, 7. Dd2 — b5, 8. f3 - Bb7, 9. 0-0-0 - Rbd7, 10. g4 - h6, 11. h4 - b4, 12. Rce2 -d5, 13. Rg3!? - Einnig hefur verið leikið hér 13. exd5 - Rxd5, 14. Rf4, t.d. 14. — - Rxe3, 15. Dxe3 - Db6, 16. Del?! - 0-0-0!, 17. Rfe2 - Bc5 með yfír- burðarstöðu fyrir svart (Adams- Jóhann Hjartarson, Stórveldaslagur í Reykjavík 1990). 13. - - Bd6 Eftir 13. — - dxe4, 14. g5 - hxg5, 15. hxg5 - Hxhl, 16. Rxhl - Rd5, 17. g6 - f5, 18. Rxe6 - Dc8, 19. fxe4 - fxe4, 20. Bh3 - Dc6, 21. Dxd5 á hvítur vinnings- stöðu. 14. Rgf5!? - exf5, 15. Rxf5 - Bf8, 16. e5 - - Ekki gengur 16.------Rxe5, 17. Bd4 - Rxf3, 18. De3+ - Re4, 19. Dxf3 og hvítur hefur yfirburða- stöðu. 16. - - Rg8, 17. Bd4 - - ^Dale . Carnegie námskeiðið Kynningarfundur ★ Meira hugrekki. ★ Stærri vinahópur. ★ Minni áhyggjur. STJÓRNUNARSKÓLINN Sími 812411 Ný námskeið eru að hefjast Skákfræðin telur hvít hafa mikl- ar bætur fyrir manninn, því hann hafí komið mönnum sínum betur í spilið og hafi meira rými. Framhald skákarinnar staðfestir þetta álit. 17. - Da5, 18. Rd6+ - Bxd6, 19. exd6 - 0-0-0, 20. Bxg7, Hh7, 21. Bd4 - f6, 22. Bd3 - Hf7, 23. Df4 - Hff8, 24. Hhel - Hfe8, 25. Hxe8 — Hxe8, 26. Bg6 — He2, 27. Kbl - Dd8, 28. Bd3 - He8,29. Bg6 - He2,30. Ba7! - Síðustu leikir hafa verið meira og minna þvingaðir, en þrítugasti leikur hvíts er sérlega óþægilegur fyrir svart, því svarti kóngurinn verður í erfiðri aðstöðu í framhald- inu. 30. - a5, 31. Bd3 - He5, 32. a3 - Df8, 33. Bh7 - Df7, 34. Bf5 - Einfaldast hefði verið að leika 34. Bxg8!? - Dxg8, 35. axb4 - Df8, 36. bxa5 — Dxd6, 37. Dxh6 og hvítur hefur fjögur peð fyrir manninn. 34. - Df8 Norræna húsið: DR. MED. Christina Osika held- ur fyrirlestur í Norræna húsinu um meðhöndlun ofvirkra barna. Hér á Iandi er nú staddur í annað sinn læknirinn Christian Osika. Hann starfar við Vidarklini- ken í Svíþjóð sem er eina antropos- ofiska sjúkrahúsið á Norðurlönd- um. Antroposofisk læknavísindi eru byggð á mannþekkingu Ru- dolf Steiners. Christian Osika mun halda fyr- irlestur í Norræna húsinu fimmtu- daginn 5. september kl. 20. Fyrir- lesturinn veruðr um „Meðhöndlun ofvirkra barna“. Fyrirlesturinn 35. Bd4? - Þröstur hefði með 35. Bh7 getað komist í afbrigðið, sem nefnt er í skýringu við síðásta leik hvíts, en líklega er 35. Bc5! enn betri leikur. 35. — Dxd6!, 36. Bxe5 — fxe5, 37. Dd2 - Re7 Loksins kemst riddarinn í spilið! 38. Bd3 - bxa3, 39. Dxa5 - axb2 — 40. g5 — hxg5, 41. hxg5 — Dc5, 42. Dxc5 — Rxc5 Endataflið er stórvarasamt fyrir hvít, ef svörtu mennirnir ná að vinna vel saman. 