Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBEB,.1991 25 Sambandsherinn girðir af austurhluta Króatíu Belgrad, Prag, Bonn. Reuier. Reuter Olíumengun í Saudi-Arabíu Verkamenn frá Bangladesh moka upp svartolíuleðju við strendur Saudi-Arabíu. Grænfriðungar hafa sagt að olía sem helltist niður meðan á Persaflóastríðinu stóð hafi eyðilagt stóran hluta standlengju landsins og að hún bíði þess ekki bætur. Norðurstjarna-91: Varnarliðið í Keflavík tekur þátt í haustæfingu NATO ÁRLEG flotaæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO), Norðurstjarna- 91, fer fram í Norðurhöfum og við strendur Norður-Noregs 10.-19. september. Flugvélar frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli munu taka þátt í æfingunum. SAMBANDSHER Júgóslavíu og serbneskir skæruliðar girtu í gær af austurhluta Króatíu, þar sem bardagar hafa verið hvað skæðastir. Þeir lokuðu liraðbraut sem var siðasta opna Ieiðin inn í héraðið Slavóníu. Að minnsta kosti 14 manns féllu í bardögum í austurhluta Króatíu seint á þriðjudag. Þetta eru mannskæð- ustu átök sem orðið hafa eftir að vopnahléið sem Evrópubanda- glagið (EB) stóð að tók gildi. Bardagar héldu áfram í gær. Útvarpið í Belgrad sagði í gær að Króatar hefðu goldið mikið af- hroð í gær í bardögum nærri þorp- inu Okucani, en útvarpið í Zagreb sagði að tveir menn hefðu fallið. Tíu lík voru færð til spítalans í Osijek aðfaranótt miðvikudags, að sögn starfsmanna þar. Þá er vitað til þess að fjórir menn, þ. á m. 13 ára gömul stúlka, féllu fyrr á þriðju- dag í bardögum þar sem sprengjum var m.a. varpað sleitulaust á mið- bæinn úr sprengjuvörpum. Króatí- skir þjóðvarðliðar og sambandsher- menn ásökuðu hvorir aðra um *áð hafa átt upptökin að bardögunum í bænum, sem er miðsvæðis á átaka- svæðunum. Haldinn var fundur Ráðstefnunn- ar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) í gær og var þar samþykkt að setja bann á innflutning vopna til allra stríðandi aðila í Júgóslavíu. Háttsettir embættismenn frá öllum 35 aðildarríkjum RÖSE sátu fund- inn og lögðu mikla áherslu á setja strangt eftirlit með því að vopnalé- ið sem EB átti frumkvæði að yrði haldið. Hans-Dietrich Genshcer, utan- ríkisráðherra Þýskalands, hótaði í gær að Þýskaland myndi viður- kenna sjálfstæði Slóveníu og Kró- atíu ef sambandsherinn héldi upp- teknum hætti og reyndi að kæfa sjálfstæðisviðleitni lýðveldanna með vopnavaldi. „Stund viðurkenningar- innar dregur nær með hveiju skoti sem fallbyssur ykkar og skriðdrekar skjóta. Við munum ekki geta staðið aðgerðalausir hjá öllu lengur,“ sagði Genscher og beindi máli sínu greinilega til Júgóslavíuhers. Um 55 skip úf flotum Kanada, Þýskalands, Hollands, Noregs, Bretlands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunum en um borð í skipunum verða um 17.000 sjóliðar. Um 200 flugvélar taka þátt í æfing- unum og eru þá meðtaldar flugvél- ar sem eiga bækistöð á herskipun- um. Tilgangur æfinganna er að meta gildi stjórnkerfis og áætlana NATO í hugsanlegum kafbáta- og sjóhernaði á Norðurhöfum. Undir- búningur æfinganna hefur staðið yfir í tvö ár. í fréttatilkynningu frá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli segir að liðið muni notfæra sér ferðir her- skipa til æfingasvæðisins til sér- stakra varnarliðsæfinga í íslenskri lofthelgi 4.