Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 24
24 'IÓR&UNBLAÐÍÐ KIM.MTUDAGUR 5. SEFrEMBER 1991 John Major heimsækir Hong Kong: Mikilvægast að tryggja varanleg- an stöðugleika Hong Kong, Peking. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Hong Kong í gær eftir að hafa dvalist í Kína í þrjá daga og átt árangursríkar viðræður við ráðamenn þar. Hann sagði að heimsókn sín til Kína hefði komið samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, sem væri nauðsyn- legt til að tryggja stöðugleika í Hong Kong, en Kínveijar munu taka við völdum á bresku nýlendunni árið 1997. Major sagði í kveðjuræðu sinni, áður en hann fór frá Kína, að hann og Li Peng, forsætisráðherra landsins, hefðu komið á afar traustu og góðu sambandi á milli ríkjanna. Hápunktur heimsóknar- innar var þegar Major skrifaði undir samkomulag um lagningu flugvallar í Hong Kong að and- virði um 800 milljarða ISK. Ráða- menn í Hong Kong hafa sagt að slíkur flugvöllur sé nauðsynlegur til að tryggja framtíð nýlendunnar sem miðstöðvar íjálmála og kaup- sýslu. Eftir komu sína til Hong Kong sagði Major við fréttamenn að það væri hagsmunamál fyrir nýlenduna að koma á tryggu og stöðugu ástandi sem muni haldast eftir að Bretar láta af yfirráðum sínum þar. Major lagði áherslu á mannrétt- indamál í Kínaheimsókn sinni og hann lagði m.a. fram lista yfír menn sem eru í vörslu yfirvalda sem Bretar hafa áhyggjur af og gagnrýndi höft á trúfrelsi í Tíbet. Að sögn breskra embættis- manna tjáði Peng breska forsætis- ráðherranum að einn fjögurra Kín- verja frá Hong Kong, sem verið hafa í haldi frá því í október 1989, yrði látinn laus til að komast und- ir læknishendur. Þeir sögðu að nafn hans væri Luo Haixing og að hann væri að afplána fimm ára fangelsisdóm í borginni Kanton fyrir að hjálpa námsmönnum sem tóku þátt í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar í júní 1989 að flýja land. Fréttastofan Nýja Kína fagnaði í gær árangri heimsóknar Majors og sagði að hún hefði endurvakið gagnkvæmt traust á milli ríkj- anna. Kínverskir lögreglumenn stjök- uðu við og æptu að þremur banda- rískum þingmönnum á Torgi hins himneska friðar í Peking í gær, ■ TJRANÁ - Fyrrum pólitísk- ir fangar í Albaníu hafa stofnað samtök, sem beijast fyrir því að þeim verði greiddar skaðabætur vegna fangavistar þeirra. Þeir krefjast einnig sakaruppgjafar allra pólitískra fanga í landinu og þess að allir glæpir, sem framdir voru á valdatíma stalínista, verði gerðir opinberir. þar sem þingmennimir héldu á lofti fána og hvítum rósum í minn- ingu þeirra sem létu lífið í mót- mælunum 1989. Að sögn vitna voru þingmennirnir við fótstall styttu á miðju torginu og veifuðu svörtum fánum sem á stóð á kín- versku og ensku: „í minningu þeirra sem létu lífið í nafni lýðræð- is í Kína.“ Reuter Vopnaður lögreglumaður skipar bandaríska þingmanninum Nancy Pelosia að yfirgefa Torg hins himn- eska friðar í gær, en hún og tveir aðrir þingmenn veifuðu fánum til hyllingar lýðræði. Fulltrúaþing Sovétríkjanna: Lýðveldin almennt fylgj- andi efnahagsbandalagi Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. ÁÆTLUN hagfræðingsins Staníslavs Sjatalíns um að Sovétlýðveldin stofni með sér efnahagsbandalag virðist njóta fylgis allra lýðveld- anna. Að sögn sovéska sjónvarpsins á þriðjudag höfðu sérfræðingar frá 13 af 15 fyrrverandi og núverandi Sovétlýðveldum þegar sam- þykkt efnahagsáætlunina og skrifað undir hana, og búist var við að hin tvö myndu skrifa undir í gær. Sovétlýðveldin 15 eru hvert öðru háð efnahagslega og þau eru í raun tilneydd til að hafa samvinnu í efna- hagsmálum, þótt meirihluti þeirra hafi lýst yfir sjálfstæði frá ríkja- sambandinu í núverandi mynd. Jafnvel Litháen, sem hefur barist hvað harðast og lengst fyrir sjálf- stæði, heldur áfram að skipta við Sovétríkin, rétt eins og það hefði aldrei lýst yfir sjálfstæði. Vegna miðstýringarinnar sem ríkt hefur í sovéskum efnahagsmálum hafa lýð- veldin flest sérhæft sig í í tiltölulega einhæfri framleiðslu, og þau eru því áfram háð hinum lýðveldunum, þar sem þau hafa sótt svo margt til þeirra. Þess vegna virðast flest lýðveldin vera fylgjandi nýju efna- hagsáætlunninni Sjatalín, sem samdi ásamt öðrum 500 daga efnahagsáætlunina sem koma átti á markaðsbúskap í Sov- étríkjunum, lýsti nýju