Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 21 Hagnýt menntun að skólagöngu lokinni eftir GrétarJ. Einarsson Á síðustu árum hefur okkur Is- lendingum staðið til boða félags- starf af ýmsum toga. Við þekkjum flest nöfn eins og Kiwanis, Lions, JC, Slysavarnafélagið, Sjálfsbjörg og fl. 011 eiga þessi félög sín mark- mið og hugsjónir auk þess sem hvert félag vinnur skipulega að settu marki. Ég ætla að fjalla hér um JC eða Junior Chamber sem er alþjóðlegur félagsskapur sem starfar í yfir 90 þjóðlöndum. JC var stofnað í Bandaríkjunum árið 1915 og barst til íslands árð 1960. Fyrsta félagið var stofnað það ár og nú eru alls 20 félög starfandi á Islandi. JC er félagsskapur fyrir ungt fólk á aldrinum 18—40 ára, ungt fólk með metnað án tillits til kyns, efnahags eða atvinnu. JC er þjálf- unarhreyfing og sækist eftir ein- staklingum sem eru tilbúnir til að leggja eitthvað af mörkum og hafa löngun til að þálfa sig og þroska í góðum félagsskap. Námskeið Námskeiðahald er eitt af aðals- merkjum JC-hreyfingarinnar og má þar t.d. nefna ræðunámskeiði en öllum er nauðsynlegt að geta tjáð sig, bæði í fámennum hópi og á almennum vettvangi. Mörgum reynist erfitt að standa upp á fund- um, þótt ekki sé nema til að beina spurningu til ræðumanns, en meg- intilgangur ræðunámskeiða er að auka sjálfstraust þátttakenda og kynna þeim undiristöðuatriði í upp- byggingu á ræðum, flutningi þeirra og ræðutækni. Fundasköp og fundastjórnun eru einnig kennd, en nauðsynlegt er að kunna a.m.k. grundvallaratriði í þessum þáttum, þó ekki sé nema til þess að hindra að réttur fundar- manna sé brotinn og tryggja að mál fái rétta afgreiðslu. Margskonar stjórnunarnámskeið standa einnig til boða en tilgangur þeirra er að auðvelda okkur hvers kyns stjórnún, því öll þurfum við einhvern tíma að stjórna öðrum. Einnig þurfum við að kunna að stjórna tíma okkar þannig að hann nýtist sem best og við þurfum að þekkja vankanta okkar sem stjórn- enda til að geta bætt úr þeim. Það er staðreynd að stjórnun er ekki meðfæddur eiginleiki. Við lær- um að stjórna og til að verða góður stjórnandi þarf þekkingu og þjáif- un. Við þurfum að læra að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma og að vita hvaða stjórnunaraðferðir eiga best við í hveiju einstaka til- felli. Inn á þessa þætti og marga aðra er komið í námskeiðum JC- hreyfingarinnar. Hagný reynsla En námskeiðin duga ekki ein til. Við þurfum að fá tækifæri til að nýta okkur það sem við lærum. Það fáum við að gera í JC. Með skipu- lögðu hópstarfi, starfi í nefndum og stjórnum, læra menn að taka markvissar og skipulegar ákvarð- anir en mikið af starfi JC-félaganna fer fram í nefndum þar sem m.a. eru skipulögð verkefni sem starfað er að. Þessi verkefni geta verið af ýmsum toga svo sem verkefni sem unnin eru í byggðarlaginu þínu. Þar má nefna t.d. verkefni um bruna- varnir, æskulýðsmál, umferðarmál og skipulagningu og stjórnun um- ræðufunda um ýmis málefni, svo fátt eitt sé nefnt af þvf sem JC- hreyfinginn hefur starfað að. JC hefur tekið þátt í ýmsum stórum verkefnum á landsvísu og má þá sem dæmi nefna Krabbameinssöfn- unina 1987 og Yrkju-verkefnið en það var eins og menn rnuna afmæl- isrit til heðurs forseta Islands. JC Breiðholt Það aðildarfélag sem ég hef starfað með í gegnum árin ber nafn- ið JC Breiðholt, var stofnað 10. júní 1977 og verður því 14 ára á þessu ári. A þessum árum hefur JC Breiðholt staðið fyrir ýmsum verkefnum eitt sér og í samstarfi og samvinnu við ýmsa aðila og má þar m.a. nefna áfengisvarnakynn- ingu í samstarfi við SÁÁ, þar sem farið var í grunnskólana í Breið- holti en þar var starfsemi SÁÁ kynnt á mjög jákvæðan hátt og börnin fengu í fyrsta sinn að sjá hversu alvarlegt áfengisbölið er í íslensku þjóðfélagi. Upp frá þessu „Það er staðreynd að stjórnun er ekki með- fæddur eiginleiki. Yið lærum að stjórna og til að verða góður stjórn- andi þarf þekkingu og þjálfun.“ má segja að svipað forvarnastarf sé orðinn fastur liður í grunnskólum landsins. Listahátíð fatlaðra en tilgangur hennar var að vekja fólk til umhugs- unar um fatlað fólk og sýna hvers Grétar J. Einarsson það er megnugt, þrátt fyrir fötlun sína. Varð sýning þessi m.a. til þess að fólk tók að líta fatlaða öðr- um og jákvæðari augum. Einnig stóð JC Breiðholt fyrir Menningarhátíð í Breiðholti, þar sem fram komu bæði þekktir og óþekktir listamenn og stigu þarna margir listamenn sem nú eru orðn- ir nokkuð þekktir sín fyrstu skref á listabrautinni. Starfið byggist, eins og áður hefur komið fram, á námskeiðum og skipulögðum nefndarstörfum og verkefnum auk þess sem félagar gera sér margt til gamans, þar sem fjölskyldan er höfð í hávegum. Núna er starfsárið að byija hjá JC Breiðholt og er fyrirhugað að vera með kynningarfund, þar sem starfsemi okkar verður kynnt enn frekar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. september kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3—5. Því ekki að líta inn á fundinn og kanna hvort JC er félagsskapur við þitt hæfi? Höfundur er fyrrverandi forseti JC Breiðholt ■ - 4í'>‘ ■ ‘á '-'■'.s. "■« :>■■. 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Búnaður: ■ Dieselhreyfill ■ Tengjanlegt aldrif CTi Tregðulæsing á afturdrifi EE Framdrifslokur Verð kr. 1.394.880.- m.vsk. HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 A MITSUBISHI MOTORS Kjörinn bíll fyrir: ■ Vinnuflokka E3 Bændur ■ Iðnaðarmenn H Útgerðarmenn H Verktaka ■ Fjallamenn ÞR1GGJÆ ÁRÆ ÁBYRGÐ Fæst einnig meö lengdum palli Kr. 1.534.880 vsk. 302.044 Yerd l<r. 1.232.836

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.