Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 63

Bókasafnið - 01.04.1994, Síða 63
Ritdómar Bókarýni Askólasafni: handbók / Kristín Unnsteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir; teikningar Anna Cynthia Leplar. - Reykjavík ; Mál og menning, 1993. - 106 s. í formála segir að bók- inni sé ætlað að vera hand- bók um skólasöfn í grunn- skóla, en ekkert hafi verið skrifað á íslensku um skipu- lag og innra starf skólasafna síðan bók Huldu Asgríms- dóttur, Skólasafhið: megin- hjálpartœkið í skólastarfinu kom út 1979. Fram kemur að Kennarasamband íslands og Þróunarsjóður Æfmgadeildar Kennaraháskóla íslands veittu styrk til verksins, en höfundar hafa starfað við Æf- ingadeildina um árabil. I fyrsta kafla bókarinnar er hlutverk skólasafna útskýrt og skilgreint m.a. út frá lögum um grunnskóla frá 1991, auk þess sem ýmsar hugleiðingar höfunda eru settar á blað. Ef borið er saman við bók Huldu, þá finnst mér vanta nán- ari skilgreiningar á því hvað skólasafn er. Til eru margar er- lendar skilgreiningar á hlutverki skólasafna og hefði verið gaman að sjá einhverjar þeirra bornar saman, eða að höf- undar reyndu sjálfar að skilgreina skólasafnið. En það er ef til vill fyrir utan efnissvið þessarar bókar, henni er ekki ætlað að vera fræðileg greining á skólasöfnun. Saga bókasafna í íslenskum barnaskólum er rakin í öðr- um kafla. Þetta er ágætt yfirlit fram að því að fræðsluyfir- völd í Reykjavík riðu á vaðið og settu reglur um bókasöfn í skólum borgarinnar árið 1970. Það sem eftir er kaflans er fjallað um þau lög og reglugerðir sem skólasöfn hafa starf- að eftir frá þeim tíma. Allt of miklu plássi er eytt í að gera grein fyrir úreltum reglum og lögum, sem hafa verið num- in úr gildi, t.d. grunnskólalögunum frá 1974, en minna fjallað um þau lög sem eru í gildi nú. Fyrst verið er að rekja sögu skólasafna á annað borð sakna ég þess, að ekki er að öðru leyti gerð nein grein fyrir þróun mála eftir 1970. Það hafa verið gerðar kannanir um þessi mál, t.d. lét Félag skólastjóra og yfirkennara gera könnun á aðbúnaði í skól- um 1981 og Sigrún Klara Hannesdóttir gerði könnun á stöðu og starfsemi skólasafna í grunnskólum og framhalds- skólum árið 1989. Auk þess er til mikið af tölfræðilegum upplýsingum um starfsemi skólasafna hjá bókafulltrúa rík- isins og hjá Skólasafnamiðstöð Reykjavíkurborgar. í þriðja kafla bókarinnar er rætt um safnkost á skóla- safni. Varðandi magn er bent á grunnskólalögin frá 1974, en hvað segir í lögunum frá 1991? Þá er einnig rætt um hvernig safnkosturinn skuli samsettur og hvaða hjálpartæki séu við höndina, þegar velja á efni. Ekki er gerð nein grein fyrir hvernig meta skuli það efni sem keypt er, ekki sett upp nein gagnrýni eða viðmiðun, aðeins að miðað sé við að gögnin eigi að nota á skólasafni. í fjórða kaflanum „Nám og kennsla á skólasafni“, sem er lengsti kafli bókarinnar eru settar fram margar góðar hugmyndir um starf á skólasafni. Fjallað er um útlán, lest- ur barna- og unglingabóka, safnkennslu, heimildavinnu og nýsitæki og gögn. Eg er sammála höfundum um að safn- kennsla sé eitt mikilvægasta starf skólasafnvarðarins og þá / hvaða mynd sem