Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID FlMMTl- DAGUK 5. SEPTEMBER 1991 bera kostnaðinn af nauðsynlegri afskrift, þegar minnkun flotans er nauðsynleg. Svipað megi segja um kaup á t.d. 9 smálesta bát, meðan slik skip þurftu ekki veiði- heimild. Hann hafi verið keyptur í góðri trú og eigi eigandinn því ekki að verða fyrir tjóni, þótt hann reynist óþarfur, kvóti hans hafi verið keyptur af öðrum og honum sé lagt. Þetta má færa sem rök fyrir því, að það sé ekki ranglátt, að hagnaður af nýtingu veiðiheim- ilda, sem eigendur skipa fá án þess að greiða fyrir þær, gangi til þess að afskrifa skip og fækka þeim. Það sé m.ö.o. ekki óeðlilegt, að hagnaðurinn, sem hlýzt af ókeypis afhendingu og sölu kvóta, gangi til hagræðingar. Þessum rökum verður hins vegar með engu móti beitt, þegar flotinn hefur minnkað í hagkvæma stærð. Það væri i hæsta máta ranglátt, að sá mikli hagnaður, sem þá mundi hljótast af rekstri flotans og teng- ist ókeypis úthlutun veiðiheimilda, falli í hlut skipaeigenda. Hann á heima hjá eiganda fiskistofnanna, þjóðarheildinni. III. Eitt meginmarkmið fiskveiði- stjórnar á auðvitað að vera að stuðla að hagræðingu við fiskveið- arnar. Sérstaklega er nauðsynlegt að stuðla að þessu markmiði hér, þar sem fiskiskipafloti hefur verið látinn vaxa úr hófi og er því alltof dýr í rekstri. Hér hefur verið mörk- uð ákveðin leið í þessu skyni. Hún er annars vegar fólgin í veitingu veiðiheimilda án endurgjalds og hins vegar í nær ótakmörkuðum rétti til viðskipta með veiðiheimild- ir. Að framan hefur því verið hald- ið fram, að jafnvel þótt það tækist að minnka flotann í hæfilega stærð með þessu móti, þá fylgdi því margvíslegt ranglæti. En við þetta bætist, að leiða má sterkar líkur að því, að hagi-æðingar- markmiðið næðist tæplega með þessu móti, a.m.k. ekki nema á alltof iöngum tíma. Og á þeim tima væri eigendum skipa færður gífur- legur hagnaður, sem er í raun og veru eign alls almennings í land- inu. Um þetta skal fjallað í annarri grein. Höfundur er fyrrverandi ráðherra Hrefna og Bjöm í Listasafni Signrjóns _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Síðustu sumartónleikarnir í Listasafni Siguijóns Ólafssonar á þessu sumri voru sl. þriðjudag. Flytjendur á þessum lokatónleikum sumarsins voru Hrefna U. Eggerts- dóttir píanóleikari og Björn Th. Árnason fagottleikari. Björn er góð- ur fagottleikari, hann hefur falleg- an tón bæði á lága og háa tónsviði hljóðfærisins, hann mótar tónhend- ingar fallega og músíkgáfurnar leyna sér ekki. Samleikur hans og Hrefnu var og í góðu jafnvægi og auðheyrt var að þau eru ekki óvön að „musisera" saman. Það sem að flutningum e.t.v. mætti fínna var að haiin var um of varfærnislegur, að mínu skapi a.m.k. Örlítils óöryggis gætti í Prelude de Concert op. 53 eftir þann fjölhæfa tónlistar- mann og Rómarverðlaunahafa í tónsmíðum G. Pierne, sem þrátt fyrir þá frægu viðurkenningu skil- aði hér ekki áberandi eftirtektar- verðu verki, en geymdi þó þakklát- ar lírtur fagottinu. Annar franskur höfundur fylgdi í kjölfarið, Fr. Devienne (1759) með Sónötu í g- moll, sem alveg eins hefði mátt kallast Sónatína vegna einfaldrar formumgerðar. Fallegur tónn Björns naut sín mjög vel í fallegu Adagioi-sónötunnar, en Rondo- þátturinn fannst mér detta nokkuð máttlaus niður, spurning hvort hann hefði ekki þurft að vera ör- lítið hraðari og spilaður með meiri „húmor“. Sjálfsagt er ekki auðvelt að fylla út heila tónleikadagskrá með einleiksverkum fyrir fagott, því miður eins og hljóðfærið gefur mikla möguleika þegar vel er á haldið. „Drei Stiicke fúr Fagott und Klavíer op. 29“ eftir