Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 50

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 50
Gunnhildur Manfreðsdóttir, bókasafnsfræðingur Viðskiptaheimurinn - upplýs- ingar og þjónusta Erindi byggt á mastersritgerð höfundar frá Háskólanum í Wales, 1993, flutt á 20 ára afmœlishátíð Félags bókasafnsfrœðinga, 11. nóvember 1993 Hlutverk upplýsinga í heimi viðskipta hefur aukist gíf- urlega á síðustu áratugum. Upplýsingar eru orðnar jafn mikilvægur þáttur í starfsemi fýrirtækja og hráefni og vinnuafl. Fyrirtæki með virka upplýsingamiðlun byggja stefnumörkun og ákvarðanatöku á áreiðanlegum, hnitmið- uðum og nýjum upplýsingum. Því eru þau ætíð betur und- irbúin undir fyrirsjáanlegar breytingar á mörkuðum eða breytt efnahagsástand ríkja og hafa þar með sterkari sam- keppnisstöðu en ella. I upplýsingum felst ákveðið vald. Skilningur á mikilvægi upplýsinga og þekking á upplýs- ingaleiðum er ein af forsendum fyrir árangri í viðskiptum. í þessu erindi verða sérkenni viðskiptaupplýsinga út- skýrð, dæmi tekin um íslenskar viðskiptaheimildir, upplýs- ingaþörf mismundi notendahópa skoðuð og þjónusta bókasafna og upplýsingamiðstöðva hér á landi fyrir við- skipta- og atvinnulífið. Viðskiptaupplýsingar - skilgreining Viðskiptaupplýsingar eru þau opinberu gögn (útgefin) sem eru nauðsynleg við ákvarðanatöku í fyrirtækjum, við- skiptastofnunum og hjá stjórnvöldum. Með því að líta á fyrirtæki sem upplýsingakerfi er hægt að greina milli innra og ytra umhverfis. Innra umhverfi tekur til upplýsinga um fyrirtækið sjálft og rekstur þess, eins og framleiðslu, sölu, birgðahald o.s.frv. Ytra umhverfi inniheldur aftur á móti þá þætti sem geta haft áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækis, þ.e.a.s. upplýsingar utan fyrir- tækis. Skilgreining viðskiptaupplýsinga nær til upplýsinga um ytra umhverfi fyrirtækja. Meginsvið viðskiptaupplýsinga eru markaðsupplýsing- ar, fjármagnsupplýsingar, fyrirtækjaupplýsingar, fram- leiðsluupplýsingar og almennar hagfræðilegar upplýsingar um starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Notendahópar - upplýsingaþörf Mismunandi hópar hafa þörf fyrir viðskiptaupplýsingar í þjóðfélaginu, t.d. nemendur, stjórnmálamenn, frétta- menn, fólk í atvinnuleit, fjárfestar, upplýsingafulltrúar og útgefendur. Upplýsingaþörfin er mismunandi milli þessara hópa en mikilvægasti notendahópurinn eru fyrirtækin sjálf. Upplýsingaþörf fólks í viðskiptalífinu spannar vítt svið en það sem einkennir hana hvað mest er hversu nýjar upp- lýsingarnar þurfa að vera, eins og upplýsingar um stöðu hinna ýmsu fjármagnsmarkaða, alþjóðleg efnahagsmál, framleiðslu atvinnugreina, þjóðartekjur, stöðu fyrirtækja, markaðsrannsóknir o.s.frv. Upplýsingaþörf einstakra framleiðslugreina er mismikil, í sumum greinum er tækniþróun mjög hröð og miklar sveiflur á mörkuðum, eins og í hugbúnaðariðnaði, sem kallar á stöðugt upplýsingaflæði. Viðskiptaheimildir Viðskiptaheimildir geta verið í mismunandi formi; prentaðar, mikrofisjur, eða í tölvutæku formi eins og gagnagrunnar, geisladiskar, „viewdata- eða audiotext". Sama heimildin getur verið til í mismunandi formi, eins og alþjóðlega Kompass fyrirtækjaskráin er bæði til í prentuðu og tölvutæku formi. Það er að verða algengara að upplýs- ingar séu einungis gefnar út í tölvutæku formi, sem er mjög heppilegur miðill fyrir viðskiptaupplýsingar. Bein upplýsingaleit í tölvu hefur marga kosti umfram prentaðar heimildir. Þeir helstu eru að; upplýsingarnar eru nýrri, Ieitarmöguleikar eru mun fleiri, og landfræðileg stað- setning notenda skiptir ekki máli, sem er mikilvægt fyrir okkur Islendinga. Við höfum sama aðgang að töivutækum upplýsingum og aðrir í heiminum. Þó erfitt sé að afmarka viðskiptaupplýsingar á einhvern hátt, er hægt að skipta þeim í fimm efnisflokka, eins og fyrr greinir. Hver þessara flokka hefur ákveðin sérkenni sem verða útskýrð nánar. Fjármagnsupplýsingar veita upplýsingar um verð og þróun á hrávöru, eins og áli eða öðrum málmvörum, og þróun á gjaldeyrismörkuðum, peningamörkuðum og verð- bréfamörkuðum. Fjármagnsupplýsingar veita aðallega upp- lýsingar um verð en geta þó líka verið í texta formi, eins og skoðanir, álit og greining á stöðu mála. Uppsprettur fjár- magnsupplýsinga koma m.a. úr viðskiptakerfum verðbréfa- þinga. I fjármagnsheiminum skiptir tími mjög miklu máli því er bein upplýsingaleit í tölvu mjög heppileg aðferð. Verð á hlutabréfum og öðrum verðbréfum er yfirleitt að finna í tölvutæku formi, en einnig í dagblöðum, eins og MorgunblaSinu sem birtir daglega tölur frá Verðbréfaþingi Islands og opnu tilboðsmörkuðunum. Haustið 1993 opn- aðist í fyrsta skipti beinlínuaðgangur fyrir almenning að Verðbréfaþingi Islands, gengum bandaríska gagnabankann Dow Jones Telerate. Fyrirtækið Strengur hf. er umboðsað- ili fyrir Dow Jones Telerate. Upplýsingar berast á 10 mín- útna fresti frá Verðbréfaþinginu í gagnabankann. Því geta fjárfestar í Hong Kong, sem dæmi, fengið upplýsingar um helstu stærðir á íslenskum fjármagnsmarkaði næstum jafn óðum og kaupin gerast á íslandi. Fyrirtækjaupplýsingar er sá flokkur sem hvað mest er þörf á og mest er notaður. Upplýsingar um fyrirtæki eru grunnheimildir fyrir viðskiptaheiminn, upplýsingar um starfsemi fyrirtækja, fjárhagslega stöðu þeirra, framleiðslu, stjórnarformenn og helstu yfirmenn, orðstír fyrirtækisins o.s.frv. Utgefnar skrár um fyrirtæki tiltaka allt frá nauðsyn- legustu upplýsingum, (nafn og heimilisfang) til nákvæmra skýrslna um starfsemi og stöðu fyrirtækja. Frumupplýsing- 50 Bókasafnið 18. árg. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.