er. í ,,Viðauka“ aftarlega í bókinni er rætt um gerð námsskráa fyrir einstaka skóla eða sérstaka þætti skólastarfs og þar er prentuð sem sýnishorn Námsskrá Skólasafhs Æfngaskólans 1992-1993. Slíkar námsskrár geta verið breytilegar frá einum skóla til annars og frá ári til árs. Bæði í grunn- og framhaldsskólum er misjafnlega að þessu staðið og víða er ekki um neina slíka stefnumörkun að ræða. Það er athugunarefni hvort ekki ætti að taka fastar á þessum þætti. Sem bókavörður í skólasafni á framhalds- skólastigi finn ég oft, hvað nemendur koma illa undirbún- ir úr grunnskólanum og að enginn tími er sérstaklega ætl- aður í safnkennslu á framhaldsskólastiginu. Hins vegar er ég ósammála höfundum um að skólasafn- vörður eigi endilega að sjá um sögustundir. Það á hann alls ekki að gera nema hann hafi gaman afþví. Annars er miklu betra að fá einhvern annan til þess, t.d. rithöfunda eða aðra sem áhuga hafa. I þessum kafla er rætt nokkuð um samnýt- ingu efnis á milli skóla og á þessum niðurskurðartímum er nauðsynlegt að skólasafnverðir hugi að þeim þætti í ríkara mæli. í upphafi 5. kafla undir fyrirsögninni „Skilgreining“ stendur: „í þessu riti er starfsheitið skólasafnskennari not- að yfir starfsmann á skólasafni í grunnskóla“ (s. 75). Einnig er vísað til þess að starfsheitin skólabókavörður og skóla- safnvörður séu einnig í notkun. Þessar nafngiftir hafa verið nokkuð á reiki, bókasafnsfræðingar hafa ekki viljað kalla sig kennara og kennararnir hafa ekki viljað hafa neitt bókasafn í sínu starfsheiti. Hins vegar eru allir sammála um að nota orðið skólasafn, enda er það stutt og þjált. Mér leiðist þetta orð, skólasafnskennari, það er útúrsnúningur og ekkert annað. Skólasafnvörður er ekki heldur gott og auglýsi ég hér með eftir einhverju betra orði. Eitt og annað finnst mér vanta í þessa bók. Hún miðast að miklu leyti við aðstæður eins og þær eru í Reykjavík og á Reykjanesi en aðstæðum á landsbyggðinni, þar sem flest- ir skólar eru litlir og skólasafnamiðstöðvar ekki til, eru gerð ákaflega lítil skil. Það vantar umfjöllun t.d. um starfsmannahandbók, sem getur verið mjög þægilegt hjálpartæki og yfirlýsing UNESCO um skólasöfn er ekki prentuð í bókinni og er að engu getið. Aftast er heimildaskrá og er henni skipt eftir köflum og sumsstaðar bent á stuðningsrit varðandi efnið. Þar eru margar ágætar tilvísanir sem gætu komið starfandi skólasafnvörðum að gagni. En í sumum tilfellum eru stuðningsritin orðin alltof gömul og full ástæða er til að sleppa ritum sem eru orðin um og yfir 20 ára gömul. Það hefur margt nýtt komið út á undanförnum árum, auk þess sem það er nánast ómögulegt að kaupa þetta gamlar bækur þó að þær væru sígildar í fræðunum. Bókin er pappírskilja í litlu broti og Ietrið er of smátt. Framan við hvern kafla er skemmtileg mynd eftir Önnu Cynthiu Leplar og auk þess litlar myndir, en engar skýring- armyndir eru í bókinni og hefði þó verið af nógu að taka. Atriðisorðaskrá er engin, en efnisyfirlit mjög skýrt og grein- argott. Við yfirlestur fann ég eina prentvillu á bls. 83, útán Bókasafhið 18. árg. 1994 63 Á SKÓLA- SAFNI

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.