Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Eistneskt og íslenzkt heilbrigðiskerfi Hugmyndir um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða og þjóðar- brota fengu vaxandi hljóm- grunn í Evrópu við lyktir fyrri heimsstyijaldarinnar, 1914— 1918. Meðal þjóða sem heimtu fullveldi árið 1918, ásamt ís- lendingum, voru Eistar, Lettar og Litháar. Eystrasaltsríkin þrjú reynd- ust góðir grannar Norðurlanda fyrr á tíð og milli þjóðanna mynduðust mikilvæg menning- ar- og viðskigtatengsl. Það fór vel á því að íslendingar höfðu frumkvæði að formlegri viður- kenningu á sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna nú, eftir áratuga „innlimun“ þeirra í Sovétríkin. Morgunblaðið greinir í gær frá heimsókn tveggja eist- neskra krabbameinssérfræð- inga, sem hingað komu í boði krabbameinsfélagsins og hér- lendra heilbrigðisyfírvalda. Blaðið hefur eftir Vaino Rast- ep, fyrrum heilbrigðisráðherra: „Hann segir [í Eistlandi] mörgu ábótavant; erfiðustu vandamálin felist í lélegri menntun, bæði heilbrigðis- stétta og almennings, og mikl- um skorti á búnaði sjúkrahúsa. Að baki þessu búi peninga- leysi, fyrst og fremst.“ Ennfremur: „Aðalverkefni stjórnvalda í Eistlandi á næstu árum verður að reyna að bæta úr ömurlegu efnahagsástandi — en ég held að fast á eftir fylgi betrumbæt- ur á heilbrigðisþiónustunni og því sem henni stendur helzt fyrir þrifum, auk fleiri félags- legra úrbóta.“ Það er einkum tvennt, sem vekur athygli í orðum þessa góða gests frá Eistlandi. í fyrsta lagi, hve heilbrigðisþjón- ustan, sem vegur þungt í vel- ferðarríkjum Vesturlanda, er slök í Eystrasaltsríkjunum, eft- ir áratuga forsjá og forskrift sósíalismans. í annnan stað það sjónarmið, að nauðsynlegur undanfari betrumbóta í heil- brigðisþjónustunni í heimalandi hans — forgangsverkefnið — sé að „bæta úr ömurlegu efna- hagsástandi" austur þar. Með öðrum orðum að lykillinn að góðri heilbrigðisþjónustu (og öðrum þáttum velferðar) er traust atvinnu- og efnahagslíf, sem er hin kostnaðarlega und- irstaða samneyzlunnar ekkert síður en einkaneyzlunnar. Þetta hefur stundum verið orð- að svo hér á þessum vettvangi, að það þurfi samkeppnisþjóðfé- lag til að bera uppi velferðar- kerfið. í þeim efnum hefur hið marxíska efnahagskerfi — sósí- alisminn — algjörlega brugðizt. í inngangi viðtals Morgun- blaðsins við hinri eistneska við- mælenda segir: „Sovézka modelið, að enginn borgi nema ríkið, sem ekki borgar nóg, hefur verið að sliga heilbrigðiskerfíð í Eistlandi. Nú þarf að hugsa málin frá grunni, nálgast nýja þekkingu og tækni pg uppfræða almenning betur. í þessari heimsókn til íslands fáum við að skoða hvernig önn- ur lítil þjóð skipar sínum heil- brigðismálum. Það er góð inn- spýting.“ — Og ennfremur: „Krabbameinsfélagið er frá- bært dæmi um það, hveiju samtök einstaklinga fá áorkað til að bæta heilsufar þjóðar“. — Varðandi krabbameinsfélagið er fróðlegt að geta þeirra orða Kristjáns Sigurðssonar, yfir- læknis leitarstöðvar krabba- meinsfélagsins, „að nokkuð lengi hafí verið til athugunar, að hér á landi verði upplýs- ingamiðstöð aðildarlanda WHO, heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um krabbameinsleit. Astæðan sé sú, hve vel hafi gengið hér að leita að krabbameini“. Fjölmiðlar hafa undanfarið tíundað heimsóknir fólks hing- að til