Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 NEYTENDAMÁL Fj ölþætt þjónusta Lands- bankans við neytendur Bankar og aðrar fjármálastofnanir bjóða viðskiptavinum sínum nú upp á margvíslega þjónustu sem lítið hefur verið sinnt þar til nú. Ýmsar aðrar þjónustustofnanir hafa án efa byggt upp samsvarandi þjónustuþætti fyrir sína viðskiptamenn sem þörf væri á að kynna fyrir fólki almennt. I Landsbankanum er viðskiptamönnum veitt fjölbreytt þjón- usta og eru sum þjónustusvið þekktari en önnur. Vel þekkt er Náman sem er til stuðnings námsmönnum. Aftur á móti er Varðan, sem vera á eldri borgurum til halds og trausts, minna þekkt meðal almennings. Neytendasíðan kynnti sér málin. Þjónustufulltrúar í aðalbanka Landsbankans. Sitjandi til vinstri: Sigurdís Skúladóttir, Ásta Árnadóttir forstöðumaður aðalbankans og Ragnheiður Gunnarsdóttir ásamt fulltrúum markaðssviðs, Kristínu Rafnar og Ingólfi Guðmundssyni. Markaðssvið Landsbankans sér um þróun nýrra þjónustu- þátta fyrir Landsbankann. Þar var rætt við Kristínu Rafnar hag- fræðing, forstöðumann markaðs- sviðs, og Ingólf Guðmundsson rekstrarhagfræðing á markaðs- sviði, um þá þjónustu og aðra aðstoð sem Landsbankinn veitir viðskiptamönnum sínum um þessar mundir. Ingólfur sagði að nú væri boð- ið upp á margs konar þjónustu sem bankarnir hafi hingað til ekki sinnt og fer langt út fyrir það starfssvið sem þeir hafa hingað til verið að fást við. Ing- ólfur hafði umsjón með uppbygg- ingu Vörðunnar. Hann sagði að samkeppnin væri að færast meira í þann farveg að bjóða upp á víðtæka heildarþjónustu fremur en að auglýsa sérstaka reikninga. Varðan Þau voru spurð hvaða þjón- ustuþættir væru í Vörðunni? „í henni felst heildarþjónusta fyrir viðskiptavininn," sagði Kristín. „Þar er saman komin ýmis þjónusta sem sérstaklega er sniðin að þörfum eldra fólks. Þjónustan felst í því að litið er á fjármálin í heild og reynt að haga hveijum hlut eins og hann best má fara. Það er byijað á því að fara yfir fjárhags- og réttarstöðu einstaklingsins, að peningar á innlánsreikningum séu á hag- kvæmum ávöxtunarformum þannig að þeir ávaxtist betur og kannað hvort viðkomandi eigi rétt á bótum frá Tryggingastofn- un o.s. frv. Einnig er boðið upp á greiðsluþjónustu þar sem séð er um greiðsiur á öllum reikning- um, óski viðskiptamenn eftir því, og er það gert án nokkurs kostn- aðar fyrir viðkomandi. Ef fólk óskar eftir, er gerð fýrir það fjár- hagsáætlun. Kannað er hve mik- ið fer til venjulegra útgjalda, síð- an eru sett markmið og hvernig best sé að stefna að þeim. í heild- arráðgjöfinni er einnig aðstoð varðandi tryggingar. Kristín sagði að margir átti sig ekki á því að þeir væru oft tví- eða jafn- vel þrí-tryggðir. Hún nefndi sem dæmi að ef viðkomandi væri með heimilistryggingu væri hann oft einnig kominn með farangurs- tryggingu. Aukin þjónusta við eldra fólk Ingólfur sagði að þjónusta Vörðunnar hefði í upphafi verið bundin við eldri borgara, en í framtíðinni stæði til að hún yrði öllum opin. Nú væri lögð áhersla á að sinna þörfum eldra fólks betur en áður. Bankinn gerði samning við sjálfseignarstofun- ina Réttarholt um fjármögun á íbúðum fyrir aidraða í Bústaða- sókn. „Við leggjum áherslu á að verð og afhendingartími stand- ist,“ sagði hann. „Við höfum sett sem skilyrðlað óháður eftirlitsað- ili fylgist með framkvæmdum, þannig að fólk fái í raun það sem það er að greiða fyrir. Byggingin hefur gengið mjög vel og verða íbúðirnar afhentar nú í desem- ber.