Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Torfi Bjarnason læknir - Minning Það var um morguninn 18. ágúst síðastliðinn, að mér varð tilefnis- laust hugsað til Torfa læknis. Síðar um daginn kom tilkynning um and- lát hans. Þetta hefur líklega verið það sem kallað er hugboð. Það var fyrir löngu að Brynleifur Tobíasson flutti ræðu á Hólahátíð. Hann lét svo ummælt að menn væru fljótir að gleymast eftir jarð- arförina, og nú vissi almenningur í landinu ekki nöfn á Holabiskupum, nema þremur eða íjórum. Það er rétt, menn eru fljótir að gleymast og þó er það dálítið mis- jafnt. Ég held að Skagfirðingar, sem komnir eru nokkuð til aldurs, séu ekki búnir að gleyma Torfa lækni Bjarnasyni. Hann var héraðs- læknir á Sauðárkróki frá 1938 til 1955 og tók við embætti af Jónasi lækni Kristjá'nssyni er hann flutti suður. Torfi var fæddur 26. desember 1899. Hann var sonur Bjarna Jóns- sonar bónda í Ásgarði í Dalasýslu. Bjarni í Ásgarði var vel metinn, stóð fyrir ijölmennu heimili, höfð- ingi heim að sækja og nafnkenndur fyrir bersögli. Torfi Bjarnason mun hafa verið ólíkur föður sínum að sumu leyti. Hann var fremur dulur í skapi, tal- aði oft ekki meira en hann þurfti. Hann var grandvaar til orðs og æðis. Hann var sérstaklega orðvar. Ef einhver óviðkomandi spurði um sjúklinga í sjúkrahúsinu svaraði hann ekki, eða á þann hátt, að ekki var á því að græða. Hann hafði það á vitundinni, að hann var trúnaðarmaður sjúklinga sinna. Það var veturinn 1943 að ég sótti hann út að Starrastöðum. Þá var ekki bílfært lengra fram. Hann var þá sóttur til Olínu Sveinsdóttur ljósmóður í Litluhlíð. Hún lá þá banalegu, langt leidd og allir vissu, að hún var með krabbamein. Ég spurði Torfa lækni, hvort Ólína væri með krabbamein. Það gæti orðið það, svaraði hann. Hann hafði samúð með nánum skyldmennum þeirra er voru veikir. Kona framan úr dölum lá í sjúkra- húsinu. Hún átti nokkur börn og sum ung. Læknirinn hringdi fram eftir og bað fólkið að búa sig undir að heyra lát konunnar, sem var þá skammt undan. Torfi Bjarnason ræddi ekki um guðstrú sína, en hún kom fram í verki. Það brást varla að hann fór í kirkju þegar fólk var borið til graf- ar sem hafði verið undir hans hendi. Eitt sinn ræddum við saman og ég sagði frá með miklum sannfæring- arkrafti að sálir framliðinna væru þijú hundruð ár í hreinsunareldin- um eftir dauðann. Torfi læknir leit upp dálítið á ská og spurði: Hver veit þetta? Ég gat ekki svarað því, en hugsaði með mér að stundum ættu vísindi og trú samleið. Torfi Bjarnason var raunsær í hugsun, sjáifstæður eins og Bjartur í Sumarhúsum. Hann lét ekki kónga ráða yfir sár. Hvorki Mammon eða Bakkus náðu tökum á honum. Iðju- semi hans og árvekni var mikii. Hann kom oft óbeðinn að vitja um sjúklinga í bænum, sem ekki voru í sjúkrahúsinu. Heimili Torfa læknis á Sauðár- króki var skemmtiiegt. Kona hans, frú Sigríður Auðuns, hafði frábæra tónlistargáfu, lék á hljóðfæri og söng. Þau hjón bæði tóku þátt í félagsmálum. Hann átti sæti í bæj- arstjórn um árabil. Þeir sem þekktu Torfa lækni Bjarnason og nutu starfa hans munu sammála um, að hann hafi verið trúr þjónn. Hvað trúir þjónar fá að launum, þegar upp er gert, stendur skrifað. Björn Egilsson Minning: Hjálmfríður Kristín Sigurðardóttir kennari Fædd 30. nóvember 1900 Dáin 3. janúar 1988 Fríða, en svo var hún jafnan köll- uð, fæddist að Görðum í Aðalvík, Sléttuhreppi, Norður-Ísaíjarðar- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður bóndi að Læk í Aðalvík (f. 10. apríl 1862, d. 11. mars 1905) Friðriksson bónda í Hælavík Einars- sonar og kona hans Kristín (f. 11. júlí 1863, d. 8. mars 1942) Arnórs- dóttir húsmóðir á Horni Ebenezers- sonar. Fríða tók próf frá Kennaraskóla