Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 48

Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 48
Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Bókasöfn og atvinnulíf Hvernig er hægt að nýta bókasöfn gegn atvinnuleysi? Þessari spurningu og fleiri sem henni tengjast, velti ég fyrir mér þegar ég setti á blað hugleiðingar um bókasöfn og atvinnulíf fyrir 20 ára afmælishátíð Félags bókasafnsfræð- inga þann 11. nóvember sl. Mín niðurstaða var sú að það mætti gera með veruleg- um árangri. Helstu kostir bókasafna í þessu skyni eru: 1. Þau mynda þéttriðið net um allt land og eru mjög að- gengileg. Flestir eiga stutt að sækja á bókasafn og fáir eru feimnir við að koma þar inn. Húsnæði er víða fyrir hendi nú þegar, staðsetning þekkt. Með lágmarkstölvu- kosti, notkun síma og símbréfa mætti víkka starfsemi safnanna verulega, án þess að ráðast þyrfti í óviðráðan- legar fjárfestingar vegna húsnæðis og aðstöðu. Starfsfólk safna er vant að fá margvíslegar fyrirspurnir og leitast við að greiða úr þeim. Menntun bókasafnsfræðinga virðist mér að sé mjög í takt við tímann. 2. Á bókasöfnum og í tengslum við þau er að finna nánast allan þann fróðleik sem hugsanlega gæti nýst fólki sem vill feta nýja stigu í atvinnumálum en jafnframt læra af reynslu annarra. Með góðri tengingu á milli safna er hægt að fá sérhæfðar upplýsingar á ótrúlega skömmum tíma. Þar er bæði um að ræða bóka- eða blaðakost sér- hæfðra bókasafna og þau gagnasöfn sem þau tengjast. Þetta krefst þess að gögn séu skipulega flokkuð og sam- vinna og flæði milli safna sé hindrunarlaust. Einnig krefst það þess að starfsfólk jafnt stórra sem og smæstu safna geti rakið sig á tiltölulega einfaldan hátt að réttum gögnum, t.d. í gegnum miðstöðvar í einstökum söfnum. Þegar ég setti hugleiðingar mínar á blað fyrir afmælisþing bókasafnsfræðinga fannst mér að hér væri ég að tala um framtíðarsýn sem varla yrði að raunveruleika í bráð, en umræður á þinginu og undirtektir vekja ákveðna bjart- sýni um að sú bið verði ekki eins löng og ætla mætti. 3. Sífellt fleirum er það ljóst að fjölhæfni, góð grunn- menntun, símenntun og fjölbreytni er undirstaða at- vinnulífs framtíðarinnar. Fólk er að hverfa frá draumum um að stórfyrirtæki leysi allan atvinnuvanda og átta sig á því að frumkvæði einstaklinga og öflun upplýsinga er góð blanda þegar verið er að hlúa að nýsköpun í at- vinnulífi. Styrkleiki íslands í atvinnumálum er m.a. góð almenn menntun þjóðarinnar, sem vissulega þarf alltaf að bæta. Mikill sveigjanleiki almennings á vinnumark- aði ásamt þátttöku kvenna í atvinnulífmu hefur skapað visst óttaleysi við að feta nýja stigu í atvinnumálum, e.t.v. vegna smæðar samfélagsins sem kallar á fjölhæfni, og þeirrar staðreyndar að flestir kynnast almennum vinnumarkaði á unga aldri. Veikleikinn er hins vegar sá að áhættufé til atvinnurekstrar er takmarkað og það veldur því að konur eru t.d. lítt fúsar að veðsetja heim- ili sín til að setja fyrirtæki á laggirnar. Þekkingar er hins vegar hægt að afla sér á hraða sem hentar hverjum og einum og án verulegs tilkostnaðar, a.m.k. ef fólk nýtir sér þjónustu bókasafna. Hér er aðeins stiklað á því stærsta af því sem erindi mitt fjallaði um en gefur vonandi hugmynd um þá sýn sem ég hef á þætti bókasafna í atvinnusköpun framtíðarinnar. Sumt tilheyrir vissulega framtíðinni en ég hef þá reynslu af bókasöfnum bæði fyrr og nú að þau svari ótrúlegustu kröf- um og geri það yfirleitt fljótt. Ég gladdist mjög þegar ég frétti nú fyrir fáeinum dögum að til standi að Upplýsinga- þjónusta háskólans og bókasafnið í Keflavík taki upp sam- vinnu um arvinnuátak á Suðurnesjum, en þar hefur at- vinnuleysi, einkum meðal kvenna, verið verulegt á undan- förnum tveimur árum. Starfs míns vegna hef ég aðallega snúið mér til Bóka- safns Alþingis á undanförnum árum. Það býr við þröngan húsakost, enga tölvutengingu og hefur aðeins þrjá starfs- menn. Þar eru samt unnin kraftaverk á degi hverjum. Eft- irfarandi raunveruleg dæmi eru nýleg og af handahófi val- in. 1. I desemberlok þurfti ég að svara með tveggja tíma fresti spurningu blaðamanns um sölu á SR-mjöli. Ég hringdi á safnið og innan klukkustundar var búið að tína til fyr- ir mig upplýsingar um málið úr blöðum og ljósvaka- miðlum frá síðastliðnum 6 mánuðum. I þessum úr- klippum voru bitastæðar upplýsingar sem hefðu tæplega allar komið upp í kollinn án þessa efnis. Ég gat því svar- að blaðamanninum skammlaust og á tilsettum tíma. 2. Lítil klausa í Politiken vakti áhuga minn á glænýrri skýrslu eftir danskan sálfræðing um framkvæmd sameig- inlegrar forsjár með börnum. Þetta mál var mjög um- deilt í þingnefnd sem ég er í. Ég hringdi út á safn og gaf upp nafnið á sálfræðingnum, landið Danmörku og nafn skýrslunnar og þessi skýrsla var komin í mínar hendur eftir örfáa daga. Til gamans má geta þess að í kjölfarið lagði ég fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um fram- kvæmdina hér á landi. I spjalli við lögfræðing hjá ráðu- neytinu Iofaði ég að senda afrit af þessari skýrslu til að létta þeim svarið við fyrirspurn minni! 3. I miðri umræðu á Alþingi um hvort gera ætti landið að einu kjördæmi rifjaðist það upp fyrir mér að á írlandi og í Finnlandi væru áhugaverð kosningakerfi sem m.a. hafa leitt til þess að í Finnlandi er hlutfall kvenna á þingi næsthæst í öllum heiminum. Ég hringdi út á bókasafn og fékk í gegn um bréfsíma greinargóðar upplýsingar um málið úr tveimur erlendum heimildum. 4. í gegnum safnið fæ ég reglubundið efnisyfirlit 30-40 innlendra og erlendra blaða og tímarita. Síðan get ég pantað ljósrit af öllum þeim greinum sem mér hentar. Fyrir bragðið á ég nú mjög nýtilegt gagnasafn um þá málaflokka sem ég sinni helst. Erindin sem safnið fær eru margvísleg og enn hef ég ekki frétt af neinum sem ekki hefur fengið skjóta og góða úr- lausn mála sinna hjá starfsfólki þess. Þrátt fyrir það mæli ég 48 Bókasafhið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.