Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 25

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 25
Brýnt er að kynna vel gagnakost og þjónustu safnsins. Safnið á að vera opið á meðan á kennslu og prófum stendur og daglega a.m.k. á meðan kennsla stendur yfir. Æskilegt er að bókasafnsfræðingur sé alltaf til staðar þegar safnið er opið. Safnkostur Forsenda markvissrar þjónustu er fjölbreyttur og vel val- inn safnkostur. Bókasafnsfræðingar og kennarar annist val á gögnum í samræmi við þarfir skólastarfsins. Til að tryggja að safn- kostur sé í takt við tímann þarf að endurmeta hann reglu- lega og grisja, því úrelt efni tekur pláss og getur veitt rang- ar upplýsingar. Erfitt er að ákveða tölur um stærð safnkosts því margir ólíkir þættir hafa þar áhrif, s.s. fjöldi nemenda og náms- framboð. Ákveðinn lágmarkssafnkostur þarf þó alltaf að vera fyrir hendi, minnst 5.000 titlar. Viðbætur miðast við námsframboð í hverjum skóla, fjölda nemenda og kennara (hver kennari reiknast sem þrír nemendur). Safnkostur telst viðunandi þegar til eru a.m.k. 20 eintök af virkum safnkosti fyrir hvern nemanda og kennara (sbr. viðmiðun hér að ofan). Arleg lágmarksviðbót skal vera a.m.k. 3 ein- tök á nemendaígildi. Utibú innan skólans eru óæskileg, því að þau eru sjaldn- ast aðgengileg fyrir þorra kennara og nemenda. Starfsfólk Til þess að hægt sé að starfrækja bókasafn í framhalds- skóla þarf bókasafnsfræðing í fúllu starfi. Séu nemendur og kennarar fleiri en 300 (sbr. viðmiðun hér að framan) bæt- ist við ein staða bókasafnsfræðings og þannig áfram fyrir hverja 300. Ráða skal aðstoðarmann í fullt starf með hverri stöðu bókasafnsfræðings. Húsnœði Bókasafnið á að vera í sérhönnuðu húsnæði miðsvæðis í skólanum og í næsta nágrenni við kennarastofu og stjórn- unaraðstöðu. Mildlvægt er að húsnæði safnsins bjóði upp á sveigjanleika, sé aðlaðandi og nægilega rúmgott fýrir alla þá starfsemi sem þar fer fram, s.s. verkefnavinnu, heimanám og hópvinnu. Ennfremur þarf að gera ráð fyrir vinnuað- stöðu starfsfólks og geymslum. Vinnuaðstaða þarf að vera fyrir minnst 10% nemenda í senn. I 300 manna skóla skal miða við 200 fermetra húsnæði hið minnsta fyrir bókasafn. Fyrir hvern nemanda umfram 300 skal gera ráð fyrir 0,3 fermetrum til viðbótar við lágmarksviðmiðun. A söfnunum þurfa að vera sérhannaðar innréttingar m.a. fýrir bækur, tímarit og nýsigögn. Fjárveitingar Til að safnið geti fullnægt framangreindum viðmiðum þarf að tryggja því nægilegt fjármagn. HEIMILDIR: College of Further and Higher Education Group. 1990. Guidelines for college andpolytechnic libraries. 4th ed. London : Library Association Lögum framhaldsskóla. 1988. Nr. 57. Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum. 1989. Tillögur til menntamálaráðuneytis um bókasöfh í framhaldsskólum : drög að reglu- gerð/erindisbréfi, dags. 30. janúar 1989. SUMMARY Libraries in secondary schools This paper was originally written as a working sheet because no speci- al laws or guidelines have been published in Iceland regarding the oper- ation of libraries in secondary schools. The article is divided into two main sections: (1) aims and objectives, (2) proposals for minimum quan- titative standards. In the first section the role of libraries in secondary schools is pointed out, their aims and desirable services are listed. Further the ways in which the aims can be reached are discussed and the basic equipment required to reach those aims described. In the second section the role and operations of libraries in secondary schools are expanded further and their central status within the pertinent school stressed. Minimum services are specified and minimum size of stock as well. The authors point out that departmental collections outside the main library are undesirable, because they are rarely available to the institution as a whole. Number of staff in relation to the number of students and teachers is dealt with and the adequate space for the collection and the library services. Finally it is emphasized that sufficient firnds have to be secured in order to fiilfil the standards described in the article. Þjóðskjalasafn íslands Laugavegi 162 • 105 Reykjavík Opnunartími kl. 9-12, og kl. 13-17 Lestrarsalur, Hverfisgötu er opinn kl. 10-18 Bókasafnið 18. árg. 1994 25

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.