Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 10
- JVlÖRGÍJNBLAÐIÐ :F1MMÍÚÍ)Á&IIR'LsE£TÉMBÉK í^91. 10 Hver greiðir kostnaðinn? Fyrri grein eftir Gylfa Þ. Gíslason i. Þeir, sem mælt hafa með því, að greitt verði gjald fyrir verðmæt- ar veiðiheimildir í fiskveiðilögsögu þjóðarinnar, hafa frá upphafi hald- ið því fram, að fiskveiðiflotinn væri stór. Og ein rök þeirra fyrir slíku veiðigjaldi hafa einmitt verið, að það væri hagkvæmasta leiðin til þess að stuðla að minnkun flot- ans, með því móti ætti minnkun hans sér stað samkvæmt reglum markaðsbúskapar, en ekki mið- stýringar stjórnvalda. Því var lengi vel haldið fram af ýmsum, sem töldu sig forsvarsmenn sjávarút- vegsins, að það væri rangt, að fisk- veiðiflotinn væri orðinn of stór, og mætti nefna mörg dæmi um það. Nú virðast hins vegar allir orðnir sammáia um, að fiskveiði- flotinn sé of stór, meira að segja alltof stór. Skiptar skoðanir geta að sjálfsögðu verið um það leng- ur, að undanfarin ár hefði mátt veiða leyfðan afla með mun minni flota en haldið hefur til veiða. í því, sem hér fer á eftir, skal miðað við, að tveir þriðju hlutar flotans hefðu getað veitt þann afla, sem veiddur hefur verið undanfarin ár, eða m.ö.o. að flotinn hafi verið þriðjungi of stór. Sérfróðir menn munu eflaust telja, að sú tilgáta sé mjög varleg. Mér er hins vegar mjög til efs, að menn geri sér almennt ljóst, hvað það kostar þjóðarbúið árlega, að fiskveiðamar séu stundaðar með flota, sem er þriðjungi of stór. Þjóðhagsstofnun safnar árlega skýrslum um tekjur og gjöld físki- skipaflotans. í fyrra eða á árinu 1990 voru tekjumar um 50 millj- arðar króna. Helztu gjaldliðirnir vora auðvitað laun, vextir og af- skriftir. En um það bil þriðjungur teknanna fór til þess að greiða ýmsan svonefndan breytilegan kostnað, sem breytist með breyttu úthaldi, olíu, veiðarfæri, viðhald, ís, beitu, frystikostnað, löndunar- kostnað o.s.frv. í fyrra voru þessir kostnaðarliðir sem hér segir: Olía 3,9 milljarðar kr. Veiðarfæri 2,7 milljarðarkr. Viðhald 3,9 milljarðar kr. Annar breytil. kostnaður ca. 7,0 milljarðar kr. Samtals 17,5 milljarðarkr. Hér er um háar tölur að ræða. Þær lækka eflaust ekki í sama hlutfalli og minnkun flotans. En þær hljóta að lækka mjög veru- lega. Ef farið er varlega í sakirnar og gert ráð fyrir, að þær lækki um fjórðung við minnkun flotans um þriðjung, hefðu útgjöld til þessa kostnaðar getað orðið 4,4 milljörðum króna lægri en þau urðu. Líta má á vandamálið varðandi hinn of stóra flota frá öðru sjón- armiði. Þjóðhagsstofnun metur árlega þjóðarauð íslendinga sam- kvæmt vissum reglum. Sam- kvæmt því var fískiskipaflotinn í fyrra talinn um 60 milljarða kr. virði. Vátryggingarverð hans var í árslok rúmlega 70 milljarðar kr. A.m.k. þriðjungur þessa flota er ekki nauðsynlegur til þess að veiða þann físk, sem veiddur var og veiða má án þess að stofna fiski- stofnunum í hættu. Frá þjóðhags- legu sjónarmiði er þriðjungur af því Ijármagni, sem bundið er í fiskiskipaflotanum, óþörf ijárfest- ing. Frá sjónarmiði þjóðarheildar- innar er þriðjungur af fiskiskipa- flotanum því einskis virði. Hann er óþarfur til þess að veiða þann afla, sem veiða má. Þar hefur ver- ið um að ræða ranga íjárfestingu Merktu við þennan lista svo þú gleymir engu □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ Leikskólatöskur □ Pennaveski □ Skrifundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbœkur □ Glósubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fönablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Klemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög □ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar □ Reglustikur □ Horn □ Skœri □ Bókaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar. □ Fallblýantar □ Yddarar □ Strokleöur Síðumúla 35 - Sími 36814 Fyrir menntgfólk (rö (imm órg oldri Qerðu góð kaup hjá Griffii Dr. Gylfi Þ. Gíslason „Frá þjóðhagslegu sjón- armiði er þriðjungur af því fjármagni, sem bundið er í fiskiskipa- flotanum, óþörf fjár- festing. Frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar er þriðjungur af fiski- skipaflotanum því einskis virði. Hann er óþarfur til þess að veiða þann afla, sem veiða má.“ frá sjónarmiði þjóðarbúskaparins sem heildar. Fiskiskipin eru hins vegar auðvitað verðmæt frá sjón- armiði eigenda þeirra. En verð- mæti sitt fyrir þá eiga þau ein- mitt því að þakka, að ríkisvaldið hefur takmarkað leyfilega heildar- veiði og veitt þeim sérstaka heim- ild til þess að veiða hluta af heimil- uðu magni. Þessa staðreynd þurfa menn að gera sér vel ljósa. II. Hér er vakin athygli á miklu vandamáli, sem ekki hefur verið nægur gaumur gefinn í þeirri ann- ars miklu og gagnlegu umræðu, sem undanfarið hefur átt sér stað um fiskveiðistefnuna. Af mikilli opinberri umræðu er öllum al- menningi nú eflaust ljóst, að mik- il röng ijárfesting hefur átt sér stað á undanförnum árum í fisk- eldi. Líklega er mönnum nú einnig að verða almennt ljóst, að á undan- förnum áratugum hefur stefnan í málefnum landbúnaðarins verið röng og að á því sviði hefur verið sóað miklum verðmætum. Hitt virðist mönnum ekki vera jafn- ljóst, að mjög rangar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi fjár- festingu í fískiskipum og raunar einnig varðandi tæki til fiskvinnslu í landi, sérstaklega frystihús. Á þessu sviði hefur smám saman verið að hlaðast þungur baggi á þjóðarheildina, sem verður að létta af henni. Það verður að greiða kostnaðinn vegna þeirra röngu ákvarðana, sem hafa verið teknar. Og sá kostnaður er því miður mik- iU._ í umræðum um fiskveiðistefn- una hefur réttilega verið lögð á það þung áherzla, að það sé rétt- lætismál, að þeir útgerðarmenn, sem fá heimild til þess að hagnýta sameiginlega auðlind þjóðarheild- arinnar, fiskistofnana, greiði eig- andanum, samfélaginu, fyrir þéssa verðmætu heimild, en ekki hver öðram, þannig að gífurlegar eign- ir safnist á hendur einstakra út- gerðarmanna, eignir, sem í raun réttri tilheyri þjóðarheildinni. Um hitt hefur verið minna rætt, hvern- ig fara eigi með kostnaðinn af þeirri miklu, röngu' fjárfestingu, sem átt hefur sér stað í fiskiskipa- flotanum. Allir vita, að fiskveiðistefnan hefur í meginatriðum verið mótuð í samráði við hagsmunasamtök útgerðarmanna. Og nú játa allir, einnig málsvarar útgerðarmanna, að flotinn sé of stór og hann þurfi að minnka. Samkvæmt fiskveiði- stefnunni, eins og hún er nú, á það að gerast á þann hátt, að skip fái áfram úthlutað veiðiheim- ildum án þess að greiða fyrir þær. Hins vegar megi eigendur fiski- skipa framselja veiðiheimildir sínar. Slík ftjáls viðskipti muni smám saman leiða til þess, að veiðiheimildirnar