Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 28

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 28
skóli og almenningur hefur aðgang að sama húsnæði og safnkosti. Hér fer á eftir tafla yfir stærð skólasafna, minnsta safn og stærsta safn hvers fræðsluumdæmis og meðaltal skólasafna hérlendis. Hér eru gefnar tvær tölur fyrir Reykjanes, Austurland og Suðurland. Seinni talan táknar stærð skólasafna þegar samsteypusöfnin eru ekki talin með. Tafla 5. Húsnæði skólasafna Fræðslu- Fjöldi Stærsta Minnsta Meðalstærð umdæmi safna safn safn safns í m2 Reykjavík 24 200 ca. 30 109.88 Reykjanes 18 360/252 25 109.11/96.43 Vesturland 10 95 12 47.7 Vestfirðir 5 60 16 38.2 N. vestra 9 60 ca. 8 33.18 N. eystra 20 96 7.5 49.52 Austurland 8 161/63 9 54.66/32 Suðurland 14 194/134 15 67.23/56.8 Svör alls: 108 Stærsta safn: 360/252 m2 Minnsta safn: 7.5 m2 Meðalstærð: 63.7/57.9 m2 Meðalstærð þeirra skólasafna sem tóku þátt í könnun- inni voru tæpir 64 fermetrar, og séu samsteypusöfnin ekki talin með var meðalstærð safnanna tæpir 58 fermetrar. Stærð þeirra var þó mjög mismunandi. Aðeins þrjú skóla- söfn á landinu (séu samsteypusöfnin ekki talin með) voru meira en 200 fermetrar, og er það stærsta í Reykjanesum- dæmi, en nokkur söfn eru minna en 10 fermetrar. Enn skera Reykjavík og Reykjanes sig úr hvað varðar stærð skólasafnanna. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem þar eru stærstu skólarnir. Það heyrir til algerrar undantekning- ar að söfn séu stærri en 90 fermetrar. Tafla 6. Nemendafjöldi og stærð skólasafns Nemenda- Fjöldi Stærsta MinnstaMeðalstærð fjöldi safna safn safn safns í m2 0-20 1 16 16 16 21-50 11 46 8 20.4 51-100 19 80 7.5 37.39 101-150 15 194 12 54.36 151-200 5 161 25 65.2 201-300 12 252 25 89.8 301-400 11 134 45 78.98 401-500 14 124 60 88.82 501-600 9 360 60 131.78 600+ 10 200 60 126.5 Svarar ekki 2 Skólasöfn alls: 109 Á Töflu 6 sjást tengsl nemendafjölda og stærðar skóla- safns í fermetrum. Hér má sjá að skólasöfnin stækka nokk- uð reglulega eftir því sem nemendum fjölgar enda þótt tals- verður munur sé á söfnum innan hverrar skólastærðar. Safnkostur og innkaup Leitast var við að fá mynd af bókakosti safnanna, öðru safnefni og einnig því hversu mikið væri keypt inn af nýju efni. I lögum um grunnskóla frá 1974 var gert ráð fyrir að á 10 ára tímabili ætti hvert skólasafn að hafa náð 10 titlum fyrir hvern nemanda. Einnig lék forvitni á að vita hversu hátt hlutfall af því nýja efni sem keypt var væru fagrit, enda er það yfirlýstur tilgangur skólasafnanna að vera hjálpar- tæki í kennslunni og kenna upplýsingaleit. í Töflu 7 eru meðaltöl reiknuð með og án þriggja stóru samsteypusafnanna sem hækka bæði meðaltal hvers Tafla 7. Bókaeign skólasafna. Eintök Fræðslu- Fjöldi Stærsta Minnsta Meðalfjöldi umdæmi svara safn safn eintaka á (eintök) (eintök) skólasafni Reykjavík 18 9580 1600 6034.2 Reykjanes 14 14800 385 5871.5 (Reykjanes 2 29700 12300 7763)* 1 Vesturland 10 3900 360 1829.5 Vestfirðir 4 6400 460 2426.5 Norðurl. vestra 5 6450 800 2490 Norðurl. eystra 13 5180 220 3053.9 Austurland 5 882 8822 882 Suðurland3 9/10 10100 640 2580.3/3332.3 Fjöldi svara: 78/81 Meðalfjöldi bóka í skólasafni: 3145.9/3476.4 1 Samsteypusöfnin tvö i Reykjanesi sem eru langstærstu söfnin eru hér að- skilin, en reiknuð inn í meðaltal eintakafjölda skólasafna í seinni röðinni sem hækkar meðaltalið úr 5871 upp í 7763 eintök á hvert skólasafn. 2 Aðeins eitt skólasafn á Austurlandi gaf upp eintakafjölda. 3 Eitt safn á Suðurlandi var langtum stærst og því eru meðaltalstölur reiknaðar með og án þessa safns. fræðsluumdæmis og landsmeðaltalið talsvert. Með því að taka með stóru söfnin á Reykjanesi var meðalstærð skóla- safna hvað safnkost varðar þar sú mesta á landinu eða 7.763 eintök. Stærsta skólasafn sem ekki var samsteypusafn var einnig á Reykjanesi og telur tæplega 14.800 bindi í skóla með tæplega 540 nemendur sem gerir 27.4 eintök á hvern nemanda. Minnsta safn sem talið var í þessari könn- un hafði aðeins 220 eintök bóka í skóla með liðlega 80 nemendur. Tafla 8. Bókaeign skólasafna. Titlar Fræðslu- Fjöldi Stærsta safn Minnsta safn umdæmi svara (tidar) (tidar) Reykjavík 19 8160 1125 Reykjanes 10 5470 385 Vesturland 7 5580 360 Vestfirðir 4 6370 300 Norðurl. vestra 6 6000 630 Norðurl. eystra 15 4360 130 Austurland 6 11200/4500 1200 Suðurland 8 3750 640 Fjöldi svara alls: 75 Meðalfjöldi titla í skólasafni: 2571.66/2396.66 í Töflu 7 og 8 eru mældar tvær aðskildar stærðir. Ann- ars vegar er mældur eintakafjöldi, eða allar bækur safnsins, en hins vegar er mældur meðalfjöldi titla á hverju skóla- safni. Meðalfjöldinn er talinn hér út frá þeim söfnum sem sendu umbeðnar upplýsingar, en eins og sjá má voru það mjög margir skólar sem elcki gerðu það og svörin við titla- fjöldanum eru aðeins 75(68.8%). Þeir skólar sem svöruðu spurningunni um eintakafjöldann voru heldur fleiri eða 81(74.3%). Aðrir skólar virtust ekki hafa upplýsingar um hversu mikið var til af bókum í safninu. Eitt af því sem kom aðstandendum þessarar könnunar 28 Bókasafhið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.