Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 7

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 7
nefndar hlutfallslega nærri því eins oft og 23 titlar eftir Enid Blyton í könnuninni 1968. Freistandi er að tengja þessar vinsældir einstakra bóka aukinni og markvissari markaðssetningu. Kannanirnar fjórar voru allar lagðar fyr- ir á fyrri hluta árs (mars/apríl) og er sennilegt að síðustu bækurnar sem börn hafa lesið séu bækur sem þau hafa fengið í jólagjöf. Sérstaldega á þetta við um þau sem lesa lít- ið og gildir það í vaxandi mæli í síðari könnunum, því meðaltal lesinna bóka hefur lækkað frá 1979. Tafla 5. Höfundar sem oftast eru nefndir og hlutfall þeirra af öllurn nefndum bókum viðkomandi árs Könnun Heiti Fjöldi Hlutfall af höfúndar titla nefndum bókum 1968 Enid Blyton 23 8,5% 1979 Enid Blyton 22 4,7% 1985 Andrés Indriðason 3 5,4% 1991 Þorgrímur Þráinsson 2 7,4% Það er ekki aðeins að bókaval barna er mismunandi eft- ir kyni heldur er það líka aldursbundið og í Töflu 6 kemur það skýrt fram. Skáldrit ætluð fullorðnum, fræðibækur og ævisögur, nema í könnuninni 1968, eru eins og vænta má vinsælastar hjá 14-15 ára ungmennum. Leynilögreglusög- ur, fjölskyldusögur, síðari tíma ævintýri, gamansögur, myndabækur, telpnasögur, drengjasögur og lífsreynslusög- ur, nema í könnuninni 1991, eru oftast nefndar af 10-11 ára börnum. Sá bókaflokkur sem er oftast nefndur af 12-13 ára börnum eru unglingabækur og er þessi bókaflokkur sér- staklega vinsæll meðal þeirra í könnuninni 1991 þegar 45% 12-13 ára barna segjast síðast hafa verið að lesa ung- lingabók. Aldur bókanna sem nefndar voru getur gefið vísbend- ingu um áhrif útgáfu nýrra bóka á bókaval barna á hverj- um tíma. Aldur bókanna var ákvarðaður með þeim hætti að finna síðasta útgáfuár þeirra. Gera má ráð fyrir að ein- hver skekkja fylgi þessari aðferð en hún er þó sennilega sú sem næst kemst veruleikanum. Tafla 7. Aldur þeirra bóka sem börn nefna í svörum sínum 1968-1991 Aldur bóka 1968 1979 1985 1991 % % % % Eldri en tíu ára 24 22 24 12 4ra til 10 ára 31 32 29 35 2ja til 3ja ára 19 17 20 20 Nýjar 26 29 27 33 Meðalaldur nefndra bóka 8 ár 7 ár 8 ár 6 ár Samkvæmt Töflu 7 er greinilegt að nýjar bækur eða inn- an við 3ja ára gamlar eru að stórum hluta lestrarefni barna. í könnuninni 1968 er 45% bókanna sem þau nefna innan við 3ja ára. Hlutfall þetta fer vaxandi en í könnuninni 1991 er það komið upp í 53%. Hlutfall gamalla bóka þ.e. eldri en 10 ára hefur lækkað um helming. Ef litið er á vinsælustu bókaflokkana þá skera unglingabækur sig úr hvað varðar aldur (sjá Töflu 8), 54-67% þeirra sem nefna unglingabók nefna bók sem hefur verið útgefin innan árs frá því að kannanirnar voru gerðar. Unglingabækur eru markaðssett- ar fyrir ákveðinn aldurshóp. Þær eru mest lesnar af 12-13 ára börnum en á þessum aldri eru börn farin að ráða mun meira um eigið líf en yngri börn. Þau eru ekki eins háð for- eldrum og áður með að nálgast bækurnar, komast t.d. ein í bókasafnið. Hvort sem það er máttur auglýsinga, jafnaldra eða annarra þátta þá eru það einmitt þessar bækur sem ná Tafla 6. Dreifing bóka eftir aldri barna BÓKAFLOKKAR 1968 Aldur 10-11 12-13 % % 141 % 10-11 % 1979 Aldur 12-13 % 14-15 % 10-11 % 1985 Aldur 12-13 % 14-15 % 10-11 % 1991 Aldur 12-13 14-15 % % Skáldrit œtluð börnutn Drengjasögur 6 4 0 2 1 0 6 1 1 2 0 0 Telpnasögur 13 11 3 9 6 0 5 3 0 3 1 1 Fjölskyldusögur 6 2 0 6 3 0 9 3 1 13 1 1 Leynilögreglusögur 27 24 10 32 25 5 30 26 6 19 7 1 Lífsreynslusögur 19 14 11 12 8 6 5 4 1 2 4 2 Unglingasögur 3 7 4 2 2 1 11 20 11 20 45 19 Skáldrit ætluð fullorðnum Astarsögur 4 14 23 4 11 24 2 9 26 1 2 9 Spennusögur 4 7 18 1 11 30 2 10 21 1 10 17 Skáldrit 2 4 9 1 8 10 0 6 14 1 5 14 Önnur rit en skáldrit Fræðibækur 2 4 ‘ 9 1 1 6 0 3 8 4 5 11 Ævisögur 1 3 2 1 2 5 1 5 5 2 3 12 Síðari tíma ævintýri 3 1 0 6 4 2 8 4 1 8 4 1 Gamansögur 3 3 4 6 4 1 5 3 1 15 4 4 Btekur fl. eftirformi Myndabækur 0 0 0 12 5 0 8 1 1 6 1 1 Annað 7 2 7 5 9 10 8 2 3 3 8 7 Athugasemdir: Til að gera töfluna læsilegri voru aukastafir felldir niður samkv. eftirfarandi reglum: Ekkert svar : - ; minna en hálfur : 0 ; hálfur til einn : 1. 1 Fyrir grunnskólalögin 1974 náði grunnskólinn aðeins til 14 ára barna. Bókasafnið 18. árg. 1994 7

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.