áætluninni i fréttatíma TSJV-sjónvarpsstöðvar- innar á þriðjudagkvöld. Þá höfðu leiðtogar Rússlands gefið í skyn að bandalag eins og þar er gert ráð fyrir gæti hjálpað tii við að afstýra efnahagshruni í landinu. „Ég hef talað við sendiherra Ungverjalands, Tékkóslóvakíu, Póllands og Búlg- aríu. Þeir munu kynna leiðtogum landa sinna málið og við væntum svara frá þeim innan viku,“ sagði Sjatalín. Sjónvarpsstöðin rakti síðan áætl- unina í stórum dráttum, og hún virðist í grundvallaratriðum gera ráð fyrir svipuðu fyrirkomulagi og er innan Evrópubandalagsins. Gert er ráð fyrir að skatta- og tollamál verði sameiginleg, sam- starf verði haft í gjaldeyrismálum, launafólki og íbúum almennt verði frjálst að flytja búferlum innan bandalagsins, og að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir myndun auðhringa. Leiðtogar Rússland hafa lagt til að greiðslujöfnunarkerfi verði kom- ið á fót, en óljóst er hvernig slíkt myndi virka. Það er heldur ekki ljóst hve mikils stuðnings áætlun Sjat- alíns nýtur. Ef efnahagsnefnd lýð- veldanna, sem að öllum líkindum verður stofnuð á næstunni, mun fylgja áætluninni, mun hún senni- lega taka við af því miðstýrða efna- hagskerfi sem nú er við lýði í land- inu. Áætlunin gerir ráð fyrir að stofn- aður verði sameiginlegur gull- og demantasjóður. en ekki var útskýrt hvaða hlutverki hann ætti að gegna. Hún gerir einnig ráð fyrir að það verði undir lýðveldunum og löndun- um sjálfum komið hvort þau kjósi fulla eða lausa aðild að bandalag- inu. Samkvæmt áætluninni mun hveijum aðila leyfilegt að hafa sína eigin mynt, en gert er ráð fyrir að hernaðar- samgöngu- og orkumál- um verði miðstýrt. Fjárlagafrumvarp þýsku stjórnarinnar kynnt: Ógjörningiir að áætla sameiningarkostnað UTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Opið laugardag frá kl. 10-14 Óðinsgötu 2, sími 13577. Bonn. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði á þriðjudag að þýsk stjórnvöld hefðu til þessa haft góð tök á stjórn efnahags- mála eftir sameiningu landsins. Hann viðurkenndi þó að á næstu árum kynni að koma í Ijós ýmis kostnaður vegna sameiningar- innar og ógjörningur væri að meta nú hversu mikill hann gæti orðið. „Við erum greinilega á góðri leið með að standa fullkomlega undir þeim fjárhagslegu byrðum sem við tókum á okkur við sameininguna,“ sagði Waigel á þýska þinginu er hann kynnti frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár. „En ég árétta enn að það er ómögulegt að áætla allan þann kostnað sem við erfðum af sósíalískum efnahag austurhluta Þýskalands," bætti hann við. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um þijá af hundraði og að fjárlagahall- inn verði 50 milljarðar marka (1.750 milljarðar ÍSK). Hallinn í ár er áætlaður um 65 milljarðar marka (2.275 milljarðar ÍSK). Þýska stjómin hækkaði skatta 1. júlí eftir að stjómarflokkamir höfðu sagt fyrir þingkosningarnar í fyrra að ekki þyrfti að grípa til slíkra aðgerða vegna sameiningar- innar. Waigel sagði að stjómin hefði tekið tillit til alls þess kostnaðar, sem væri fyrirsjáanlegur, við undir- búning fjárlagafrumvarpsins og fjárhagsáætlana til ársins 1995. Hins vegar væri ógjörningur að áætla ýmsan kostnað sem kynni að koma í ljós, til að mynda vegna uppbyggingar á lestakerfinu og hreinsunaraðgerða vegna mengun- ar í austurhluta Þýskalands. ♦ ♦ ♦ Þýskaland: Strauss sagð- ur hafa starf- að fyrir Stasi Bonn. Aftenposten. ÞÝSKI þingmaðurinn Andreas von Biilow hefur sagt í viðtali við þýska blaðið Bild am Sonntag að Franz Josef Strauss, fyrrum leiðtogi Kristilega sósíalsam- bandsins, CSU, hafi verið upp- ljóstrari fyrir Stasi, austur-þýsku öryggislögregluna alræmdu. Von Búlow er í þingnefnd sem rannsakar fjármálahneyksli í Aust- ur-Þýskalandi og segist hafa fundið sannanir fyrir því að Strauss hafí gegnt mikilvægu hlutverki í njósn- um Stasi á Vesturlöndum. Strauss andaðist 1988, eftir að hafa verið leiðtogi CSU, systur- flokks kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls kansl- ara. Von Búlow, sem er jafnaðarmað- ur, segir að Strauss hafi veitt yfir- manni Stasi, Erich Mielke, upplýs- ingar milliliðaiaust. Forystumenn CDU og stjórnarflokksins Fijálsra demókrata segja tilhæfulaust að Strauss hafi verið uppljóstrari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.