Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 26

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 26
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor, Háskóla íslands Könnun á stöðu grunnskóla- safna á íslandi 1989-1990 Inngangur Árið 1974 var um marga hluta sakir merkilegt ár í sögu Lýðveldisins íslands. Það ár var haldið upp á 1100 ára sam- fellda byggð í landinu og ný lög voru sett um hvernig mennta skyldi framtíðarþegna þessa lands. Lög um grunn- skóla nr. 63/1974 báru með sér mildar breytingar í öllu skólastarfi og þar voru skólasöfn engin undantekning. Lög- in mörkuðu stefnu um nauðsyn kerfisbundinnar þróunar og skipulagningar bókasafna í skólum og þar var þeim fengið mikið hlutverk í öllu skólastarfi. I lögunum var gert að skyldu að allir grunnskólar landsins skyldu hafa skóla- söfn. Um hlutverk þess segir: „Að skólasöfnum skal þannig búið varðandi húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið, að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meg- inhjálpartækjum í skólastarfinu.“ Afmæli Laga um grunnskóla nr. 63/1974 var því góður tímamælir á þróun skólasafna í grunnskólum og tilefni til að kanna stöðu þeirra. Af því tilefni var gerð ítarleg könn- un á stöðu þeirra eftir stærð skóla og fræðsluumdæmum. Einnig Iék forvitni á að kanna hvernig þau væru notuð og margt fleira var skoðað sem tengdist starfsemi, starfsfólki, húsnæði og búnaði. Spurningablaðið var ítarlegt enda var þetta fyrsta könnun sem gerð var á skólasöfnum hér á landi þar sem leitast var við að kortleggja sviðið eins vel og kost- ur var. Niðurstöður voru einkum forvitnilegar í ljósi þess að ekki hefur ennþá tekist að koma út Reglugerð um skóla- söfn eða öðrum leiðbeiningum um hvernig að málum skuli staðið eða hvernig skólasöfn skuli starfa. Framkvœmd og svörun Könnunin var tilbúin til útsendingar vorið 1989 en þá kom til verkfalls kennara og því talið tilgangslaust að senda hana út. Könnun var því send út haustið 1989 og átti að skila svörum fyrir 15. nóvember. Svo lítil var svörunin þá að ekki þótti svara tilgangi sínum að vinna úr henni þá strax. Enn voru því sendar út tvær ítrekanir. Um miðjan mars 1990 voru fyrstu niðurstöðurnar kynntar en þá höfðu aðeins borist svör frá um helmingi skólanna. Var um að ræða að vinna úr svörum frá helmingi skólanna eða reyna enn að kalla inn svör og var valinn síðari kosturinn. Svör bárust allt til hausts 1990 en þá var lokað fyrir. Svörun sem endanlega fékkst var tæplega 80%, en von- ast hafði verið til að ná a.m.k. 90%. Við því er ekkert að gera og þær tölur sem hér birtast eru unnar úr svörum frá 170 grunnskólum af þeim 213 sem fengu spurningalistann sendan. Heildarsvörun við könnuninni reyndist 79.8% sem skiptist þannig á fræðsluumdæmin: Lægsta svarhlutfall var frá skólum á Vestfjörðum (56.5%) og Austfjörðum (tæp 69%). Best var svörunin í Norðurlandi vestra þar sem aðeins vantaði svar frá einum skóla. Næst best var svörunin í Reykjavík en aðeins þessi tvö fræðsluumdæmi voru með yfir 90% svörun. Það er því Tafla 1. Svörun við spurningum efitir fræðsluumdæmum Fjöldi Fjöldi HlutfaU skóla svara % Reykjavík 29 27 93.10% Reykjanes 28 21 75.00% Vesturland 16 13 81.25% Vestfirðir 23 13 56.52% Norðurland vestra 21 20 95.23% Norðurland eystra 35 28 80.00% Austurland 29 20 68.97% Suðurland 32 28 87.50% Alls: 213 170 79.80% ekki hægt að segja að einn landshluti umfram annan hafi sýnt áhuga á könnuninni. Mest byggjast niðurstöður kann- ana á því að einstaklingar sýni málinu áhuga. Nemendajjöldi í skólum Nemendafjöldi í skólum getur haft mikil áhrif á það hversu öflugt skólasafnið er, einkum með tilliti til þess að bókaeign og fjöldi tíma sem nota má til starfa í bókasafni miðaði við nemendafjölda samkvæmt grunnskólalögum frá 1974. Skólar sem svöruðu könnun voru 170, af þeim gáfu 168 upp nemendafjölda sem var alls 36.237. Meðalfjöldi nemenda í skólum sem svöruðu var 216. Á Vestfjörðum var meðaltal nemenda í þeim skólum sem svöruðu, 113 og 75 á Austfjörðum. Á Norðurlandi vestra var meðalfjöldi 102 og á Norðurlandi eystra 139, en í Reykjavík og Reykjanesi voru nemendur að meðaltali yfir 400 í hverjum skóla. Á Suðurlandi var meðaltalið 119 og Vesturlandi 181. Skólar sem ekki svöruðu könnun voru 44 og var meðal- fjöldi nemenda þar 135. Að jafnaði eru þeir skólar sem ekki svara könnuninni minni en þeir sem taka þátt. Meðalfjöldi nemenda í þeim skólum sem svöruðu var þó ekki alls stað- ar með frávikum í sömu átt. Á Austfjörðum er meðalstærð þeirra skóla sem ekki taka þátt í könnun talsvert hærri en þeirra sem svara, eða 104 á móti rúmlega 75 enda nokkrir stórir skólar í því umdæmi sem ekki sáu ástæðu til að svara könnuninni. Á Vesturlandi er stærðin nærri sú sama en í hinum fræðsluumdæmunum eru þeir skólar sem ekki svara að meðaltali minni. Fjöldi skólasafna Kannað var hversu margir skólar í hverju fræðsluum- dæmi höfðu skólasöfn. Þegar litið var á hversu misfjöl- mennir skólar voru, var einnig athugað hvort í þeim fræðsluumdæmum þar sem skólar voru smæstir væri minnst um skólasöfn. 26 Bókasafnið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.