íslands 1924. Seinna sótti hún kenn- aranámskeið hjá Hvurdals Verk og í Osló ’34. Hún var heimiliskennari að Mið-Engi í Grímsnesi 1924-25. Frá haustinu 1925 til ársins 1937 hafði hún smábarnaskóla í Reykja- vík. Hún gerðist kennari í Skildinga- nesskóla í Skeijafirði í Reykjavík frá 1937, en sá skóli var fyrirrennari Melaskóla, sem tók ekki til starfa fyrr en haustið 1946. Fríða var ógift og barnlaus alla sína ævi. Hún bjó með systur sinni Ingibjörgu Gunn- vöru, sem hún sá fyrir og móður sína hafði hún í mörg ár einnig, en hún dó hjá henni. Ingibjörg Gunnvör var einnig ógift og barnlaus en vanheil og hafði Fríða hana hjá sér, allt þar til hún andaðist, þrátt fyrir ákafa áskorun margra, að hún léti hana á stofnun, en Ingibjörg var fædd 16. ágúst 1890 og andaðist 29. október 1971 og náði því að vera 81 árs. Önnur systkin Fríðu voru: Ingveld- ur Guðrún, f. 15. mars 1887, d. 1948. Hún fluttist til Kanada og giftist þar. David Smith hét eiginmaður hennar og áttu þau 3 böm. Bjó hún þar til æviloka. Sigurður, f. 28. mars 1892, d. 9. maí 1968, en kona hans var Stefanía Guðnadóttir bónda Kjartanssonar á Hælavík á Horni, og áttu þau 11 börn. Sigurður var fyrst bóndi á Hælavík en fjölskyldan fluttist til Hesteyrar árið 1936, þar sem Sigurður gerðist stöðvarstjóri Pósts og síma næstu tíu árin uns fjölskyldan fluttist til Keflavíkur 1946. Bergmundur, f. 3. nóvember 1895, d. 2. mars 1954, en hann var oddviti Sléttuhrepps, allt þar til byggð lagðist af, en kona hans var Ágústa Stéfánsdóttir, ættuð frá Efri Hlíð í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, og áttu þau 6 böm. Mér er minnisstætt frá því ég byijaði í Melaskóla, haustið 1956, er ég sá fyrst slitna eldri konu með barnahópinn sinn. Engum gat dulist, hve innilegt og náið samband nem- enda og kennarans var. Þar var ást- in heit á báða bóga. Ég man, að ég staldraði við og gaf mér tíma til að horfa á þetta undur og vissi, að þessi hópur minntist ávallt veru sinnar með gleði hjá Fríðu, því þannig er það alltaf, þegar um úrvals kennara er að ræða. Sjálf hafði ég þá þegar notið afbragðs kennslu frá barn- æsku. Fljótlega eftir þetta, þegar ég kynntist Fríðu, kom í ljós hve mikil mannkostamanneskja hún var. Fyrir utan að vera flínkur kennari, var hún alltaf að miðla mér sem öðrum af viskubrunni sínum í sambandi við kennslu, en að agavandamálum lagði hún ávallt gott til.'én var þar langt á undan sinni samtíð, enda slík vand- amál henni víðs fjarri. Ekki þarf að taka það fram, hve slíkt var mikils virði óreyndum kennara. Fríða barst aldrei á og tók ekki mikinn þátt í félagslífi, enda heft af systur sinni, sem heima beið. En hún fylgdist vel með líðandi stundu, mönnum og málefnum, og las og vissi mikið. Þess vegna var það alltaf hressandi og fræðandi að tala við hana, þegar færi gafst, sem voru stopular stundir í frímínútunum eða eftir kennslu og stundum á hlaupum. Enginn kennari í öllum skólanum, en þá voru kennarar um 50 talsins, náði jafnt fallegri og jafnri skrift hjá öllum sínum nemendum og hún. Þess má geta hér, að það er talið ómetan- Iegt hveiju barni að lenda hjá fyrsta kennara, sem því þykir vænt um, og hefur það áhrif ævilangt á viðhorf barnsins til seinni tíma menntunar. Þess vegna má með vissu segja, að Fríða var ómetanleg hveiju því barni, sem henni kynntist, því einlægni og elskusemi var henni í blóð borin ásamt eðlislægri og fyrirhafnarlausri stjórnun. Henni var fjarri skapi að vorkenna sjálfri sér eða telja, að hún hefði erfiðar heimilsástæður. Seinustu árin dvaldi Fríða á DAS í Reykjavík og alltaf var hún glöð og ánægð og yfirveguð og þakklát þeim, sem hana önnuðust. Kristjana Bergmundsdóttir, bróðurdóttir henn- ar, og eiginmaður hennar, Magnús