Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 VEÐUR Morgunblaðið/Ingvar Hraðamælingar við grunnskólana Lögreglumenn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík eru þessa dagana við hraðamælingar í grennd við grunnskóla borgarinnar en starfsemi þeirra hefst í dag. Þegar ljósmyndari átti leið um Langholts- veg í gær voru Guðbrandur Sigurðsson aðstoðarvarðstjóri og Ómar Þ. Pálmason lögreglumaður að fylgjast með því hvernig ökumenn í grennd við Langholtsskóla virtu hraðatakmarkanir. 10° 10° / DAG kl. 12.00 Minna fiskframboð í ágúst vegna breytinga á kvótaárinu VEÐURHORFUR í DAG, 5. SEPTEMBER YFIRLIT: Suður af landinu er víðáttumikið 1035 mb hóþrýsti- svæði, sem þokast vestnorðvestur. SPÁ Vestan- og suðvestan gola og skýjað vestan og suðvestan lands. Annars staðar hægviðri og víða léttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAGDAGrFremur hæg norð- vestan átt, smá skúrir á annesjum norðan og norðvestan lands, en að mestu skýjað en ýrkomulaust í öðrum landshlutum. Á norð- an og vestanverðu landinu verður hiti 7 stig en upp í 16 stig suð- austanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. 5 imsmunandi áskrifta- kort í Þjóðleikhúsinu Sú nýjung verður tekin upp í sölu áskriftarkorta I Þjóðleikhús- inu i vetur að bjóða leikhúsgestum að velja á milli 5 mismunandi korta. Sex ungir leikarar hafa verið fastráðnir við Þjóðleikhúsið. Einn möguleikinn í kaupum áskriftarkorta er að kaupa miða á allar sýningar á stóra og litla sviði leikhúsins en þær eru 9 samtals. Annar kostur er að kaupa einungis áskrift á sýningar á stóra sviðinu en þá er um 6 sýningar að ræða. Þá er boðið upp á svokallaða ís- lenska þrennu sem felst í þremur íslenskum leikritum Gleðisþili, Eg heiti Isbjörg og Elínu Helgu Guð- ríði. Unga fólkið er heiti á áskrifta- röð þar sem sérstaklega er höfðað til ungs fólks. í því felast 4 sýningar Kæra Jelena, Rómeó og Júlía, Ég heiti ísbjörg og Nú er allt leyfilegt sem er söngleikur. Lokst má kaupa áskriftarkort á sýningar á Litla svið- inu. Þetta eru Kæra Jelena, Ég heiti ísbjörg og Ríta gengur menntaveg- inn. Vert er að geta þess að áskrift- arkortin gilda ekki á barnasýningar. Korthafar borga minn fyrir hveija sýningu en þeir sem kaupa miða á einstakar sýningar. Ef um sýningar á stóra sviðinu er að ræða hafa þeir föst sæti. gámum námu á viku frá um 1.100 tonnum upp í rúm 1.300 tonn, mest síðustu vikuna í ágúst 1.317 tonn samtals. Fyrir gámafisk í Bretlandi fengust á bilinu 120 til 143 krónur að meðaltali fyrir kílóið. Skip sem seldu í Bretlandi í ágúst fengu frá 105 til 138 krónum að meðltali fyr- ir kílóið. í Þýskalandi var meðaltals- verð fyrir kíló sem skip seldu hins vegar frá 76 krónum upp í 117. Lægst var verðið síðustu vikuna í ágústmánuði 76,56 krónur að meðal- tali fyrir kílóið. Heimild: Veðurstola islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 I gær) Aldís á Stokkahlöð- um látin 106 ára FRAMBOÐ á fiski á Faxamarkaði og á fiskmarkaði Suðurnesja var 25-30% minna í ágúst í ár en í ágúst 1990, um 1.100 tonn samanborið við 1.600 tonn. Framboð á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði var hins vegar svipað og í fyrra eða tæp 1.000 tonn, en þar og á Suðurnesjum varð 20-25% aukning á sölumagni fyrstu átta mánuði ársins, þrátt fyrir að nýr markaður hafi tekið til starfa í Þorlákshöfn á árinu. Að mati forsvarsmanna fiskmarkaðanna er meginskýringuna á minna framboði í ágúst sú breyting sem gerð hefur verið á kvótaárinu. Því Iýkur í ágústlok í fyrsta skipti í ár, en hafði áður fylgt almanaksár- inu. Fiskvinnslufyrirtæki á Suðurnesjum hafa þurft að segja upp starfsfólki að undanförnu vegna hráefnisskorts. ALDÍS Einarsdóttir frá Stokka- hlöðum lést síðstliðið laugardags- kvöld á Kristnesspílala. Hún var 106 ára gömul og elst íslendinga er hún lést. Aldís Einarsdóttir fæddist á Gnúpufelli í Saurbæjarhreppi 4. nóv- ember 1884 en fluttist þaðan ásamt foreldrum sínum að Stokkahlöðum þegar hún var sjö ára gömul. Hún bjó á Stokkahlöðum upp frá því allt þar til hún flutti á Kristnesspítala árið 