Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 30
Fjórðungsþing Norðlendinga: Á FJÓRÐUNGSÞINGI Norðlendinga á Húsavík var fjallað um skóla- mál, meðal annars tillögu menningarmálanefndar um að efla óg endur- skoða kcnnaramenntun og koma á reglulegu kennaranámi við Háskól- ann á Akureyri. Fram komu miklar áhyggjur vegna þess hve illa geng- ur að fá kennara til starfa á dreifbýlinu. Að sögn Ingunnar St. Svavars- dóttur, formanns Fjórðungssam- bandsins, urðu talsverðar umræður um þessi mál á þinginu og menning- armálanefnd hefði tekið sterklega undir erindi þess efnis að koma á uppeldisfræðibraut við Háskólann á Akureyri. I tillögu menningarmálanefndar er lýst áhyggjum af erfiðleikum við að afla kennara að skólum á Norður- landi. Þar segir síðan orðrétt: „Þing- ið hvetur til endurskoðunar á kenn- aramenntuninni og að aukin áhersla verði lögð á að skapa kennurum aukin tækifæri til framhalds- og endurmenntunar. Lýst er fyllsta stuðningi við hugmyndir um almennt kennaranám við Háskólann á Akur- eyri. Auknir möguleikar til uppeldis- fræðimenntunar utan höfuðborgar- svæðisins eru liður í eflingu skóla- starfs þar sem þörfin er mest.“ Um þessa tillögu sagði Björn Bjömsson, skólstjóri á Sauðárkróki, að margir Norðlendingar teldu auð- veldara og betra að sækja kennara- menntun til Akureyrar en að þurfa að afla hennar í Reykjavík eingöngu. Auk þess stæðu vonir til þess að ein- hvers hluta námsins, til dæmis upp- eldis- og kennslufræðilega þætti, mætti afla í framhaldsskólunum í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri yrði þá miðstöð kennaranáms fyrir Norðurland og ef til vill jafnframt Austurland. Björn gat þess ennfremur að ef úr rættist og tekið yrði upp reglulegt kennara- nám í Háskólanum á Akureyri mundi það hvort tveggja tryggja honum sérstöðu og tryggja hann í sessi. Stuðningur við að fresta lengingu kennaranáms FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga á Húsavík samjiykkti tillögu þar sem lýst var stuðningi við aðgerðir menntamálaráðherra, að fresta breytingu á námi í Kennaraháskólanum í fjögurra ára nám í stað þriggja. Formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra fordæm- ir þessa afstöðu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsfólk heimahjúkrunar við nýju heimahjúkrunarbílana á Akur- eyri. I tillögunni er lýst áhyggjum af því hve erfiðlega hafi gengið víða á Norðurlandi að fá kennara til starfa. Síðan segir þar: „Nauðsynlegt er að tekið verði á málum kennara- menntunar og vandamálum skól- anna. Með tilliti til þess lýsir þingið stuðningi við þá ákvörðun mennta- Breytt aðstaða heimahjúknmar Starfsmenn fá bíla til nota við störf sín STARFSFÓLK við heimahjúkrun á Akureyri og nágrenni hefur fengið til afnota bifreiðir til að sinna betur störfum sínum. Hing- að til hefur hjúkrunarfólk ekki fengið störf við heimahjúkrun nema það gæti lagt með sér bifreið til afnota við vinnuna. Á þriðja hundrað einstaklingar njóta reglulega heimahjúkrunar í umdæmi Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Á mánudag voru starfsmönnum heimahjúkrunar á Akureyri af- hentar þijár nýjar bifreiðir til nota við hjúkrunarstörfin en hingað til hefur ekki verið unnt að ráða til starfa við heimahjúkrun aðra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða en þá sem hafa getað lagt með sér einkabifreið til starfsins. Þetta eru fyrstu heimahjúkrunarbifreiðir sem ríkið leggur heilsugæslustöðv- um á landinu til. Við afhendinguna sögðu Val- gerður Jónsdóttir, deildarstjóri heimahjúkrunar við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri, og Konny K. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, að þessar nýju bifreiðir myndu gjörbreyta allri starfsaða- stöðu við heimahjúkrun. Skipti þar miklu að ekki þyrfti lengur að vísa frá starfsmönnum sem ekki gætu lagt til eigin bifreið. Starfið væri þess eðlis að ekki væri unnt að sinna því án bifreiða. Heilsugæslu- svæðið næði frá Öxnadal í vestri að Ljósavatnsskarði í austri og töluverður hluti starfsins færi fram utan bæjarmarkanna. Á árinu 1990 fóru starfsmenn heimahjúkrunar í alls á sextánda þúsund vitjanir, þar af ríflega eitt þúsund utan Akureyrar. Alls nutu þessarar þjónustu um 230 ein- staklingar. Valgerður sagði að starfið væri afar fjölþætt, allt frá hefðbundinni umsjá sjúkra og las- burða til daglegrar heimilishjálpar á borð við að losa stíflur úr vöskum og hengja upp þvott. I reynd mið- aðist starfið við að hjálpa sjúku fólki til að vera heima sem lengst og mest sem kysi það frekar en að leggjast á stofnun. -Við heimahjúkrun á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri eru alls 12 stöðugildi og þau eru fullnýtt. Um er að ræða 8 stöð- ur sjúkraliða og 4 stöður hjúkruna- rfræðinga. málaráðherra að fresta lengingu kennaranáms en hætta er á að leng- ingin hefði aukið enn á vanda skól- anna. Björn Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki, var einn nefndar- manna. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði ríkt ein- hugur um þetta mál í nefndinni, en þó hefði tillagan verið lögð fram og samþykkt á þinginu. Mestu hefði ráðið um það að menn hefðu talið afar mikilvægt atriði í þessu efni að ef til þessara breytinga kæmi hjá Kennaraháskólanum nú kæmi upp sú staða að í eitt ár yrðin eng- inn kennari brautskráður frá skól- anum og slíkt ástand væri óbærilegt í ijósi þess hve illa gengi við núver- andi aðstæður að manna skólana. Björn gat þess að þetta væri í flóknara mál en svo að það leystist með því að fresta beytingu á KHÍ. Grundvallaratriðið í kennara- vandanum væri hin lélegu kjör sem kennurum væru búin. Uti um allt land væri fólk sem hefði menntun og réttindi til kennslu en sú mennt- un hentaði vel til ýmissa annarra og betur launaðra starfa svo þetta fólk fengist ekki inn í skólana. Hann nefndi dæmi um kjörin að einstæð móðir með tvö börn hefði farið í kennaranám og hlotið námslán sam- kvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna um framfærslu fjöl- skyldu sinnar. Að loknu námi hefði hún hlotið mánaðarlaun fyrir fullt kennarastarf sem svöruðu til rétt rúmlega helmings mánaðargreiðslu frá Lánasjóðnum. Hólmfríður Guðmundsdóttir, for- maður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, sagði að með því að samþykkja tillöguna væri Fjórðungsþingið að opinbera van- þekkingu sína á skólamálum. Sann- leikurinn væri sá að breytingamar fælu í sér að taka upp nýtt kennar- anám, nýja námsskrá með nýju og endurbættu námi í tengslum við endurskoðun kennaramenntunar- innar. Á sama tíma og Fjórðungs- þing ályktaði um nauðsyn þess að endurskoða kennaranámið styddi það aðgerðir ráðherra til að koma í veg fyrir að framkvæma þá endur- skoðun sem þegar hefði farið fram. Hólmfríður sagði jafnframt stað- reynd að kennaramenntunin væri ekki orsök kennaraskorts. Það væru allt aðrir hlutir. Þyngst vægju þó kjör kennara, aðbúnaður í skólum og ekki síst eðli starfsins, sem væri mjög krefjandi. Fjórðungsþing Norðlendinga: Háskólinn á Akureyri taki upp kennaranám Bridgeáh ugafólk Munið opna Flugleiðamótið á Akureyri 27. og 28. september nk. Glæsileg verðlaun í boði. Skráning fer fram hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar í síma 96-25000 og hjá Bridge- sambandinu í síma 96-689360. FLUGLEIÐIR innanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.