Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 V algarður Gunnarsson _______Myndlist____________ EiríkurÞorláksson Nú stendur yfir í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti sýning á verkum Valgarðs Gunnarssonar. Valgarður stundaði nám við grafík- deild Myndlista- og handíðaskólans 1975-79, en var síðan við fram- haldsnám í New York næstu tvö ár þar á eftir, og má segja að sá tími hafi mótað viðhorf hans til list- arinnar og þær vinnuaðferðir, sem hann hefur einkum tileirikað sér. Síðustu tíu ár hefur hann síðan haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis, og hefur hægt og sígandi skapað sér nafn sem einn hinna efnilegri meðal yngri listamanna. Verk Valgarðs eru sérstök og auðþekkt á samsýningum, því hann hefur tileinkað sér mjög persónu- legan stíl, einkum í málverkunum. Það er sem einkennir þau er fyrst og fremst úrvinnslan í fletinum. Listamaðurinn byggir litinn upp, oft í mörgum lögum, þannig að undir yfirborðinu lýsa í gegn öll stig þróunarinnar sem málverkið hefur gengið í gegnum. í olíumál- verkunum er yfirborðið oftar en ekki hijúft og margþætt, þannig að snertigildið er einnig mikilvægur þáttur í því sem fyrir augu ber. Myndefnið sjálft er nánast auka- atriði, en á þó dijúgan þátt í þeirri ró og hvíld, sem geislar frá myndun- um; oftast er um að ræða eina eða tvær mannverur, sem eru þó nán- ast óvirkar í rýminu, þannig að þær gefa listamanninum tækifæri til að vinna úr litaflötum á þann hátt sem honum finnst best henta hveiju sinni. Á sýningunni í Nýhöfn þróar Valgarður þessar vinnuaðferðir sín- ar enn frekar í olíumálverkunum. Þetta' eru seiðandi myndir, þar sem listamaðurinn viðurkennir óhikað að fyrir honum sé það fyrst og fremst efniskenndin sem skipti máli; hann sé að skapa list fyrir augað, en ekki fyrir einhvern þjóð- félagslegan boðskap. Þó er greini- legt, að Valgarður metur hið hæga -HÍIÍISSAMXIXGUR- ÖRTÖLVUTÆKMI = Tölvukaup hf. Skelfunnl 17 síml 687220 fax 687260 INNSIGLAÐU KAUPIN OG PANTAÐU FYRIR 6. SEPTEMBER! Agnes Vilhelmsdóttir hjá Innkauþastofnun ríkisins, sími 26844, veitir allar nánari uþplýsingar og það er einnig gert í verslun okkar, sími 687220. Öll verð eru með VSK og miðuð við staðgreiðslu og gengi. TuLp Vision I Ein með öllu 100 MB harður diskur, 4 MB vinnsluminni, 20 MHz 386sx örgjörvi og 17" flatur litaskjár með 1024 x 768 punkta uþþlausn er meðal þess sem Tuliþ Vision I hefur frá "fæðingu". Auk þess DOS, Windows 3.0, 3,5 " diskiingadrif þrentartengi, raðtengi o.m.fl. Verð 239.290 NoteBook 386sx Tuliþ dc-386sx er búin 20 MHz örgjörva, með sökkli fyrir reikniörgjörva, 2 /VIB vinnsluminni sem stækka má í 18 /VIB á móðurborði, 2 rað- og I prentaratengi, Super VGA skjástýringu á móðurborði, DOS, Windows 3.0 og mús. Margar diskastærðir. Með 14" VGA litaskjá og 52 MB hörðum diski kostar hún: kr. 135.325 Loksins "alvöru" tölva í skjalatöskuna. Tulip nb 386sx vegur aðeins 3,1 kg með rafhlöðum, 2 /VIB vinnsluminni, 40 (eða 60) MB hörðum diski, VGA skjá með baklýsingu (32 grástig), 3,5" disklingadrifi, hnappaborði og tengjum fýrir litaskjá, prentara, mótald o.fl. Verð 183.333 PACKARD Deskjet 500 BLEKPRENTARINN MEÐ GEISLAGÆÐIN. Fyrirferðalítill og einstaklega hljóðlátur blekprentari. Prenthraðinn er 120 stafir á sekúndu í gæðaletri, 300 pát. Deskjet 500 er grafískur og með honum fylgir sérstakur rekill fyrir Windows 3.0 með 8 stækkanlegum leturgerðum (Univers og CG Times). Verð 47.500,- dc-386sx Valgarður Gunnarsson: Hreyfanlegur stóll. Olía á striga. og hljóðláta meira en hið háværa og átakamikla, og þannig er óbeint um ákveðin skilaboð að ræða til áhorfenda. Þetta kemur ekki aðeins fram í myndflötunum sjálfum, held- ur einnig í þeim titlum, sem þeir hafa hlotið, og benda ótvírætt til