Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Hef ekki skýringn á hækkun hönnunar- kostnaðar við Perluna - segir Jóhannes Zoega verkefnis- stjóri byggingaframkvæmda JÓHANNES Zoega, verkefnisstjóri byggingaframkvæmda við Perluna í Öskjuhlíð, segist ekki hafa fullnægjandi skýringar á hækkun hönnunarkostnaðar verkfræðinga og arkitekta við bygg- inguna. Hann viti lítið um þá kostnaðaáætlun sem gerð var í apríl en að áætlun í desember 1990 hafi verið röng vegna van- mats á auknum kostnaði við veitingarekstur. „Ég verð að játa að ég hef enga fullnægjandi skýringu á hækkun á hönnunarkostnaði verkfræðinga og arkitekta," sagði Jóhannes. „Eg veit reyndar lítið um kostnað- aráætlunina frá því í apríl eða hvernig hún var til komin. Ég hef ekki staðið að þessum áætlunum, þær hafa verið gerðar af verkfræð- iaðilunum eða ráðgjafaverkfræð- ingunum það er fyrirtækin Fjarhit- un, Rafteikning, Hljóð og Arki- tektastofa Ingimundar Sveinsson- ar. Þau hafa áætlað hvert fyrir sig sína áfanga og aðal hönnuður, sem er Pjarhitun hefur svo tekið allt saman í eina heildaráætlun.“ Jóhannes sagðist álíta að sú áætlun sem gerð var fyrir áramót í fyrra, hafi fyrst og fremst verið röng vegna þess að fullkomnar upplýsingar lágu ekki fyrir um framkvaémdir vegna veitinga- reksturs í Perlunni eftir að samið hafði veirð við annan veitinga- mann en upphaflega var með í ráðum. Samningum við veitinga- manninn hafi verið ný lokið og ýmsir liðir óljósir þegar fram fór kostnaðaráætlun vegna fjárhagsá- ætlunar Hitaveitunnar. „Það er ekki samið við veitingamanninn fyrr en í október í fyrra,“ sagði Jóhannes. „Að þeirri samninga- gerð lokinn fara fram viðræður um hvað það er sem að hann vill fá inn og hverju þarf að breyta. Veitingarekstur hans var marg- faldur á við það sem reiknað var með áður, meðan Skúli Þorvalds- son var ráðgjafi arkitekts. Úr þessu var ekki nægur tími að mínu áliti til að gera fullnægjandi áætl- un eins og útkoman hefur sýnt.“ Að sögn Jóhannesar var aðal- reglan sú að hver verkþáttur var sérstaklega boðinn út og samið um fast verð. í sumum tilvikum var um viðbótarsamninga að ræða en annars var verkið boðið út. „Hluti sem tímans vegna var ekki hægt að bjóða út var settur í tíma- vinnu en það var lítill hluti af heild- ar upphæðinni," sagði hann. „Þetta eru náttúrlega háar upp-. hæðir en hlutfallið var ekki stórt munar um 50 milljónum króna að mig minnir af öllu verkinu sem var 1.600 milljónir.“ Nýnemarósir Morgunblaðið/Sverrir Fjölbrautarskólinn við Ármúla var settur í gær. Tíu ára starfsafmæli skólans er næstkomandi laugardag og fengu nýnemar af því tilefni gjafir, blýantur og strokleður, auk hinnar hefðbundnu rósar sem allir nýnemar fá. Tæplega 300 nýnemar helja nám við skólann á þessu skólaári en alls eru nemendur 805. Myndin var tekin af glöðum hópi nýnema við Fjöl- brautarskólann í Ármúla í gær. Sex af átta skipveijum Bergvíkur sagt upp störfum: Sjómenn segjast ekki hafa vilj- að taka þátt í kvótakaupum SEX skipverjum af átta hefur verið sagt upp störfum á bátnum Berg- vík frá Vestmannaeyjum. Útgerðarmaður skipsins segir að uppsagnirn- ar til komnar upp vegna samstarfsörðugleika en Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, rekur þær til þess að mennirnir höfnuðu að taka þátt í kvótakaupum með útgerð- Guðjón sagði að samkvæmt kjara- samningum væri hægt að segja upp ráðningarsamningum. Hins vegar teldu þeir ólöglegt að segja mönnun- um upp af þessum ástæðum og tekn- ar yrðu upp viðræður við LÍU