1985. Foreldrar Aldísar voru Einar Sigf- ússon bóndi, en hann var sonur Sigf- úsar Einarssonar Thorlacius, prests í Saurbæ, og Guðríður Brynjólfsdótt- ir, ættuð úr Skagafirði. Aldís var alla tíð ógift og bam- laus en átti þtjú systkini. Hún bjó á Stokkahlöðum ásamt tveimur þeirra, Rósu (1882-1965) og Bjarna (1892- 1964), sem jafnframt vom ógift og barnlaus. Yngsti bróðirinn, Brynjólf- ur, dó í bernsku (1896-1905). Systk- inin. bjuggu hefðbundnuro búskap fram yfír 1960-en auk þess var Aldís mikil blómakona og matjurtaræktar og vann í garðinum sínum allt þar til hún flutti að Kristnesi. Hún pijón- aði einnig afar mikið, bæði á vél og í Jiöndum, .og var. með pijóna fram undir síðasta dag langrar ævi sinnar. legðu áherslu á línuveiði frá nóvem- ber fram til febrúarloka en þá telst línufiskur aðeins að helmingi til kvóta. Framboðið fyrstu átta mán- uði ársins hefði verið meira á fisk- mörkuðunum heldur en á síðasta ári þrátt fyrir litlar aflaheimildir. Þann- ig hefðu verið seld í Hafnarfirði 13.500 tonn það sem af er árinu samanborið við 11 þúsund í fyrra. Ólafur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins á Suðurnesj- um, segir að framboðið það sem af er þessu ári sé um 20% rneira en það var í fyrra, en framboðið í ág- úst sé mun lakara en í fyrra. Magn- ið sem selt var í ágúst hafi verið 1.158 tonn samanborið við 1.546 tonn í fyrra. Ólafur sagði að það væri óþolandi fyrir fískvinnsluna að sjá aldrei hvað morgundagurinn bæri í skauti sínu. Margoft hefði það gerst að afli hefði verið tilkynntur á markaðinn sem ekki hefði verið fyrir hendi þegar að uppboðinu kæmi. Þá hefðu menn fengið óvænt gámaleyfi og flutt út í staðinn fyrir að selja á markaðnum. Á sama hátt gerðist það einnig að afli væri ekki tilkynntur en kæmi allt í einu af því ekki hefði fengist gámaleyfi. Úthlutun Aflamiðlunar á leyfum til sölu erlendis með skipum og í Grétar Friðriksson, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins í Hafnarfirði, sagði að þetta minna framboð á fiski í ágúst ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart í ljósi þeirra breyt- inga sem gerðar hefðu verið á kvóta- árinu. Margir hefðu verið orðnir kvótalausir um miðjan júlí og fleiri hefðu klárað fyrir verslunarmanna- helgi. Á móti kæmi að hann byggist við að hefðbundið stopp um jól og áramót yrði minna en undanfarin ár vegna þess að þá ættu nægar aflaheimildir að vera fyrir hendi. Auk þess mætti búast við að menn TAKN: Heioskírt Léttskýjað Halfskyjað Skyjað k Alskyjað s, Norðan, 4 vindstlg: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * » Snjókoma — -------------------- f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður _ VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hití veður Akureyri 16 léttskýjað Reykjavík 9 súld Bergen 12 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 18 Narssarssuaq 19 Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 18 17 13 alskýjað skýjað skýjað skýjað vantar hálfskýjað láttskýjað rigning Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 26 24 27 27 30 27 27 22 21 22 22 27 26 28 32 26 26 27 24 28 .23 léttskýjað heiðskírt léttskýjað léttskýjað léttskýjað heiðskfrt léttskýjað mistur mistur mistur alskýjað heiðskírt skýjað skýjað léttskýjað skúr léttskýjað vantar vantar vantar hálfskýjað skýjað skýjað léttskýjað Skartgripa- þjófnaður að upplýsast FJÓRIR menn eru í haldi Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna gruns um aðild að inn- broti í skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar þar sem stol- ið var um það bil fjögurra milljón króna verðmætum í síðustu viku. Rannsóknarlög- reglan hefur lagt hald á hluta þýfisins. Tveir mannanna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 11. þessa mánaðar og tveir til 18. þessa mánaðar. Þeir hafa allir komið áður við sögu afbrot- amála. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins beinist rann- sókn málsins meðal annars að því hvort reyna hafi átt að koma þýfinu í verð í viðskiptum með fíkniefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.