Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 21

Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 21
inu. Mengun er enn tiltöiulega lítil á Islandi. Bæði Lands- bókasafn og Þjóðminjasafn standa þó við miklar umferðar- götur, svo að áhrif mengunar eru Iíkast til einhver. Það sem fyrst og fremst þarf að huga að hérlendis, sam- kvæmt niðurstöðum þátttakenda, er rétt Iýsing. I geymsl- um, sér í lagi þar sem fágæti og annað verðmæti er geymt, skal ljósmagn vera eins lítið og kostur er á, og helst á ein- göngu að kveikja ljós þegar rit eru sótt þaðan. I Landsbóka- safni ætti eingöngu að lána fágæti til lestrar á borð sem eru langt frá gluggum svo að áhrif birtu séu sem minnst. Þegar rit eru tekin til sýninga þarf einnig að huga að ljósmagni á sýningasvæðinu. Raka- og hitastig verður einnig að vera mátulegt. Einnig þyrfti að koma á fræðslu um helstu regl- ur sem varða umgengni við bækur og önnur safngögn, bæði fyrir starfsmenn safna og notendur þeirra. I Árna- stofnun hafa verið samdar leiðbeiningar um notkun og meðferð handrita og þyrfti að fara að þeirra dæmi í fleiri söfnum. Varðveislumál hafa verið nokkuð til umræðu hérlendis undanfarið, enda löngu orðið tímabært að gefa þeim meiri gaum en gert hefur verið hingað til. í Árnastofnun hefur að sjálfsögðu verið hugað að þeim málum frá upphafi og í Landsbókasafni hefur varðveisla varðveislueintaka þjóð- deildar verið í fyrirrúmi, en annars staðar eru þetta tiltölu- lega ný fræði. Varðveislunefnd Félags bókavarða í rannsóknarbókaT söfnum hefur starfað í nokkur ár. Hún hefur gefið út fréttabréfið Varðveislumál í bóka og skjalasöfnum frá árinu 1989 um varðveislumál sem birtir athyglisverðar greinar og fróðleik um ástand mála hérlendis og fréttir að utan. Félagsvísindadeild Háskóla íslands hefur áhuga á að skipuleggja námskeið um varðveislu við deildina. Nýverið var skipaður starfshópur um varðveislumál á vegum Samstarfsnefndar um nýtt þjóðbókasafn. I honum eiga sæti einn fulltrúi frá Háskólabókasafni og tveir frá Landsbókasafni, þar af einn starfsmaður af bókbandsstofú safnsins. í fyrstu áfangaskýrslu hópsins skilgreinir hann hlutverk sitt á eftirfarandi hátt: Varðveisla felur m.a. í sér efiirfarandi: * að sjá til þess að umhverfi safngagna sé nið rétta hverju sinni; hvað varðar hita, raka, birtu, mengun o.þ.h. * að finna réttan umbúnað og umbúðir fyrir þau safngögn sem þurfa á þeim að halda * að sjá til þess að gert sé við safngögn eftir þörfum; slétta, gera við papp- ír, lagfæra band eða binda á ný * að fræða bæði starfsmenn og notendur safna um rétta umgengni við safngögn * að semja áætlun um viðbrögð við slysum og náttúruhamförum í niðurlagi skýrslunnar segir svo: „Undanfarin ár hafa varðveislusjónarmið ekki verið ríkjandi í Háskólabókasafni, heldur hefur safnþjónusta fyrst og fremst miðast við þarfir núverandi notenda. Þetta hefur valdið því að nokkur hluti safngagna hefur ýmist glatast eða ónýst af mikilli notkun og óvarlegri meðferð. í Landsbókasafni hafa varðveislusjónarmið að sjálfsögðu verið mönnum ofarlega í huga enda eitt af meginmarkmið- um safnsins að varðveita íslensk rit. Aftur á móti hefur fjár- veiting til safnsins ekki verið nægileg til að safnið gæti sinnt þessu markmiði sínu sem skyldi.“ Hvað er þá til ráða? Ljóst er að Þjóðarbókhlaða sem stærsta safn landsins verður að vera stefnumarkandi um þessi mál og þyrfti helst að geta veitt smærri söfnum hér- lendis ráðgjöf og aðstoð í sambandi við viðgerðir og annað sem varðar varðveislu. Ráðgert er að setja á stofn viðgerðarstofu í Þjóðarbók- hlöðu sem gæti hugsanlega tekið að sér viðgerðir fyrir söfn sem eru ekki í stakk búin til að annast þær sjálf. Starfshóp- urinn leggur áherslu á að þar til hún taki til starfa sé brýnt að hugað verði að réttum frágangi fágætis og annars verð- mætis sem liggur undir skemmdum í Landsbókasafni og Háskólabókasafni. f því skyni þyrfti að útbúa fleiri kassa og öskjur undir viðkvæmt efni. Auk þess þyrfti að skipta um umbúðir utan um varaeintök þjóðdeildar Landsbókasafns og því verki þyrfti helst að ljúka áður en flutt verður. Einnig leggur nefndin til að keypt verði ýmis nauðsynleg tæki svo sem Iesprentvélar fyrir filmur (ein slík vél hefur þegar verið keypt á Landsbókasafn) og ljósritunarvél með „skáborði“ svo ekki þurfi að opna bók alveg við ljósritun. Einnig mætti auka ljósmyndun eða ljósritun safngagna til að hlífa frumgögnum við of mikilli notkun og síðast en ekki síst þyrfti að skipuleggja fræðslu um rétta umgengni við safngögn fyrir notendur og starfsmenn. Nefndin hefur einnig í hyggju að athuga hvort einhvers konar samvinna um viðgerðir og ljósmyndun gæti orðið milli Árnastofnunnar og Þjóðskjalasafns annars vegar og Þjóðarbókhlöðu hins vegar. Um árabil hefúr notendaþjónusta almennt verið í fyrir- rúmi og varðveislusjónarmið víkjandi. Undanfarin ár hafa þó æ fleiri skilið að varðveisla safngagna er nauðsynleg for- senda fyrir góðri notendaþjónustu í framtíðinni. HEIMILDIR: 1. dfangaskýrsla starfihóps um varðveislu á vegum Samstarfinefndar um nýtt þjóðbókasafn 23. nóvember 1993. (Óútgefin). Dahl, Svend. 1970. Bogens historie. 2. opl. Kobenhavn : P. Haase & Sons forlag. VarSveislumál í bóka- og skjalasöfhum. SUMMARY Preservation in libraries Reflections after a course on preservation of library holdings from paper. Describes the course held in Reykjavik on Sept. 8-29, 1993 by The University of Iceland Institution for Continuing Education (Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands), which was divided into two parts: Firstly into lectures and collection visits and secondly into practical train- ing. The course teacher was Lage E. Carlson, the head of the Preservation Department in the Library of Congress. The course participants where divided into three groups. Each visited one collection and evaluated its preservation situation. The main fmdings were that the state of the paper in the country is not that bad which is probably due to the cold and cle- an air in Iceland, but the humidity is generally rather low and there are radical swings in light quantity in the collection storages. Describes the situation and policies in Icelandic libraries concerning preservation of their material and the steps taken towards improvement. Argues for more instruction in the field. Concludes with the statement that until now the strongest emphasis has been placed on services to users but there is a general consciousness raising that a preservation program is the pre- requisite for good user services in the íuture. Kringlunni * Hallarmúla - Austurstræti Bókasafnið 18. árg. 1994 21

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.