Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 37

Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 37
í einu því það er mjög brýnt að fá þau til að lesa textann vel og skilja hvað þau eru að lesa. í 4. til 7. bekk eykst heimildavinnan jafnt og þétt og jafnframt fjölgar þeim heimildum sem nemendur þurfa að vinna með. Heimildavinna í landafræði og sögu eru árviss, t.d. um víkinga, goðafræði, Evrópulönd, Snorra Sturluson, Arna Magnússon og handritin svo eitthvað sé nefnt. I þess- ari vinnu er lögð megináhersla á að kenna nemendum að byggja upp heimildaritgerð þ.e. unnið með inngang, meg- inmál , lokaorð og heimildaskrá. Slík vinna er tímafrek og nemendur þurfa mikla aðstoð og einstaklingskennslu, því eins og allir vita vantar tilfinnanlega fræðirit fyrir börn. Nemendur í 7. bekk þurfa t.d. að skila heimildaritgerð í Is- landssögu sem er hluti af voreinkunn þeirra. Nemendur velja sér efni og í framhaldi af því leiðbeinir skólasafns- kennari hverjum nemanda, hjálpar honum að finna heim- ildir (lágmark þrjár) og aðstoðar hann jafnframt við að skipta ritgerðinni í kafla. Nemendur geta einnig skilað mynd- eða hljóðrituðu efni þó tækjakostur til upptöku sé frekar frumstæður. Nemendur nýta skólasafnstímana og auk þessara föstu tíma á skólasafninu geta nemendur kom- ið í frístundum sínum á opnunartíma safnsins. Á síðastliðnum tveimur árum hefur skólinn eignast tölv- ur og þær hafa verið staðsettar í tengslum við skólasafnið. Það er skylda okkar að aðstoða nemendur við að skilja all- ar þessar framfarir í upplýsinga- og samskiptatækni og kenna þeim að nota hana til að þau geti orðið virkir þátttakend- ur í tæknivæddu þjóðfélagi nútím- ans. Með tilkomu þeirra hefur vinna við heimildarit- gerðir breyst, möguleiki á að leita í gagnabönk- um hefur opnast og tölvusamskipti við börn annars- staðar á landinu eða í öðrum lönd- um reynast Lestur I Selásskóla er það nánast skylda hvers nemenda að fá lánaða bók til að lesa heima. Utlán til nemenda hefjast þeg- ar við upphaf skólagöngu og reynt er að leggja áherslu á að hvetja þá til að lesa t.d. með sögustundum, kynningu á nýj- um bókum og að fá rithöfunda í heimsókn 1 - 2 á vetri. I desember er lesið upp úr nýjum bókum og eftirvænting barnanna eftir að lesa bækurnar er mikil. 1 samvinnu við safnið er stofnað til margskonar lestrarspretta sem kennar- ar sinna af miklum áhuga og ótrúlegu hugmyndaflugi. Tví- mælalaust skila lestrarsprettirnir sýnilegum árangri í lestrar- færni og vekja áhuga nemenda á bókum og lestri. Þessi þáttur er einn sá mikilvægasti í starfi safnsins en verður ekki gerð nánari skil hér. Lokaorð Ég hef stiklað á stóru í starfsemi skólasafns Selásskóla en legg á það áherslu að grundvöllur þessa starfs er samvinna kennara og skólasafnskennara ásamt skilningi og áhuga skólastjórnenda á mikilvægi skólasafnsins í skólastarfinu. SUMMARY The School Librcny in Selásskóli Selásskóli, an elementary school with just over 400 pupils (6-12 years), was founded in 1986. A library was in the school from its founda- tion, but moved to new premises in 1988. Since then each class has a weekly library visit, which is organized in cooperation between the pertinent teacher and the library personnel. The activities in the library are divided into three fields, and each is described: 1) library instruction, with the aim to promote library skills, 2) project work in three stages, where the pupils are trained in using sources, mainly integrated with language and literature classes in the native language and social studies classes, 3) reading. It is almost compulsory for each pupil to check out books to read at home. The pupils are encouraged to read, e.g. by story telling, introductions of newly published books, organized rea- dings by authors. Finally it is stressed that cooperation be- tween teachers and library personnel is an important base for the activities in school libraries to- gether with the und- erstanding and supp- ort of the school management. tæknilega mjög auðveld. Selásskóli hefur verið þátttakandi í tölvusamskiptaverkefnum á vegum National Geographic Kids Network síðustu tvö ár. Sú vinna hefur verið í nánu samstarfi við skólasafnið. Það hefur haft mjög hvetjandi á- hrif á nemendur að vinna á tölvurnar, þar sem auðvelt er að breyta, leiðrétta og vanda allan frágang. Eg tel óhætt að fullyrða að tölvurnar hafi örvað nemendur við að semja texta. Heimildavinna og ritgerðaskrif krefjast mikils tíma og kalla á skiptitíma þannig að kennari og skólasafnskennari þurfa að geta sinnt bekknum á sama tíma. Það er ljóst að kennslustundafjöldi skólanna er allt of lítill. Ef á að leggja áherslu á þennan þátt í námi barna okkar verður að fjölga kennslustundum og jafnframt gera ráð fyrir aukinni kennslu á skólasafni. Bókasafhið 18. árg. 1994 37

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.