Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 40
40 —*- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 •i'1'1 n:ru’.:ii1 t Eiginkona mín, HELGA SÆMUNDSDÓTTIR, lést 2. september. Karl Þórðarson. t Sonur minn, ÓTTAR HERMANN GUÐLAUGSSON, lést í Borgarspítalanum þann 3. september. Fyrir hönd aðstandenda, María Hermannsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA KRISTBJÖRG BJARNADÓTTIR, Sólvallagötu 38b, Keflavík, lést á heimili sínu 3. september. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR B. TÓMASDÓTTUR, fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 7. september kl. 10.30. Ingibjörg Símonardóttir, Þorbergur Sveinsson, Hilmar Símonarson, Pálína Imsland, Tómas Símonarson, Anna Sigurbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, BJÖRN KARLSSON, Aðalgötu 8, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 7. september kl. 15.30. Helga Daníelsdóttir. t Sonur okkar, stjúpsonur og bróðir, KRISTINN EIRIKSSON, Goðheimum 11, er lést þann 31 ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 6. september kl. 13.30. Stefania Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason, Eiríkur Kristinsson og systkini hinns látna. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, frú ÞÓRDÍS EGGERTSDÓTTIR, Kópavogsbraut 64, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. september kl. 15.00. Björgvin Jónsson, Oddbjörg Ragnarsdóttir, Kristján H. Ragnarsson, Jón Björgvinsson, Jóhanna S. Kristmundsdóttir, Eggert Björgvinsson, Hulda L. Magnúsdóttir, Þorgils Björgvinsson, Elma B. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Minn ástkæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur, SAMÚEL JÓN ÓLAFSSON, andaðist í Uganda þann 2. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Helga Júlíusdóttir, Ólafur Helgi Samúelsson, Elín Ragnhildur Jónsdóttir, Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson, Kolbrún Gyða Samúelsdóttir, Samúel Jón Samúelsson, Samúel Ingi Stefánsson, Guðrún Samúelsdóttir, Þóra Kolbeinsdóttir. Minning: Agústa Jónsdóttir Fædd 19. febrúar 1893 Dáin 27. ágúst 1991 Mér var að berast fregn um lát Ágústu Jónsdóttur vinkonu minnar. Þegar ég frétti lát þessarar góðu háöldruðu konu fann ég til saknað- ar en um leið léttis vegna þess hve bið hennar eftir hvíldinni var orðin löng. Ágústa var fædd að Brunnholti í Reykjavík 19. febrúar 1893. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir og Jón Guðmundsson. Ágústa giftist ung að árum Sigurði Sigurðssyni skipstjóra sem oft var kenndur við togarann Geir, enda var hann skipstjóri á honum allan sinn skipstjóraferil. Hjónaband þeirra Ágústu og Sig- urðar var farsælt og eignuðust þau 6 börn. Þau eru: Sigríður (Stella), maki Helgi J. Sveinsson, Þ. Ingi, maki Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón G., maki Oddný Jónsdóttir, Vilborg (d. 1974), maki Gunnlaugur B. Bjömsson, Sigurður, maki Guð- björg Hákonardóttir, Ásgeir, maki Sveinveig Guðmundsdóttir. Út frá þessu fólki er kominn stór ættbogi. Ágústa helgaði manni sínum og börnum allt sitt ævistarf. Það tíðk- aðist ekki á þeim árum að konur ynnu utan heimilis, enda var það ærið verkefni að ala upp börnin og sjá um heimilið í fjarveru bóndans. Þau Sigurður hófu búskap að Brunnholti og bjuggu þar í nokkur ár. Árið 1934 byggðu þau stórt ein- býlishús að Túngötu 45. Þar bjó Ágústa þeim hlýlegt og fallegt heimili enda fyrirmyndar húsmóðir. Þarna ríkti hamingja, glaðværð og gestrisni. Þar var ævinlega tekið vel á móti manni og þar var gott að vera. Svo syrti allt í einu að því vorið 1943 veiktist Sigurður snögglega og dó síðan eftir skamma legu langt um aldur fram. Þetta var mikið áfall fyrir Ág- ústu og ljölskylduna. Hún lét þó ekki deigan síga og hélt ótrauð áfram og kom börnum sínum til manns. Það hlýtur oft að hafa ver- ið þungur róður. Hún var þó ekki alveg ein því Stella dóttir hennar, sem var elst barna hennar, var henni mikil stoð og