lands frá hinum ýmsu starfsgreinum og félagasam- tökum í Eystrasaltsríkjunum. Þær eru fagnaðarefni. Við eig- um að leggja áherzlu á að byggja upp traust og varanleg menningar- og viðskiptatengsl við þessar gamalgrónu vina- og menningarþjóðir. Að því er þennan þátt varð- ar, það er samstarf á sviði heil- brigðismála, er heimsókn Eist- anna fagnaðarefni. Vel færi á því að opna nokkrum eistnesk- um læknanemum leið til menntunar og starfsreynslu hér á landi. Sama máli gegnir um nema frá Lettlandi og Lit- háen. Við verðum einnig að draga rétta lærdóma af þeirra reynslu. Við eigum að huga vel að því með hvaða hætti við getum rétt þessum góðu grönnun Norðurlanda, Eystrasaltsþjóð- unum, vinarhendur — og end- urreisa gamalgróin menningar- og viðskiptatengsl milli okkar og þeirra. '’Frá miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Frá vinsti eru Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Geir H. Haarde alþingismaður og Garðar Rúnar Sigurgeirsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins á Austurlandi. Davíð Oddsson um fjárlagaramma næsta árs: Tel að báðir flokkamir og ríkisstjóm megi vel við ima Rikisstjórnin gekk frá ramma um fjárlög næsta árs á fundi sem stóð til klukkan 3.30 aðfaranótt miðvikudags. Að sögn fjármálaráð- herra verða fjárlögin lögð fram með innan við fjögurra milljarða króna lialla eins og stefnt var að. „Þetta var mjög virk vinna allra ráðherranna og ég tel að það hafi verið tekið tillit til sjónarmiða þeirra allra. Enginn hafði allt sitt fram eins og gengur en ég tel að báðir flokkarnir, þingflokkarnir og ríkis- stjórnin megi vel við þetta una,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra við Morgunblaðið í gær. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að fólk hefði fengi ýkta mynd af þeim niður- skurði á ríkisútgjöldum, sem ríkis- stjórnin hefði ákveðið við fjárlaga- gerðina. Ekki væri um að ræða eins mikinn niðurskurð á gjöldum og hægt væri að ætla af umfjöllun um málið. Þingflokkur Alþýðuflokksins sat á fundi um fjárlögin í gær, og að sögn Jóns Baldvins var þar farið rækilega yfir niðurstöðu ríkisstjóm- arfundarins og kostir og gallar ein- stakra tillagna metnir. Einnig hefðu verið metin heildarefnahagsáhrifín og tengslin við kjarasamninga og möguleikarnir á að ná samstöðu og sáttum um þá, og metin áhrif á verðlag, kaupmátt og ráðstöfunar- tekjur heimilanna. A fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudagskvöld var aðallega fjallað um tekjuhlið fjárlagafmmvarpsins, en leitað var leiða til að auka tekj- ur ríkissjóðs um rúman milljarð króna á næsta ári, miðað við óbreytta skatta. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði, að á fund- inum hefði náðst samkomulag um hve háa upphæð yrði að ræða, en eftir væri að að útfæra nákvæmlega á hvern hátt þessara tekna yrði aflað. „Við erum sammála um að það eigi að gerast fyrst og fremst með því að takmarka endurgreiðslur í skattkerfinu tii þeirra sem best eru settir. Þar er af mörgu af taka, en ekki rétt að nefna fyrirliggjandi hugmyndir,“ sagði Friðrik Sophus- son. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þarna aðallega um að ræða að tekjutengja barnabætur þannig að þær byiji að skerðast þegar tekjur foreldra ná ákveðnu marki og falli síðan niður við annað mark. Þannig er talið að afla megi allt að 500 milljóna króna. Einnig er rætt um að hækka hlutfall tekna við útreikning vaxtabóta. Ólíklegt er að sjómannaafsláttur verði iækk- aður svo einhveiju nemi eða að undanþágum frá virðisaukaskatti verði fækkað í þetta skipti. Á ríkisstjórnarfundinum var rammi útgjaldahliðar fjárlaganna einnig staðfestur. Þar var meðal annars gengið frá ágreiningsmáli um skólagjöld í framhaldsskólum, til stendur að heimila að leggja á nemendur til að standa undir þeim hluta kostnaðar við rekstur skól- anna, sem er umfram rekstrar- kostnað á þessu ári, svo útgjöld menntamálaráðuneytis vegna skólareksturs aukist ekki á næsta ári. Upphaflega var áætlað að afla 180 milljóna króna tekna með þess- um hætti, en vegna andstöðu í Al- þýðuflokknum var niðurstaðan sú, Ágreiningurinn innan þing- flokks Alþýðuflokksins snýst ekki aðeins um skólagjöld heldur einnig um sparnaðaraðgerðir á sviði heil- brigðismála. í fjárlagatillögunum Framkvæmdastjórn Sjálf- stæðisflokksins var kosin á fundi miðsljórnar flokksins í gær. í framkvæmdastjórninni eru, samkvæmt flokkslögum, Davíð Oddsson formaður flokksins, Friðrik Sophusson varaformaður flokksins og Geir H. Haarde for- samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að þessi tala var lækkuð í 130 milljónir. Jafnframt var stað- fest að ráðstafa verði þessum tekj- um til ákveðinna hluta, sem rúmast innan grunnskólalaga, en þær fari ekki til almenns reksturs skólanna. Friðrik Sophusson vildi ekki skýra frá því hveijar niðurstöðutöl- ur fjárlaga yrðu, það er heildartekj- ur og gjöld ríkisins, samkvæmt fjár- lagarammanum. Hingað til hefur verið stefnt að því að þessar upp- hæðir yrðu svipaðar og á núgild- andi fjárlögum, eða um 101,5 millj- arðar í tekjur og um 105,5 milljarð- ar í gjöld. Friðrik sagði hins vegar, að í örfáum þáttum væri líklega tæknilega rétt að telja þjónustu- er m.a. gert ráð fyrir tekjuteng- ingu og niðurskurð í bótaflokkum almannatiygginga og aukinni gjaldtöku á heilsugæslustöðvum. Þá er deilt um tekjuhlið frum- maður þingflokks. Miðstjórn kýs síðan tvo stjórnarmenn úr sínum hópi, og var á fundinum í gær samþykkt tillaga um að í þau sæti veldust formenn tveggja landssambanda flokksins, þau Arndís Jónsdóttir formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna, og Davíð Stefánsson formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. gjöld og sértekjur til tekna, frekar en til lækkunar á gjöldum, og því gætu bæði tekjur og gjöld ríkisins hækkað. En að langmestu leyti kæmu þjónustugjöldin og sértekjur til frádráttar gjaldamegin. Þingflokkur Sjálfstæðiflokksins kemur saman í dag til að fjalla um fjárlagadrögin, en þau voru kynnt í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í gær. Að sögn Davíðs Oddssonar voru umræður mjög jákvæðar á miðstjórnarfundinum. Þeir fundar- menn sem Morgunblaðið ræddu við staðfestu að engar sérstakar at- hugasemdir hefðu verið gerðar við tillögurnar og sumir hefðu jafnvel talið að með þeim væri ekki gengið nægilega langt í niðurskurðarátt. varpsins og tekjutengingu á end- urgreiðslum í tekjuskattskerfinu. Ekki fékkst niðurstaða á þing- flokksfundi Alþýðuflokksins, sem lauk á níunda tímanum í gær- kvöldi, en Jóhanna sagði eftir fundinn að niðurstaða kynni að fást í dag. Hún mun hitta Jón Baldvin að máli fyrir þingflokks- fund sem boðaður hefur verið í hádeginu í dag. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að ekki ríkti ágreining- ur á milli sín og félagsmálaráð- herra um útgjöld félagsmálaráðu- neytisins, heldur væri ágreiningur af hálfu hluta Alþýðuflokksins annars vegar við tillögur heilbrigð- isráðherra og hins vegar vegna tillagna úr menntamálaráðuneyt- inu. Kvaðst hann ekki telja að þessi ágreiningur ætti eftir að valda ríkisstjórninni erfíðleikum. „Ég lít þannig á að félagsmála- ráðherra vilji kynna sér afstöðu sinna flokkssystkina í þingflokki Alþýðuflokksins áður en hún tjáir sig um þetta mál. En það er ljóst að ríkisstjórnin tekur þessa ákvörðun og það hljóta á endanum allir ráðherrar ríkisstjórnar að vinna málefnum ríkisstjórnarinnar brautargengi," sagði Davíð Odds- Sjómannafé- lag Reykjavík- ur boðar yfir- vinnubann SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur hefur ekki tekið afstöðu til tilmæla Vinnuveitendasam- bands Islands um að aðilar skjóti sameiginlega deilu um framkvæmd kjarasamninga til úrskurðar Félagsdóms. Guð- mundur Hallvarðsson, formað- ur Sjómannafélagsins, sagði af- staða til þess yrði ekki tekin fyrr en á stjórnarfundi sem boðaður hefur verið á morgun, föstudag. Sjómannafélagið hefur boðað yfírvinnubann í heimahöfnum frá' og með mánudeginum 16. sept- ember vegna deilunnar. Yfirvinnu- bannið tekur til hafna á vinnu- svæði félagsins og þýðir að skip geta ekki lagt úr höfn nema á tímabilinu 8-17 frá mánudegi til föstudags. Guðmundur sagði að deilan snerist um það hvaða áhrif setning bráðabirgðalaganna hefði á kjara- samninga. Sjómannafélagið teldi að þær hækkanir sem koma áttu til framkvæmda á gildistíma bráðabirgðalaganna, en þau tóku af, kæmu til framkvæmda nú 15. september þegar lögin féllu úr gildi. Um þijú atriði væri að ræða, 2% hækkun launa sem koma hefði átt til framkvæmda 1. janúar 1991, 7,5% hækkun bónus- greiðslna frá sama tíma og í þriðja lagi samræming á launum háseta og dagmanns í vél. Vinnuveitendasamband íslands segir í erindi sínu til Sjómannafé- lagsins að ef samkomulag takist ekki um að skjóta ágreiningnum sameiginlega til úrskurðar Félags- dóms kunni vinnuveitendur að þurfa leita eftir úrskurði um lög- mæti þeirra aðgerða sem boðaðar hafa verið. son forsætisráðherra. „Ég hef lagt mikla áherslu á að samhliða fjárlagaafgreiðslunni verði teknar ákvarðanir sem tryggja tekjujöfnunaraðgerðir gagnvart þeim hópum sem fara kannski verst útúr gjaldtökunni sem við erum að fara út í. Ég lít svo á að útfærslan innan tekjú- rammans liggi ekki fyrir,“ sagði Jóhanna. „Það fer ekki á milli mála hvað Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á í tekjujöfnunaraðgerðum en það eru hækkun skattfrelsismarka og húsaleigubætur. Það eru mörg í þingflokknum sömu skoðunar og ég,“ sagði hún. Jóhanna sagðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af atriðum á sviði heilbrigðismála auk ýmissa fleiri mála sem snertu nýja gjaldtöku. „Ég hefði viljað sjá að við hefðum getað tekið á tekjuhliðinni þannig að undir þessu verði staðið sameig- inlega af landsmönnum en ekki með svona mikilli gjaldtöku,“ sagði hún. Hún sagði enn óljóst hvernig ætti að mæta því sem vantaði uppá í auknum tekjum og hveijir ættu að bera þær byrðar. „Svo virðist að á gjaldahliðinni sé meira