43. Bb5 - Kc7, 44. Hhl - Re6!, 45. Hh7 - Kd6, 46. g6 - d4!, 47. Be8 - Bd5, 48. Bf7 - Rf5, 49. Kxb2 - Svörtu riddararnir stöðva auð- veldlega hvíta frípeðið á g6, og Þröstur getur ekki bjargað taflinu með 49. Bce6 — Kxe6, 50. Hh3 — Kf6, 51. Kxb2 - Kxg6, 52. Kcl - Kg5, 53. Kd2 - Kf4, 54. Ke2 - Re3 o.s.frv. 49. - Bxf3, 50. Kcl - Bd5, 51. Kd2 - e4, 52. Bxe6 - Kxe6, 53. Ha7 - Bc4, 54. Ha4 - e3+, 55. Kel - Kd5, 56. Ha7 - Rh4, 57. He7 - Rxg6, 58. He8 - Rh4, 59. Hd8+ - Kc5, 60. He8 - Rf3+, 61. Kdl - Kb4 og hvítur gafst upp, því hann tapar eftir 62. He7 — Kc3, 63. He8 — e2+, 64. Hxe2 — Bxe2+, 65. Kxe2 — Kxc2, 66. Kxf3 — d3 og svarta peðið verður að nýrri drottn- ingu. Að lokum kemur lagleg gildra, sem Margeir Pétursson lagði fyrir Karl Þorsteins í 4. umferð, en eftirf- arandi staða kom eftir 46. leik Margeirs Kc5 — d6: Hvítt: Margeir. Svart: Karl. Hvíta taflið er gjörtapað, en Karl verður að gæta sín. Eftir 46. — hlD?? — 47. Db7+! — Dxb7 verður hvítur patt! Framhaldið varð: 46. - Hf6+!, 47. Kd7 - hlD, 48. Db3+ - Kg7, 49. Dg3+ - Hg6, 50. De5+ — Kg8 og hvítur gafst upp, því hann tapar eftir 51. De8+ - Kh7, 52. De7+ - Hg7 o.s.frv. verður á ensku og eru allir vel- komnir. ■ AÐALSTJÓRN Bandalags háskólamanna hefur sent frá sér eftirfarandi: „Á fundi sínum 3. sept- ember 1991 sér aðalstjóm Banda- lags háskólamanna ástæðu til að minna stjómvöld á ályktun níunda þings Bandalags háskólamanna 10. nóvember 1990 þar sem sagði: Níunda þing Bandalags háskóla- manna mótmælir harðlega skóla- gjöldum og álögum á nemendur og foreldra þeirra, hvort sem er á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskógastigi, enda auka þau að- stöðumun til menntunar. Það var rauði þráðurinn í ályktunum þings- ins að leggja bæri áherslu á að jafna þann mun sem þegar er á aðstöðu manna til að njóta menntunar. Að- alstjórn BHM varar þess vegna ein- dregið við öllum þeim stjórnvaldsað- gerðum sem leitt gætu til aukinar mismunar hvort heldur er eftir efnahag eða búsetu. Sparneytinn bíll á góðum greióslukjörum. Nú fæst Suzuki Swift á sérlega hagstæðu verði og greiðslukjörum. Dæmi um verð og Suzuki Swift l.Oi GA, 3 d. greiðslukjör: Verð kr.:.......746.000,- Útborgun kr.:...190.000,- Afborganir kr.:..18.680,- $ SUZUKI í 36 mánuði. ---//// ............. SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 68 51 00 Kennarabraut • Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. © Sórsniöin ágústnámskeiö fyrir kennaral 7.-15. ágúst kl. 13-16 og 19.-28. ágúst kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan <%> <%> 'V' V O Grensásvegi 16 - fimm ár (forystu V Fyrirlestur um með- höndlun ofvirkra barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.