Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 27

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 27
Tafla 2. Fjöldi skólasafna Fræðslu- Hefúr Hefur ekki umdæmi skólasafn skólasafn Reykjavík N=27 24 (88.88%) 3 (11.22%) Reykjanes N=21 18 (85.71%) 3 (14.29%) Vesturland N=13 10 (76.92%) 3 (23.08%) Vestfuðir N=13 5 (38.46%) 8 (61.54%) N. vestra N=20 9 (45.00%) 11 (55.00%) N. eystra N=28 21 (75.00%) 7 (25.00%) Austurland N=20 8 (40.00%) 12 (60.00%) Suðurland N=28 14 (50.00%) 14 (50.00%) Alls: N=170 109 (64.12%) 61 (35.88%) Það sem mesta athygli vekur við Töflu 2 er sú staðreynd að þrátt fyrir það að Iögum samkvæmt skuli vera skólasöfn í öllum grunnskólum landsins, vantar ennþá mikið á að svo sé. Einnig er vafamál hvort sum af þeim skólasöfnum sem þó eru talin hér með skuli kallast skólasöfn þegar eingöngu er um nokkrar bækur að ræða staðsettar inn á kennarastofu eða í kennslustofu, gjarnan óskráðar, og nemendur hafa mjög takmarkaðan aðgang að þeim. Mestur skortur virðist vera á Austurlandi þar sem aðeins 8 af 20 skólum eða 40% þeirra skóla sem svöruðu, telja skólasafn í skólan- um, og á Vest- fjörðum þar sem hlutfallið var rúm 38%. Einn þeirra kennara sem svar- aði könnuninni á Austurlandi nefn- di, að vandamál skólans sé að þar séu stöðug mannaskipti og því erfitt að ná nokkurri festu í skólastarfinu. Skólasafn sé starf- rækt þegar einhver kennari er til staðar sem kann til verka, annars ekki. Flestir skólar í Reykjavík og á Reykjanesi hafa skólasöfn enda eru skólar þar yfirleitt stórir. Það vekur einnig athygli hversu margir skólar á Vesturlandi og Norðurlandi eystra hafa skólasöfn þótt skólar þar séu margir smáir. Reykjavík hefur lengst allra fræðsluumdæma haft mið- stöð sem sér um skipulagningu og þjónustu við skólasöfn- in. Af þeim skólum sem ekki höfðu skólasöfn voru tveir einkaskólar sem njóta ekki sjálfkrafa þjónustu frá Skóla- safnamiðstöðinni og einn lítill sérskóli sem telur aðeins 10 nemendur. Nemendafjöldi og skólasöfn Mjög margir smáir skólar eru hér á landi og eru um 30% þeirra með 50 nemendur eða færri. Sé stærð skóla skoðuð með tilliti til þess hvort aðeins stærstu skólarnir hafi safn má sjá að stærðin er ekki algildur mælikvarði á tilveru skólasafna enda þótt stórir skólar án bókasafna séu tiltölu- lega fáir. Af Töflu 3 virðist mega draga þá ályktun að skólar þurfi að hafa 300 nemendur eða fleiri til þess að hafa möguleika á nógu fjármagni til þess að reka bókasafn. Séu skólarnir fá- mennari virðist ekki skipta meginmáli hver nemendafjöld- Tafla 3. Nemendafjöldi og skólasöfn Nemenda- Skólar Skólar Svör fjöldi m/ safn án safns alls 0-20 1 (4.35%) 22 (95.65%) 23 21-50 11 (44.00%) 14 (56.00%) 25 51-100 19 (65.52%) 10 (34.48%) 29 101-150 15 (78.95%) 4 (21.05%) 19 151-200 5 (71.43%) 2 (28.57%) 7 201-300 12 (66.67%) 6 (33.33%) 18 301-400 11 (100%) = 11 401-500 14 (87.50%) 2 (12.50%) 16 501-600 9 (100%) = 9 600+ 10 (90.91%) 1 (9.09%) 11 Fj. vantar 2 (100%) = 2 AIls: 109 (64.12%) 61 (35.88%) 170 inn er. Einkennilegt er t.d. að svo litlu virðist muna á hlut- fallslegum fjölda skólasafna í skólum með 51-100 nemend- ur og þeim sem hafa 201-300 nemendur. Aðeins sex til sjö af hverjum tíu skólum í þessum stærðarflokkum telja sig hafa skólasafn innan sinna veggja. Fleiri skólar með 100- 150 nemendur telja sig hafa safn en þeir sem hafa 200-300 nemendur. Reynt var að fá mynd af því hversu stór sá hópur væri sem ekki hefði að- gang að skólasafni. Ef reiknað er með því að skólasöfn séu tæki til að auka víðsýni, þekkingu og leikni í upplýs- ingaöflun er þarna um mikið hags- munamál að ræða. Séu skoðaðar tölur um það hversu hátt hlutfall nem- enda í hverju fræðsluumdæmi njóti skólasafnaþjónustu miðað við þá skóla sem hafa svarað, fást tölur í Töflu 4. Tafla 4 undirstrikar enn frekar, að skólar í fjórum fræðsluumdæmum, Reykjavík, Reykjanesi, Vesturlandi og Norðurlandi eystra, búa hvað best að nemendum sínum bæði hvað varðar fjölda skólasafna og aðgang skólanem- enda að skólasöfnum. Samt voru í öllum fræðsluumdæm- um stórir skólar sem ekki hafa skólasöfn. Stærsti skólinn í Reykjavík án skólasafns hafði 455 nemendur, stærsti skól- inn á Reykjanesi sem ekki taldist hafa skólasafn hafði 405 nemendur, á Vesturlandi 89 nemendur, á Vestfjörðum var einn skóli án skólasafns með 604 og annar með 230, á Norðurlandi vestra voru 4 skólar með yfir 200 nemendur sem ekki höfðu skólasafn, stærsti skólinn án skólasafns á Norðurlandi eystra hafði 137 nemendur, á Austurlandi 180 og á Suðurlandi 137. Astæðurnar geta verið nokkrar, svo sem þrengsli og skortur á aðstöðu til að setja upp skólasafn eða nýbygging- ar þar sem oft dregst lengi að ljúka þeirri álmu sem geyma á skólasafnið. Stærð skólasafna í þrem fræðsluumdæmum voru samsteypusöfn þar sem Bókasafnið 18. árg. 1994 27 Tafla 4. Fjöldi nemenda og aðgangur að skólasafni Fræðslu- Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi umdæmi skóla nemenda nemenda nemenda m/safn án/ safns alls Reykjavík 27 12.596 (95.89%) 540 (4.11%) 13.136 Reykjanes 20 7.810 (90.78%) 793 (9.22%) 8.603 Vesturland 13 2.165 (91.97%) 189 (8.03%) 2.354 Vestfirðir 13 285 (19.39%) 1.185 (80.61%) 1.470 Norðurl. vestra 19 705 (36.38%) 1.233 (63.62%) 1.938 Norðurl. eystra 28 3.556 (91.44%) 333 (8.56%) 3.889 Austurland 17 797 (52.82%) 712 (47.18%) 1.509 Suðurland 28 2.766 (82.86%) 572 (17.14%) 3.338 (2 skólar gefa ekki upplýsingar um nemendaíjölda)

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.