“ Ingólfur sagði að einn þjón- ustuþátturinn væri húsnæðis- skiptamál. þ.e. að fjármagna fyr- ir fólk svo það geti búið í eigin íbúðum á meðan verið er að byggja þjónustuíbúðir. Jafnfrámt er rekin ráðgj’öf þessu tengd, þar sem leiðbeint er um hvað viðkom- andi getur ráðið við fjárhagslega. Annar þjónustuþáttur snýr að Tryggingastofnun ríkisins. Ing- ólfur sagði að vitað væri að mjög margir aldraðir átti sig ekki á þeim réttindum sem þeir eiga til- kall til. En allt sem kemur frá Tryggingastofnun þarf að sækja um sérstaklega. Bankinn hefur gert samstarfssamning við Tryggingastofnun og fær allar upplýsingar þaðan. Þjónustufull- trúar bankans hafa sótt þar nám- skeið og hafa með höndum allar upplýsingar frá stofnuninni, eyðublöð og upplýsingar um hvað þarf að fylgja með í umsóknum eins og t.d. við niðurfeliingu á fasteignagjöldum sem margir virðast ekki vita af. Þegar einstaklingar koma hingað fyrst, er reynt að átta sig á fjárhagsstöðu þeirra með því að útbúa fjárhagsáætlun og fer hún mikið eftir því hvort einstakl- ingurinn er kominn á eftirlaun eða er að undirbúa starfslók. Það er staðið öðru vísi að málum ef viðkomandi er að undirbúa eftir- launaárin. Þá reynum við að gera okkur grein fyrir eigna- og tekju- stöðu hans með hliðsjón af því hvernig hann ætlar að lifa á þeim árum. Hvort hann ætlar minnka við sig íbúðina eða hvað hann vill hafa ^mikið í tekjur á mánuði o.s.frv. Ut frá þeim forsendum er reynt að skipuleggja íjármál hans þannig að hann nái þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Ávöxtun Boðið er upp á heildarráðgjöf um allt sem snýr að fjármagns- markaðnum. í sambandi við áx- ötun á innlögðu fjármagni er við- skiptamönnum bent á hvaða innl- ánsform henti þeim best. Þeir geta fengið upplýsingar um öll samkeppnisfonn hinna sam- keppnisaðilanna og þar með talin verðbréf og skuldabréf og spa- riskírteini ríkissjóðs. Kristín sagði að það kæmi fyrir þegar farið væri að skoða fjármál hjá ellilífeyrisþegum, að þá væru miklar fjárhæðir á almennri spar- isjóðsbók sem betra væri að geyma á kjörbók sem er með verðtryggingarsamanburði. Hún sagði að yfirleitt væri fólk mjög þakklátt þegar því er leiðbeint með betri ávöxtun. Grunnur Ingólfur og Kristín sögðu að „Grunnur" væri áræðanlega ein hagstæðasta ávöxtunarleiðin sem býðst í dag, bæði fyrir þá sem ætla að fara að byggja hús- næði og þá sem vilja byggja upp sinn eigin lífeyrissjóð. Slíkan reikning væri hægt að hafa í gangi í 15 ár. Sá sem leggur inn á reikninginn 62 ára fær innlagt fé laust 67 ára eða eftir 5 ára sparnaðartíma. Ef hann fer út í framkvæmdir eða breytingar á húsnæði eða kaupir íbúð þá er innlagt fé laust eftir 3 ár. Ávöxt- unin er mjög góð, t.d. er raun- ávöxtun 23 prósent eftir fyrstu 3 árin. Þetta er skattafríinda- reikningur og er bundinn við bæði hámarks- og lágmarksinn- lögn sem kemurtil endurgreiðslu. Ingólfur sagði að einn fjórði af því sem viðkomandi leggur inn á reikninginn sé endurgreiddur af skattinum. Kristín sagði að þetta væri endurgreiðsla af greiddum skatti. Segja mætti að þarna væri um réttindi að ræða sem menn missa ef þeir nýta sér þau ekki. Fjárhagsáætlanir