til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. Afturkalla ætti uppsagnirnar, en erfitt væri að fylgja eftir kröfu um það, því heimilt væri að segja upp ráðningarsamningi án þess að tilgreina ástæður. „Við teljum þetta algjörlega ólög- legt. Gagnvart kjarasamningum get- ur hann náttúrlega staðið á því að segja mannskapnum upp. Hins vegar er aðdragandinn að þessu sá að mennirnir vilja ekki taka þátt í að kaupa með honum kvótann. Sú ástæða er fyrir neðan allar hellur og brot á samningum, þar sem kveðið er á um það hvað taka á framhjá skiptum. Það er nóg að við borgum olíuna, þó við séum ekki líka farnir að borga fyrir þá fiskinn. Það verður óvinnandi í þessu fiskveiðistjómunar- Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Fasteignaskattur en ekki fasteignagjöld - segir Stefán Jón Bjarnson bæjarsljóri í Sandgerði kerfi ef þessar þrengingar eiga að fylgja. Það hafa hingað til verið nægar ástæður til að segja mann- skapnum upp, þó það sé ekki gert vegna þess að hann vill ekki leggja útgerðunum til fé til kvótakaupa.“ Aðspurður hvort þeir vissu um fleiri tivik eins og þetta sagði Guðjón að þeir hefðu grun um að þetta hefði átt sér stað í fleiri tilfelluiíi en hefðu ekki sannanir fyrir því. Framkvæmdastjóm Sjómanna- sambands íslands sendi frá sér álykt- un um þessi efni í gær. Þar segir að stjórn sambandsins hafi fyrir því staðfestar upplýsingar að komið hafí til uppsagnar skipshafnar vegna þess að sjómennimir hafí neitað að taka þátt í kaupum á kvóta með útgerðun- um. „Þar sem stjórn sambandsins telur að hér sé ekki einungis um að ræða brot á kjarasamningi milli sjó- manna og útvegsmanna heldur einn- ig brot á lögum þá skorar stjóm Sjó- mannasambandsins á LÍÚ að koma í veg fyrir slíkt athæfi af hálfu um- bjóðenda sinna. Að öðrum kosti mun verða gripið til harðra aðgerða af hálfu Sjómannasambandsins." Útgerðarmaður Bergvíkur vísaði á Útvegsbændafélag Vestmanneyja þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. Hilmar Rósmundsson, formað- ur félagsins kannaðist ekki við að mönnunum hafí verið sagt upp vegna þess að þeir hafi neitað að taka þátt í kvótakaupum. Eftir því sem útgerð- armaður skipsins segi hafi hann varla getað komið um borð í þennan bát sinn fyrir hluta af mannskapnum. Hilmar sagði að það væri stað- reynd að margir sjómenn í Vest- mannaeyjum tækju þátt í kvótakaup- um. Það gerðist þannig að þegar viðkomandi bátur væri búinn með kvótann sinn eða kvóta af einhveijum tegundum þá færi hann til fiskverk- andann sem hann skipti við og spyrði hann hvort hægt væri að útvega kvóta. Fiskverkandinn keypti kvóta og léti útgerðina hafa hann, fengi fiskinn og borgaði nákvæmlega kvótaverðinu lægra fyrir hvert kíló en hann gerði áður. „Sjómennirnir taka auðvitað fullan þátt í þessu því þeir fá hlutinn sinn af því sem borg- að er fyrir fiskinn. Þetta er bara það sem er að gerast og mér er nær að halda að þetta sé með fullri vitund sjómannaforystunnar, þó þeir séu núna að blása og belgja sig út,“ sagði Hilmar. í SKÝRSLU fortíðarvandanefndar ríkisstjórnarinnar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kemur fram að endurskoða þurfi 25 milljóna króna fasteignagjöld til Sandgerðisbæjar, þar sem ekki sé um neina þjón- ustu að ræða frá bænum. Verkefni sveitarfélagsins séu í höndum Flugmálastjórnar. Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri, segir að þetta sé ekki alskostar rétt, þar sem samstarf væri um ýmsa þjónustu. Jafnframt að bæjarfélagið innheimti ekki fasteignagjöld heldur fast- eignaskatt vegna flugstöðvarinnar og að skatturinn miðaðist við verðmæti byggingarinnar. í raun ætti hann að vera um 30 milljónir en ákveðið hafi verið að miða hann við byggingarvísitölu þegar nýr gjaldstofn fyrir fasteignamat var tekinn upp. „Það er staðreynd að við lítum á heimt fasteignagjald af flugstöðinni þetta sem skatt af fasteignamati," sagði Stefán. „Við höfum alla tíð gert það og það var gert samkomu- Iag um það í upphafi að fullnýta ekki skattstofninn. Við höfum lækkað hann einhliða án þess að um það kæmi ósk frá ríkinu. Það höfum við gert vegna þess að með breyttu formi á skattlagningu þegar tekinn var uþp nýr gjaldstofn fyrir fasteignamat hækkaði hann um 64% hér þannig að það hefði þýtt að við værum að taka yfir 30 millj. en við lækkuðum okkur og fylgdum byggingavísitölu í stað matshækk- unar.“ Stefán sagði, að ekki væri inn- né flugeldhúsi, þar sem í því fælist holræsagjald og lóðaleiga. „Við tök- um eingöngu fasteignaskattinn eins og hann leggur sig,“ sagði hann. í skattinum fælist mat á verðmæti húsa og því hagnaður fyrir bæjarfé- lögin ef byggðar eru stórar og dýr- ar byggingar. Um væri að ræða skatt til sveitarfélagsins lögum samkvæmt. Hann sagði það ekki rétt að flug- stöðin nyti engrar þjónustu frá sveitarfélaginu. Samstarf væri um hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og sorpeyðingu auk þess sem Sand- gerðisbær væri ávallt reiðubúinn til að veita frekari þjónustu en fengi ekki og nefndi sem dæmi gatna- hreinsun og snjómokstur. Upplýs- ingar um skipulag og gatnagerð á vallarsvæðinu hafi aldrei borist bænum og bærinn þyrfti sjálfur að afla sér upplýsinga um fram- kvæmdir við stöðina. „Staðreyndin er sú að ef flug- stöðin væri staðsett í Reykjavík eða á Akureyri eða í öðru stóru sveitar- félagi, þar sem hún væri ekki stór hluti af tekjum sveitarfélagsins þá sæi enginn neitt athugavert við þetta,“ sagði Stefán. „Það er ein- ungis vegna þess að skatturinn er milli 15 til 20% af okkar tekjum að mönnum fínnst glórulaust að sveitarfélagið geti haft svo miklar tekjur frá einum stað.“ Hvað aðstöðugjöld varðaði, sagði Stefán að flugstöðin greiddi þau ekki heldur fyrirtækin sem þar eru til húsa að undanskildri Fríhöfninni og Landsbankanum. Þá hafa ís- lenskir aðalverktakar alla tíð greitt aðstöðugjald til sveitarfélaganna eftir því hvar þeir hafa verið að störfum innan vallarins. Petrína K. Jakobsson látin PETRÍNA K. Jakobsson, fyrrver- andi bæjarfulltrúi, lést í Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 2. september síðastliðinn, á 82. ald- ursári. Petrína var fædd á Húsavík 1910, dóttir hjónanna Jóns Ár- manns Jakobssonar og Valgerðar Pétursdóttur, en fluttist með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur 1920. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám við Samvinnuskólann í einn vetur. Hún var við myndlist- arnám í Reykjavík 1931-35 og í Handíða- og myndlistaskólanum 1939-44, og 1946-48 var hún við nám í landmælingum, stærðfræði og kortagerð. Þá lærði hún lýsinga- tækni og lampagerð í Hollandi og í London árið 1951, og stundaði nám í híbýlafræði í Kaupmannahöfn 1960-62. Petrína starfaði hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1939-44, og hún stjómaði Teiknistofu rafork- umálastjóra og síðar Orkustofnunar á árunum 1944-1977. Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Sam- einingarflokk alþýðu Sósíalista- flokkinn 1954-58, og í barnavernd- arnefnd 1936-48. Eiginmaður Petrínu var Jóhann Magnús Hallgrímsson sem lést 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.