Helmut Neu- mann. Neumann er mikilhæfur tón- listarmaður og tónlistarfrömuður, en þetta verk hans fyrir píanó og fagott bætti ekki neinum dýrum perlum í safn fagottleikaranna. Hér var um of óákveðið hvaða stílbrögð notuð skyldu og eins og reynt væri á stundum að bjarga sér á gömlum Hrefna U. Eggertsdóttir píanóleikari notuðum brögðum, þetta verður því miður að segjast þrátt fyrir fallegan „díalog" hljóðfæranna í öðrum þætti, sem þau Hrefna og Björn skiluðu af næmum skilningi. Adagioið eftir Lous Spohr hljómaði fagurlega í meðferð hljóðfæraleik- aranna. Eftirminnilegasta verkið á efnisskránni var líklega lokaverkið, Sonatína eftir pólska tónskáldið Björn Th. Árnason fagottleikari. Alexartdre Tansman (1897) þrátt fyrir áberandi áhrif frá frönskum tónskáldum og einnig mátti heyra áhrif frá R. Strauss og fleirum, og þrátt fyrir að sótt hafi verið í þekkt verk eftir Debussy, í hæga þætti verksins, var og er Sonatínan mjög gott verk, viðkvæmt í flutningi en átti fínan hljómgrunn í sálum Hrefnu og Björns. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSOIM framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sölu á fasteignamarkaöinn eru að koma m. a. eigna: Glæsileg íbúð við Gautland 2ja herb. „stúdíóíb." á 1. hæð 52,9 fm nettó. Nýmál. Sérhiti. Sérlóð. Verönd. Ágæt sameign. Laus strax. Parhús í Skerjafirði Fyrir smið eða laghentan steinhús á tveimur hæðum m/5 herb. ib. 106,9 fm nettó auk geymslu 14,4 fm. Þarfn. nokkurra endurbóta. Laust fljótl. Eignaskipti möguleg. • • • Góð 3ja herb. íb. óskast í Árbæjarhverfi. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGHASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 11 51500 Ofanleiti - Rvík Höfum fengið til sölu á þessum vinsæla stað 3ja herb. íbúð ca 90 fm á 3. hæð auk bílskúrs. Vandaðar innr. Allar nánari uppl. á skrifst. Hafnarfjörður Álfaskeið Góð 3ja herb. ca 83 fm íb. á 2. hæð auk bílsk. , Brunnstígur Til sölu huggul., eldra timbur- einbhús ca 150 fm á þremur hæðum. Þarfn. lagf. Arnarhraun Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð ca 100 fm auk bílsk. Hraunbrún Gott raðhús ca 200 fm á tveim- ur hæðum. Lækjarkinn Gott ca 170 fm einbhús á tveim- ur hæðum auk bílsk. (möguleiki á tveimur fb.). Víðivangur Mjög gott ca 220 fm einbhús auk bílsk. Goðatún - Gbæ Gott ca 156 fm timburhús. Ekk- ert áhv. Ræktuð lóð. Sævangur Gott einbhús á mjög fallegum stað rúml. ca 280 fm m/bílskúr. Norðurbraut Efri hæð ca 140 fm auk bílskúrs. Neðri hæð ca 270 fm. Búið að samþykkja 3 íb. á neðri hæð. Hentugt f. byggaðila. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn,- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. j££, Árni Grétar Finnsson hrl., II Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. — HYBREXAXereittfullkomnastatölvustýrðasím- kerfið á markaðnum I dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1 -32 bæjarlínur- Allt að 192 símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX • Islenskur lexti á skjám tækjanna. •Beint innval. •Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þar til númer losnar. • Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. • Hægt er að tengja T elef axtæki við Hy brex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfi er í Hybrex. •Langlínulæsing á hverjum og einum síma. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 ísatttíuMguito Borgarleikhúsið Gatnamálastjóri Reykjavíkur Gijmmívinnustofan íslenska óperan Landsbrét hf. Morgunblaðið, augi. Samband íslenskra sveitarfélaga Securitas Sjóvá-Almennar ofl. otl. ofl. L »Í£g*»i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.