fyrir fólk vegna greiðslumats Kristín sagði að ijárhagsáætl- un væri verið að innleiða á fleiri svið, eins og fyrir fólk sem er að fara í greiðslumat vegna hús- bréfalána. Lögð er áhersla á að fólk setjist niður og skipuleggi sín mál, en það hefur oft skort á að það væri gert á markvissan hátt. Ingólfur sagði að síðan verðbólga hafi lækkað og væri orðin stöðugri hefði myndast grundvöllur til að skipuleggja þessi mál betur og gera raunhæf- ari áætlanir. Störf þjónustufulltrúa Kristín sagði að myndast hafi persónuleg tengsl og traust á milli þjónustufulltúa og eldra fólks vegna þess að það getur snúið sér til fulltrúanna beint. Hún benti á, að fram hefði kom- ið að mörgum öldruðum finnst öryggi vera í því að aðeins einn ákveðinn aðili þekki þeirra fjár- mál, ef eitthvað skyldi koma fyr- ir þá. Þjónustufulltrúar eru stað- settir í öllum útibúum með að- stöðu þar sem hægt er að ræða máiin án þess að aðrir hlýði á, einnig er hægt að hringja til þeirra. Allt sem þeim fer á milli er trúnaðarmál. Fólk þarf að hafa einhvern stað þar sem það getur leitað ráða þegar erfið og viðkvæm mál koma upp, eins og t.d. að ganga í ábyrgðir. Ingólfur sagði að upp hafi komið erfið tilvik þegar eldra fólk hafi gengið í ábyrgðir fyrir aðra án þess að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Þegar gjald- þrotum fjölgar er hættan meiri. Hann sagði að mörg sorgleg dæmi væru um afleiðingar slíkrar greiðasemi, eins og eignamissir. J Almennar bankabækur Ekki er hægt að yfirgefa þessi bankamál án þess að fá upplýs- ingar um öryggi á innstæðum almennra bankabóka. í gegnum árin hefur bankabókum verið sto- lið og óviðkomandi fengið fyr- irhafnarlítið innstæðu bókarinnar innleysta í bönkunum. Kristín og Ingólfur voru spurð hvernig hægt sé að fyrirbyggja að slíkt geti átt sér stað? Þau sögðu að fyrir hehdi væru ákveðnir öryggisþættir. Hægt er að láta skrá „merki“ í þessar bækur og er það gert með því að skrá þar leynimerki. Þá er ekki hægt að taka út af bókinni nema leynimerkið sé skráð á út- tektarblaðið og er ekki afgreitt. úr bókinni nema merkið sé rétt skrifað. Undanfarið hefur það aukist mjög að fólk setji leyni- merki á bækur sínar. Hins vegar hefur komið í ljós að gamalt fólk setur almennt ekki þessi öryggis- merki á sínar bankabækur. Aftur á móti er fólki boðið að geyma fyrir það bankabækurnar í bank- anum og er mjög algengt að það sé gert. í því tilfelli fær viðkom- andi skírteini og er aldrei af- greitt úr bókinni nema gegn framvísun skírteinisins. Þau vöktu athygli á að skipulögðum innbrotum hefði fjölgað. í þeim tilfellum er brotist inn hjá fólki snemma morguns og oft nær það ekki að tilkynna glataða bók áður en þjófarnir eru mættir með hana í banka. Geymsla á bankabók í banka á að tryggja fólk gegn slíkum stuldi. M. Þorv. Goldstar símkerfi, þarsem ekkert ergefið eftir. Traust fyrirtœki sem tekur réttar ákvarðanir, og er í góðu sambandi við viðskiptavini sína. Það velur traust, fullkomið og tœknilegt símkerfi frá Goldstar. Gœði, þœgindi og tœkni. GoldStcir Örugg þjónusta. Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir, hafa kosið símkerfi frá Istel. Komdu við í Síðumúlanum, eða sláðu á þráðinn. Og tryggðu góðan árangur. % X Istel SIÐUMULA 37 SIMI 687570

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.