safnist á hendur hagkvæmustu skipanna, sem þá muni leggja óhagkvæmum skip- um, sem þau hafi keypt veiðiheim- ildir af, þ.e. úrelda þau. Þannig muni flotinn smám saman minnka, þar til hann hafi náð hagkvæmri stærð. Um þessar hugmyndir er það að segja, að sá, sem þetta ritar, og fjölmargir aðrir telja, að í fyrsta lagi mundi þessi þróun taka mjög langan tíma, óhæfilega langan tíma, og í öðru lagi mundi á þess- um tíma eiga sér stað óviðunandi þjóðfélagslegt ranglæti í formi ranglátrar eignasöfnunar ein- stakra skipaeigenda á kostnað al- mennings. En auðvitað má skoða þann möguleika, að það tækist með þessu móti að ná því nauðsyn- lega marki að minnka fiskiskipa- flotann í hagkvæma stærð. Hvað væri þá í raun og veru að gerast varðandi röngu fjárfest- inguna, sem átt hefur sér stað í fiskiskipunum? Þegar flotinn hefði með þessu móti minnkað niður í hæfílega stærð, t.d. tvo þriðju hluta þess, sem hann er nú, hefðu tveir þriðju hlutar skipanna eignazt veiðiheim- ildir eins þriðja hlutans og hagn- azt svo á því, að það gerði þeim ekki aðeins kleift að greiða skipum eins þriðja hluta flotans fyrir veiði- heimildir hans, heldur að úrelda sjálf skipin. Annars hefði það markmið. ekki náðst, að flotinn hefði minnkað nægilega mikið. En hvað felst þá í þessari niðurstöðu? Eigendur tveggja þriðju hluta flot- ans hafa í raun og veru eignazt einn þriðja hluta hans fyrir hagn- að, sem þeir öðluðust við að fá veiðiheimildir án þess að greiða fyrir þær og vegna hagræðis, sem þeir höfðu af hagnýtingu keyptra veiðiheimilda. En útgerðin sem heild hefur engan kostnað borið af röngu fjárfestingunni. Hver hefur þá borið hann? Ein- hver hlýtur að gera það, eins og raun er á um allan slíkan kostnað. í þessu tilviki yrði það almenning- ur í landinu. Það gerðist með þeim hætti, að árum saman væri of stór- um flota haldið til veiða. Almenn- ingur á ekki að bera alla ábyrgð af rangri ijárfestingu í fiskiskipum og ekki að bera allan kostnað af henni. En hann er látinn gera það með því að svipta hann réttmætum arði af eign sinni á fiskistofnunum, sem eigendum skipa er afhentur afnotaréttur af án endurgjalds. Eigendur fiskiskipa fá arðinn af auðlind þjóðarheildarinnar í stað eigenda hennar. Þeir nota hann sumpart til hagræðingar, en jafn- framt til þess að firra sig ábyrgð á rangri fjárfestingu og eignast miklar eignir. Það mætti láta almenning fá arðinn af auðlindinni með því að hækka gengi krónunnar og valda þannig verðlækkun á erlendum vöram og erlendri þjónustu. Það væri hins vegar óskynsamleg leið, því að hún yrði þungur baggi á öðrum útflutningsgreinum en sjávarútvegi, en þær útflutnings- greinar afla næstum jafnmikils gjaldeyris í þjóðarbúið og sjávarút- vegurinn. Rétta leiðin til þess að skila almenningi arðinum af auð- lind sinni væri að láta þá, sem hagnýta hana, greiða gjald fyrir það, og skiptir engu, hvort menn kalla það veiðigjald, aflagjald eða hlunnindagjald. Hagkvæm og réttlát áhrif yrðu hin sömu. Þess verður að geta í þessu sambandi, að til meginhlutans af þeirri óþörfu stækkunar fiski- skipaflotans, sem átt hefur sér stað, var stofnað áður en núver- andi fiskveiðistefna var tekin upp. Segja má, að það hafi verið gert meðan slíkt var ftjálst. Þess vegna eigi. eigendur skiþánna/ékki að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.