lagt á heimilin en á breiðu bökin í Iandinu,“ sagði hún. Jóhanna Signrðardóttir félagsmálaráðherra: Telur sig vera óbundna af fjár- lagaramma ríkisstj órnarinnar Virðist meira lagt á heimilin en á breiðu bökin í landinu ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kom saman til fundar kl. 15.30 í gær til að fara yfir niðurstöður ríkisstjórnarfundar í fyrrinótt. Mikill ágreiningur er enn innan þingflokksins en Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra Iýsti því yfir í gær, að hún væri óbundin af niðurstöðu ríkisstjórnarfundarins og hefði ekki samþykkt þann ramma sem þar var fjallað um. Sagði hún að andstaða sín snéri bæði að atriðum á tekjuhlið og útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. „Þau þurfa betri skýringa við og eru óljóst hvað þau þýða fyrir einstaka hópa þjóðfélagsins. Nefni ég sérstaklega elli- og örorku- lífeyrisþega og láglaunafólk sagði Jóhanna. Miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins kýs í framkvæmdastjórn Sumir krakkarnir höfðu verið saman á dagheimili eða í leikskóla en flestir sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum fyrsta daginn í skólanum. Fyrsti skóladagurinn: Höfum verið að hugsa um skólann í allt sumar - segja sex ára nemendur í Fossvogsskóla Eftirvæntingin leyndi sér ekki í augum sex ára barna sem stigu sín fyrstu spor á mcnntabrautinni í Fossvogsskóla í gær. Þau voru fljót til svars þegar blaðamaður spurði hvernig þeim litist á skólann. „Gaman. Skemmtilegt. Frábært," kölluðu þau hvert í kapp við ann- að þar sem þau stóðu í andyri skólans á leiðinni inn úr frímínútum. Þegar inn var komið tók við nestistími og tími gafst til að ræða við þau um skólann og námið. Börnin voru flest sammála um að skólinn væri eins og þau hefðu búist við en mörg þeirra sögðust hafa velt skólagöngunni fyrir sér í allt sumar. Einn nemandinn, Guð- rún María, sagðist þó hafa haldið að skólinn yrði öðruvísi. „Ég hélt að í skólanum væru raðir með tveimur og tveimur borðum en ekki þannig að allir sætu saman," sagði hún og benti á borðin í stofunni sem raðað hafði verið fjórum og fjórum saman. Vilja læra að lesa og skrifa Margir töluðu um að mesta til- hlökkunarefnið væri að læra að lesa og skrifa en einhver minntist á leikfími og fleiri tóku undir það. Einnig var minnst á frímínútur og Jón Kristófer sagði að sér hefðu fundist fyrstu frímínúturnar í skól- anum of stuttar. Hann sagðist ætla að verða mótorhjólalögregla þegar hann yrði stór. Til þess yrði hann að læra að skrifa til þess að hann gæti tekið skýrslur af fólki sem æki og hratt en líka væri gott að kunna að reikna þegar þyrfti að sekta ökumenn. Besta leiðin i skólann Sum barnanna höfðu fengið sér- stök skólaföt og allir höfðu fengið eitthvað skóladót. „Amma mín er svo góð.“ sagði Díana íris. „Hún keypti handa mér skóladót, penna- veski og bók.