-9. september. Þær fari einungis fram að degi til á fyrirfram ákveðnu æfingasvæði í fullu sam- ráði við íslensk flugmálayfirvöld. Breskt sprengjuvarn- arkerfi fyrir flugvélar Lundúnum. Reuter. FYRIRTÆKI í Bretlandi sem sérhæfir sig í öryggis- og varnarbún- aði, Royal Ordnance Plc., hefur hannað sprengjuvarnarkerfi sem mun gera flugvélar 21. aldarinnar öruggar fyrir sprengjum hryðjuverkamanna, að sögn talsmanns þess. Talsmaður fyrirtækisins tjáði Reuíers-fréttastofunni að það hefði sótt um einkaleyfi á léttefna- blöndu sem líkt og svampur bein- línis gleypir í sig þær höggbylgjur sem myndast í sprengingu. Sagði talsmaðurinn að nota mætti efnið til að fóðra farangurs- og flutn- ingsrými flugvéla. „Niðurstöður þeirra rannsókna sem við höfum gert lofa afar góðu,“ sagði talsmaður fyrirtæk- isins, sem er dótturfyrirtæki Brit- ish Aerospace Plc., sem smíðar flugvélar. Hann sagði að Royal Ordnance væri að sækja um styrk frá flugmálayfirvöldum í Bret- landi til að geta þróað öryggi- skerfið, sem m.a. felur í sér sér- staka „sprengjuklæðningu". Hún á að leiða höggbylgjur frá sprengjum út um flugvélarbolinn. Hafist var handa við að hanna öryggiskerfið eftir að sprengja sprakk um borð í Boeing 747 þotu flugfélagsins Pan Am í des- ember 1988. 277 manns fórust með vélinni. Lítil sprengja, sem komið hafði verið fyrir í hand- tösku í farangursrými, olli spreng- ingunni. Höggbylgjur frá spreng- ingunni rifu vélina í sundur og urðu þess valdandi að brakið dreifðist um stórt svæði. Royal Ordnance tók þátt í að kanna slysið og byggir hönnun sína að miklu leyti á niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Fyrirtækið sagði að eftir tvö ár yrði það fært um að sýna hversu vel kerf- ið virkar. „Það er hægt að koma því fyrir í flugvélum sem nú eru í umferð, en auðveldara er að nota það í næstu „kynslóð" flug- véla,“ sagði talsmaðurinn. Nauðgnnarmál Kennedys: Vitnisburð- ur verður opinber West Palm Beach, Flórída. Reuter. MARY Lupo, dómari á Palm Beach í Flórída, úrskurðaði á þriðjudag að ekki væri hægt að meina fjölmiðlum aðgang að vitnisburði, sem saksóknari legði fram i nauðgunarmáli Williams Kennedys Smiths. Þykir þetta vera áfall fyrir verjendur Smiths. Lupo gaf veijendum Smiths 40 klukkustunda frest til þess að kæra úrskurð sinn. Samkvæmt honum verða vitnaskýrslur birtar almenn- ingi. Lupo sagði hins vegar að sá vitnisburður, sem saksóknari hygð- ist hér eftir leggja fram í málinu, yrði sýndur sér áður en hann birt- ist opinberlega. Smith, sem er þrítugur frændi Edwards Kennedys, öldungadeild- arþingmanns frá Massachusetts, hefur verið sakaður um að nauðga konu á setri Kennedy-fjölskyldunn- ar í Flórída 30. mars. Smith kveðst saklaus. Réttarhöldin hefjast 13. janúar og munu Bandaríkjamenn geta fylgst með þeim í beinni sjón- varpsútsendingu. Fyrir tveimur mánuðum gáfu sig þijár aðrar konur fram og sögðu að Smith hefði reynt að nauðga sér. Saksóknari gerði vitnisburð þeirra opinberan áður en veijendur Smiths gátu komið í veg fyrir það og var gagnrýndur fyrir. Veijend- urnir báru því við að vitnisburður- inn, sem var slegið upp í fjölmiðl- um, hefði eyðilagt vörn þeirra og torvelda að takast mætti að finna hlutlausa kviðdómendur. Dómarinn hefur enn ekki ákveð- ið hvort konunum þremur verði leyft að bera vitni í réttarhöldunum. BÖRN (yngst 4ra ára) — UNGÍINGAR Samkvæmisdansar - Discodansar FULLORÐNIR (einstaklingar og pör) Samkvæmisdansar - nýir og gamlir ROCK'N'ROLL Sértímar í rokki og tjútti NYJUSTU DISCODANSARNIR Suc Machine, Carabian Electric Boogie o.fl. plús Hip Hop EINKATIMAR (einstaklingar, pör, smáhópar) KENNSLUSTAÐIR: KEYKJAVIK, Brautarholt 4, Drafnarfell 4, Ársel (Árbæ), Fjörgyn (Foldaskóla). MFmfmm,msrmm nmmsu Innritun daglega frá kl. 10-12 og 13-19 í síma 74444 og 20345. Kennsla hefst laugard. 14. sept. Skírteini afhent fimmtudaginn 12. sept. kl. 17-21. KEFLAVÍK, GKIMVÍK, GAKÐUK, SAKOGEKÐI, KJAKGVÍK Innritun hefst mánudaginn 9. september frá kl. 20-21 í síma 68680. 6estalieiiiMi í vetur verður tiinii frátueri enski danskennari Keith Kelly. VESIMAKKAEYJAK Innritun á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.