stytta alla tíð. Ágústa bjó með börnum sínum á Túngötunni til 1946 eða þar til hún flutti að Hagamel 19. Stelia og Helgi maður hennar byggðu húsið og keypti Ágústa fyrstu hæðina af þeim. I hartnær 28 ár bjuggu þær mæðgur saman í sátt og samlyndi ásamt ljúfmenninu Helga og börn- unum. Þau nutu þess að vera sam- vistum við ömmu sína, þannig varð þetta sambýli öllum til ánægju. Árið 1974 fluttu Stella og Helgi að Gnítanesi 2. Stóð Ágústu til boða að flytja með þeim en hún kaus heldur að vera áfram á Haga- melnum og halda sitt heimili. Þrátt fyrir að þær mæðgur byggju ekki lengur í sama húsi var eftir sem áður mikið og gott samband á milli þeirra. Þá var samband Ágústu við hin börnin einnig ágætt, þau komu mikið til hennar og var hún ávallt tilbúin að styðja þau og liðsinna þeim. Ágústa var alla tíð mjög vinnu- söm. Vann mikið í höndunum; pijónaði, heklaði og saumaði, eins var hún mjög dugleg við allan mat- artilbúning. Það voru margir sem nutu góðs af því. Á tímabili tók hún einnig fólk í Gísli Ragnar Ein- arsson - Minning Fæddur 29. ágúst 1969 Dáinn 16. ágúst 1991 Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag,- Ó hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (3. vers. sb. 1886 - B. Halld.) Við fengum þessa dapurlegu frétt á föstudaginn 16. ágúst. Við vorum sem slegin. Gísli hafði átt í baráttu við hræðileg veikindi í lang- an tíma, en öll vonuðum við í lang- an tíma, en öll vonuðum við að hann mundi sigrast á þeim. Gísli var góður vinur sonar míns og bróður okkar. Kunningsskapur þeirra byrjaði á unglingsárum þeirra í félagsheimilinu Agnar Ögn • er þá hét í Kópavogi, og hélst þessi vinskapur árum saman. Gísli heimsótti okkur oft á heim- ili okkar Engihjalla 11, þar sem við áttum heima þá, og tókum við Ijöl- skyldan strax eftir því, að Gísli var eitt yndislegasta barn sem til var, og stóð hann sig vel í því að láta það álit ekki dvína, því að hann var alltaf síbrosandi, og fékk okkur öll til að brosa á móti. Við fáum ekki, með orðum lýst hvað það var okkur mikil sorg að t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR REYNIR SIGURÐSSON, Húnabraut 18, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduósskirkju laugardaginn 7. septem- ber kl. 13.00. Kristín Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir og föður- bróðir, VALUR RAFN ÚLFARSSON, Asparvík, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Bessastaða- kirkju föstudaginn 6. september 1991 kl. 13.30. Úlfar Ármannsson, Sigurbjörn Rafn Úifarsson, Ármann Rafn Úlfarsson, Bryndis Asgeirsdóttir, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Hrefna Sif Ármannsdóttir. gistingu á vegum Hótels Skjald- breiðar. í gegnum það starf eignað- ist hún marga vini jafnt innlenda sem útlenda. Þessi brosmilda fal- lega kona heillaði alla með sínu töfrandi brosi og léttri lund. Ágústa bjó á Hagamelnum þar til hún vegna heilsubrests varð að fara á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar andaðist hún 27. ágúst sl. Sem ung stúlka kom ég oft með Stellu vinkonu minni á Túngötu 45. Ágústa tók mér afskaplega vel. Á tímabili varð þetta mitt annað heim- ili. Mig langar nú að þakka þessari ljúfu konu fyrir það veganesti sem ég fékk hjá henni út í lífið á þessum árum. Að endingu votta ég börnum hennar og öðrum aðstandendum samúð mína. Ég kveð mína kæru vinkonu með orðum Valdemars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sjana missa svona elskulegan og góðan vin úr lífí okkar, en hann Gísli mun alltaf lifa í minningu okkar og hjarta svo lengi sem við lifum. Og við vitum að endurfundir okk- ar við Gísla verða jafn yndislegir og okkar fyrsti fundur. Megi Guð varðveita og hugga fjölskyldu Gísla í þessari miklu sorg. Guð leiði þig en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænagjörð: Guð leiði þig. (2. vers Gerok-sb. 1945 - M. Joch.) Hrafnhildur, Hafdís og Marta, Engihjalla 25. Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.