“ Hún sagðist vera búin að fínna bestu leiðina í skól- ann og bekkjarfélagar sögðust flestir hafa gert hið sama. „Eg þarf ekki að fara yfir neina umferð- argötu," sagði hún. „Ég á heima í Keldulandi og ég geng þá götu framhjá húsi vinkonu minnar. Framhjá róló og leikskólanum og beint í skólann." í framtíðinni sagð- ist Díana geta farið ein í skólann en fyrsta skóladaginn sögðust allir krakkarnir hafa fengið fylgd. Ein- hveijir eiga heima svo langt frá skólanum að keyra þarf þá í skól- ann. Tilraun með langan skóladag Kristín Þórðardóttir, kennari krakkanna, sagði að eftir nestis- tímann yrði farið í vettvangsferð um skólann. í vettvangsferðinni, Jón Kristófer og Díana íris. yrði farið um allan skólann, meðal annars í heimsókn til skólastjórans og á kennarastofuna, og krökkun- um sýndar sérstaklega þær stofur sem þeir kæmu til með að sitja í þennan vetur. Auk þess að sækja tíma til umsjónarkennara fara þau í leikfími, bókasafnstíma, mynd- mennt og tónmennt. Verið er að gera tilraun með lengri skóladag sex ára barna í Fossvogsskóla og er skólatíminn því frá 8.50 til 13.40 á daginn og kenndar tvær kennslu- stundir í einu. Skóli bytjar almennt á mánudaginn hjá sex ára börnum. Grunnskólar fyllast af frískum krökkum: Fjömtíu þúsund böm og ungl- ingar byrja nám vetrarins UM 40 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára eru nú að hefja nám í grunnskólum landsins eftir sumarfrí. Tíundi hluti hópsins sest raunar á skólabekk í fyrsta sinn og er þetta annar veturinn sem sex ára börn hafa skólaskyldu. Kennsla hefst víðast fyrir alvöru á mánudaginn og í dag streyma nemendur í skólana að sækja stundatöflur. I nokkrum minni skólum á landsbyggðinni hefst kennsla þó ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. í Reykjavík koma um 14 þús- und krakkar í skólann í dag. Ragnar Júlíusson, forstöðumaður kennslumáladeildar á skólaskrif- stofu borgarinnar, segir að á morgun verði víðast stiklað á stóru um verkefni næstu mánaða og námsgögn afhent en kennsla byrji fyrir alvöru á mánudag. Fossvogsskóli tók raunar viku forskot, þar fylltust kennslustofur af fólki á mánudaginn var. Kennt er í 32 skólum í borg- inni, að sögn Ragnars og eru þá meðtaldir Æfíngaskólinn, Tjarn- arskóli, Isaksskóli, Landakots- skóli og Aðventistaskólinn. Tveir nýir skólar taka nú til starfa í Reykjavík, Hamraskóli'og Húsa- skóli, sem báðir eru í Grafarvogi. í því hverfí er krökkt af krökkum, Foldaskóli var í fyrra annar tveggja skóla í höfuðborginni með fleiri nemendur en þúsund. Hinn skólinn sem er svo fjölsetinn er Seljaskóli í Breiðholti en hann hefur um árabil verið stærsti grunnskólinn. Þótt grunnskólanemum í Reykjavík hafí fjölgað um nálægt 200 manns ár frá ári undanfarið, fækkar nemendum sumsstaðar. Vogaskóli hefur til dæmis verið að minnka, hann sóttu í fyrra 260 börn. Guðni Olgeirsson, kennslu- stjóri í íslensku, segir að Selja- hverfið í Breiðholti virðist líka vera að vaxa úr grasi. Þar verði í vetur tveir fyrstu bekkir en fímm tíundu bekkir. Guðni segir að á landinu öllu séu 220 grunnskólar og nærri 2.700 kennarar. Að auki vinna næstum 900 stundakennarar og leiðbeinendur í skólunum. Um þriðjungur skóla, eða 75 þeirra, hafa færri en 50 nemendur. Guðni segir að ýmsir minni skólar á landsbyggðinni fái undanþágu frá lagaskyldu um níu mánaða skóla- starf og kenni í átta mánuði ár- lega eða tveim vikum lengur. Skólaskyldu var komið á fyrir sex ára börn í fyrra og hefur ís- land eitt Norðurlanda þennan hátt á. Að sögn Guðna er útlit fyrir að um 4.000 börn fari nú í fyrsta sinn í skólann, fjöldi í öllum ár- göngunum tíu sé mjög áþekkur. I fyrravetur hafí flestir, 4.480 krakkar, stundað nám í fímmta bekk en fæstir, 3.900, í 8. bekk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.