Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 29

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 29
verulega á óvart var, að mjög margir skólasafnverðir gerðu ekki greinarmun á titlafjölda og eintakafjölda. Kom jafnvel fyrir að titlafjöldinn var talinn meiri en eintakafjöldinn. Hér kunna því að vera skekkjur í niðurstöðutölum sem ekki var hægt að Iagfæra í þessari rannsókn. Vegna þess hve söfnin hafa misjafnlega góðar upplýsing- ar um bókaeign, var valin sú leið að skrá titla og eintaka- fjölda sérstaklega. Ekki þótti ástæða til að aðskilja stóru samsteypusöfnin á Reykjanesi í seinni töflunni því þau töldu ekki fram titlafjöldann heldur eingöngu eintakafjöld- ann. Stærsta sam- steypusafnið á Austfjörð- um tók fram fjölda titla og því eru gefnar upp tvær tölur þar. Meðalstærð skólasafna var samkvæmt þessari könnun liðlega 3000 bindi á hvert safn, og titlafjöldinn 2300-2500. Þau söfn sem skiluðu upplýsingum um titla- fjölda voru alls 75 og töldust hafa í allt 200.184 titla. Nemendafjöldi alls í þessum skólum var 20.807 (20.607 ef undan er skilið samsteypusafnið á Austfjörðum). Meðaltal titla á hvern nemanda á öllu landinu taldist því vera um 9.6 titlar á nemanda. Þessi tala er mjög mismunandi eftir fræðsluumdæmum enda er í sumum tilfellum, eins og til dæmis á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, um mjög fá söfn að ræða sem hækka meðaltölur mjög. Skólar sem eru mjög litlir hækka meðal- talið mjög fljótt ef safn er vel búið. Aðfóng til skólasafha Til þess að greina hversu lífvænleg söfnin væru og hvort um væri að ræða söfn í vexti var spurt um hversu mikið hefði verið keypt inn til skólasafnsins af bókum á síðast- liðnu ári. Einnig var kannað hversu stórt hlutfall í innkaup- unum voru annars vegar skáldverk og hins vegar fræði- bækur. Tafla 10 er því miður byggð á mjög fáum svörum, eink- um á Austurlandi (3 söfn), Vestfjörðum (4 söfn) og Norð- urlandi vestra (6 söfn). Það þarf ekki að koma á óvart að meðalaukning á nemanda í þess- um fræðsluum- dæmum var mjög há, enda var meðal titla- fjöldi í skólum í þessum um- dæmum líka hærri en lands- meðaltalið. Væri hins vegar hægt að fá upplýsing- ar um innkaup allra skóla í þess- um fræðsluum- dæmum er hætt við því að myndin kynni að breytast, einkum með tilliti til þess hversu margir skólar hafa ekkert skólasafn. Tafla 10 sýnir einnig vel að þótt skólasöfnin séu til stað- ar eru innkaupin á hvern nemanda heldur í lægri kantinum. I Reykjavík, á Reykjanesi og á Norðurlandi eystra þar sem söfnin voru flest, voru aðföng innan við ein bók á barn á ári. I stöðlum þeim sem UNESCO gaf út árið 1979 og voru endurútgefnir 1992, er gert ráð fyrir að árleg aukning á safnefni skuli vera þrjú eintök á nemanda. I þeim sömu stöðlum er stofnkostur safna talinn eiga að vera minnst 1200 bækur í skólum sem hafa færri en 100 nemendur. Einnig er þar gert ráð fyrir grisjun á eldra efni sem úrelt er en slíkt þekkist varla hér á landi. Annar mælikvarði sem leggja má á safn- kost og aðföng til safns er hlutfall skáldverka og fræðibóka. Söfn sem kaupa inn 60% eða meira af skáldritum til skólasafnsins geta ekki haft í hyggju að nota skólasafnið sem hjálp- artæki í bóldegri kennslu. Á Töflu 10 sést að hlutfall skáldverka í söfnum var lægst í Reykjavík en hæst á Vestfjörðum. Færa má rök fyrir því að skólar sem eru staðsettir langt frá almenningsbókasöfnum og þar sem nemendur hafa ógreiðan aðgang að skemmtiefni ættu að leggja áherslu á þennan þátt og eiga hlutfallslega meira af skemmtibókum til afnota í skólanum en aðrir. Að hinu leytinu má líkum af því leiða að þau söfn sem leggja mesta áherslu á fræðibækur nýti skólasafnið mest sem kennslu- tæki í fagkennslu. Starflið Skólasafnvarðarstarfið er mjög illa skilgreint og verkefni skólasafnvarðar því mjög mismunandi. Af sjálfu leiðir að í flestum tilfellum er einum eða fleiri af kennurum skólans falið að annast safnið, eða þá að skólastjórinn annast inn- kaup til safnsins og þá þjónustu sem í því felst að hafa lyklavöldin. Fram kom að í þeim 109 söfnum sem teljast starfa á Is- landi voru alls 161 starfsmað- ur. Þar af voru 115 sem teljast „skólasafnverð- ir“ eða „skóla- safnskennarar“ og 46 aðstoðar- menn. Ekki var alltaf auðvelt að draga mörkin á milli hvort menn voru að- stoðarmenn eða skólasafnverðir og var því yfir- leitt farið eftir Tafla 9. Bókaeign skólasafna. Titlar á nemanda Fræðslu- Fjöldi Meðalfj. Meðalfj. Meðalfj. umdæmi svara nemenda í titla í titla á skólum safni nemanda Reykjavík 19 531.78 3591.78 6.7 Reykjanes 10 399.1 3333.5 8.9 Vesturland 7 223 1815.8 8.1 Vestfirðir 4 69.25 2231 32.21 Norðurl. vestra 6 83.5 1973.3 23.63 Norðurl. eystra 15 160.6 1949.3 12.13 Austurland 6/5 115.1/99.4 4200/2800 28.16/36.15 Suðurland 8 208.25 1478.6 7.1 Fjöldi svara alls: 75/74 Meðalfjöldi nemenda: 223.8/221.86 Meðalfjöldi titla í safni: 2602.13/2427.13 Meðalfjöldi titla á nemanda: 9.62/9.17 Tafla 10. Aðföng til skólasafna Fræðslu- Fjöldi Meðal- Innkaup Meðal- Meðal- Hlut- umdæmi safna stærð alls aukning aukning fall skóla á skóla á nema skáldv. Reykjavík 24 531.78 8591 370.13 0.725 41.98% Reykjanes 15 422.44 5823 388.2 0.648 53.66% Vesturland 9 181.08 2241 249 1.049 54.48% Vestfirðir 4 113.08 449 112.25 1.54 68.07% Norðurl. vestra 6 102 848 141.33 1.544 45.41% Norðurl. eystra 14 130.46 1593 113.78 0.744 58.66% Austurland 3 82.94 1089 363 1.55 49.86% Suðurland 11 119.21 1628 148 1.05 65.85% Skólar alls: 86 Innkaup alls: 22.262 bækur Bókasafnið 18. árg. 1994 29

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.