þessarar afstöðu (t.d. Þögn, Hvíld, Hugsun, Dökkt tungl og Einföld Þögn). Þessi tilfinning kemst einkum vel til skila í þeim málverkum, þar sem litfletirnir eru hvað dýpstir og skarpastir. Myndin „Hvíld (nr. 4) er afar grípandi, þar sem sterkur rauður liturinn dregur áhorfandann inn í flötinn, þar sem fleiri litir taka síðan við, bæði í yfirborðinu og undirlaginu. Svipaða sögu má segja um „Hreyfanlegur Stóll (nr. 11), þar sem okkurgult gegnir þessu aðdráttarhlutverki. í nokkrum öðr- um málverkum eru litfletirnir ekki eins afgerandi, en þá er áferðin jafnvel enn ríkulegri. Meirihluti verka Valgarðs á þess- ari sýningu eru þó ekki olíumál- verk, heldur smærri myndir, sem eru málaðar með gvasslitum á pappír, sem einnig er saumaður á japanskan pappír. Þetta eru sér- kennilegar og um margt skemmti- legar myndir. Saumarnir koma í stað eiginlegrar teikningar, og mynda ekki aðeins útlínur fyrir fíg- úrur í myndunum, heldur einnig fijálsleg mynstur í litaflötum, sem færir myndunum aukna dýpt. Myndefnin eru hins vegar það sem tengir þessi verk við annað sem Valgarður gerir, þar sem litaval og áferðargildi er hér nokkuð frá- brugðið því sem einkennir olíuverkin. Á þessari sýningu er ljóst, að Valgarður er sér mjög vel meðvitað- ur um hvað fellur best að hans list- hugsun, og hvar styrkur hans ligg- ur í myndlistinni. Vinnubrögðin eru ■ í hugum margra listamanna aðeins tæki í gerð myndverka, þar sem hið endanlega verk er takmarkið; Valgarður lítur greinilega svo á, að góð mynd geti aðeins verið af- rakstur góðra og agaðra vinnu- bragða, og því sé þau hið eiginlega markmið listamannsins í hans starfi. Þetta viðhorf skilar sér vel til áhorfenda hér. Sýningu Valgarðs Gunnarssonar í listasalnum Nýhöfn lýkur sunnu- daginn 11. september. Morgunblaðið/Rúnar B. Önnur júgóslavneska þotan sem flýgur fyrir Atlantsflug á meðan að þeirra flugvél er í mótorskiptum. Hreyfilbilun í flug- vél Atlantsflugs ÞEGAR Boeing 727-200 TF-AIA þota Atlantsflugs var að koma úr flugi frá Hamborg og Kaup- mannahöfn laugardaginn 31. ágúst kom fram bilun í einum af þrem hreyflum þotunnar. Stöðva varð bilaða hreyfilinn og fljúga á tveimur hreyflum það sem eftir var leiðarinnar til Keflavíkurflugvallar. Lending tókst vel. Þotunni var síðan flogið til Dyfl- inar. á írlandi á mánudag 2. sept- ember í mótorskipti. Á meðan að Atlantsflugsþotan er í viðgerð þarf Atlantsflug að leigja tvær Boeing 727-200 þotur frá júgóslavneska flugfélaginu J.A.T. Yugoslav Air- lines með júgóslavneskum áhöfn- um. Þoturnar lentu báðar á Kefla- víkurflugvelli sunnudagskvöldið 1. september og eftir stutt stopp var þotunum flogið til Kölnar og Munc- hen fyrir Atlantsflug. --------*-*-*-------- ■ BÍSN hefur sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: „Bandalag íslenskra sérskólanema mótmælir harðlega hugmyndum um skóla- gjöld og varar við þeim alvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa á þá grundvallarstefnu nær allra ríkisstjórna, sem hingað til hafa stýrt íslenska skólakerfinu, jafnrétti til náms óháð efnahag. Stjórn Band- alags íslenskra sérskólanema lýsir undrun sinni og vanþóknun á þeirri aðför sem gerð hefur verið að náms- mönnum undanfarna mánuði með stórfelldri skerðingu á framfærslu lánþega hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Það að í kjölfarið á slíku áfalli fyrir framfærslu þús- unda námsmanna og Ijölskyldna þeirra, komi síðan hugmyndir um há skólagjöld, sýnir hvílíkt skiln- ingsleysi á aðstæðum námsmanna og aðstandenda þeirra er ráðandi hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórn BÍSN trúir ekki að ríkisstjórnin láti þetta rothögg ríða á grundvallar- hugsjón íslenskrar skólastefnu und- anfarna áratugi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.