Skarphéðinsson, byggingameistari, sem nú er látinn, langt um aldur fram, ásamt Ásdísi Sigurðardóttur, einnig bróðurdóttir Fríðu og eigin- manni hennar Ragnari Jónssyni voru það fólk, sem voru Fríðu stoð hennar og stytta í gegnum árin, enda mat Fríða þau mikils og endurgalt um- hyggju þeirra sem hún mátti. Þótt Fríða væri aldrei rík að ver- aldlegum gæðum, var hún því ríkari í hjarta, en þann þroska er talið mögulegt að taka með sér til næsta lífs. Því efa ég ekki, að hennar heim- koma hafi verið góð og henni vel fagnað. Að lokum þakka ég Fríðu minni fyrir allt það góðu, sem lét mér í té og minnist hennar með ást og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Elín K. Thorarensen Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Minning: Ingibjörg Ólafsdóttir Laugardaginn 7. júlí sl. barst okkur sú sorgarfrétt að góð vinkona okkar Imma væri látin. Þó við fjölskyldan hefðum ekki löng kynni af Immu langar okkur að minnast hennar með örfáum orðum. Við hittum Immu, Árna Reyni og Hrafnhildi sólargeislann þeirra í sólarferð á Benidorm árið 1988. Þó svo að við hefðum þekkt þau áður kynntumst við þeim enn nánar í þessari ferð. Einn daginn komu þau og sögðu við okkur: „Krakkar nú farið þið út tvö ein í kvöld og við pössum börnin.'1 Okkur fannst þetta alveg einstakt að bjóð- ast til að fórna heilu kvöldi í að passa þijú börn svo að pabbinn og mamman kæmust ein út að borða, en svona er þeim hjónum rétt lýst. Alltaf samhent og samstillt og reiðubúin að gera allt fyrir aðra, eins og það sýnir að þau voru með Nönnu vinkonu Hrafnhildar með sér í þessari ferð og mátti ekki á milli sjá hvor væri dóttir þeirra svo mikla umhyggju báru þau fyrir Nönnu. Yngri börnin okkar voru svo lítil að þau rétt rámar í góða fólkið sem passaði þau, en sá elsti er enn að tala um skemmtilegu hjónin á Benidorm með smitandi hláturinn og alúðina. Við áttum saman yndislega + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu systur minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, ÞÓRUNNAR THEÓDÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR, Dalbraut 27. Sólveig Sigurjónsdóttir, Guðmundur Þór Pálsson, Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Karl Vernharðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér samúð og vináttu vegna fráfalls konu minnar, SIGRÍÐAR SANDHOLT. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna Ljósheimaspitala fyr- ir frábæra hjúkrun og umhyggju öll þau ár sem hún dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. Þormóður Torfason, Hveragerði. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu pkkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNASÍNU ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Hrauni, Aðaldat. Kjartan Sigtryggsson, Hólmgrfmur Kjartansson, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Kristín Kjartansdóttir, Trausti Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGIMARS JÓHANNSSONAR, Eyrarlandi, Fljótsdal. Hjördís Sveinsdóttir, Steinunn H. Ingimarsdóttir, Sveinn Ingimarsson, Heiðrún Sigurðardóttir, Jóhann Þ. Ingimarsson, Sólveig Ólafsdóttir, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Pétur Bryde og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar VALS RAFNS ÚLFARSSONAR verður fyrirtækið lokað föstudaginn 6. sept. 1991. Vélorka hf., umboðs- & vélaverslun, Grandagarði 3,121 Reykj'avtk. kvöldstund hjá okkur eftir heim- kornuna og vonuðumst til að þær yrðu fleiri en því miður varð ekki af því. Élsku Árni Reynir, Hrafnhildur, börn, tengdabörn og barnabörn, við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk við þennan mikla missi ykkar. Þórunn, Silli og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.