Morgunblaðið - 05.11.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.11.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 19 ERLENT Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00 Stendur til 7. NÓV. Upplýsingasími 511 1055 í Perlunni catmandoo OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði : i f ll i Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: Flísteppi 1.500 3.990 Regatta flís barna 990 2.990 Un-Iceland skór 890 parið Banjó barnaúlpur 1.500 4.990 Barnaregngallar 1.990 4.990 Kuldagallar barna 3.600 7.990 Banjó barnapeysur 600 3.500 Línuskautar 1.990 6.990 Is It 20 jakkar 3.990 9.990 Adidas sundbolir 1.000 2.990 Teva töflur 3.995 7.990 Regatta úlpur/jakkar 1.990 4.990/5.990 Skíðabuxur, st. 90-160 1.990/2.500 6.990/7.990 Skíðahanskar frá 300 BeZo Ný sending af barnaúlpum - mikið úrval STJÓRNVÖLD í Makedóníu lýstu í gær yfir sigri í milliríkjadeilu við Grikki sem staðið hefur allt frá því að Makedóníumenn hlutu sjálfstæði 1991. Deilan snýst um nafngiftir en Branko Crvenkovski, forseti landsins, greindi frá því í gær að Bandaríkin hefðu viðurkennt nafn landsins sem „Lýðveldið Makedónía“. Crvenkovski gat ekki leynt ánægju sinni með þessi tíðindi en Grikkir eru að sama skapi æfir. Grikkir neituðu á sínum tíma að viðurkenna nafnið Makedónía, bentu á að þegar væri til hérað í Norður- Grikklandi sem héti Makedónía og að ekki kæmi til greina að viðurkenna rétt nágrannaríkisins til að heita þessu sama nafni. Vildu þeir meina að með því að lýsa yfir sjálfstæði ríkisins Makedóníu væru þarlend stjórnvöld að gera kröfu til samnefnds land- svæðis í Grikklandi. Vegna mótbára Grikkja gekk Makedónía í Sameinuðu þjóðirnar 1993 undir nafninu „Fyrr- verandi sambandslýðveldið Make- dónía“ og hefur stundum gengið und- ir skammstöfuninni FYROM. Svo alvarleg var þessi deila að Grikkir settu á sínum tíma viðskiptabann á nágrannaríkið. Grikkir hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjamanna í gær en hún gæti haft í för með sér að aðrar þjóðir og stofnanir fylgdu fordæminu. Kallaði gríski utanríkisráðherrann, Petros Moliviatis, sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi á sinn fund og mótmælti ákvörðuninni formlega. Ekki er vitað hvað réði ákvörðun Bandaríkjastjórn- ar en Makedóníumenn hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og hafa m.a. sent hersveitir til bæði Afg- anistans og Íraks. Deilur um nafnið á Makedóníu Stjórnvöld í Skopje fagna sigri Skopje. AP. STJÓRNVÖLD í Bretlandi hafa veitt University College í London leyfi til að skima fósturvísa eftir glasafrjóvgun til að leita uppi gen sem geta valdið FAP, arfgengri gerð krabbameins í ristli, að sögn dagblaðsins The Times á mánu- dag. Fram til þessa hefur eingöngu verið leyft að skima fósturvísa til að koma í veg fyrir að til verði börn með ólæknandi sjúkdóma á borð við slímseigjusjúkdóm eða Huntingdons-veiki. Valið er á milli fósturvísa þrem dögum eftir að frjóvgun hefur tekist en þá hefur eggið skipst í allt að tíu frumur í fósturvísinum. „Góðum“ fóst- urvísi, sem ekki er með genið, er síðan komið fyrir í leginu. Talið er að allt að 50% líkur séu á að barn með umrætt gen í frum- um sínum fái FAP á unglingsárum eða síðar sé annað eða bæði for- eldri með genið. Fósturvísar skimaðir FERENC Gyuresany, forsætisráð- herra Ungverjalands, sagði á þriðjudag að ungverska herliðið í Írak, 300 manns, yrði kallað heim í mars næstkomandi. Sagði hann rétt, að það yrði í landinu fram yfir væntanlegar kosningar en ekki lengur. Raunar rennur heimild ungverska þingsins fyrir veru her- deildarinnar í Írak út um áramótin og þá verða þrír fjórðu þingmanna að fallast á að framlengja hana. Ekki er alveg víst að ríkisstjórnin undir forystu sósíalista nái því fram en stjórnarandstaða hægrimanna hefur hvatt til, að herliðið verði kallað heim strax. Ungverjar frá Írak í mars KREM, sem konur í Róm notuðu til að hressa upp á útlitið, var slá- andi líkt því, sem konur nota nú á dögum. Er það niðurstaða rann- sókna á kremi, sem fannst í róm- versku hofi í London eða Lond- inium eins og borgin hét, og er frá því á annarri öld eftir Krist. Kem- ur þetta fram í grein í vísinda- tímaritinu Nature en kremið var í lokuðum krukkum og er fundur- inn sá eini sinnar tegundar. Er það gert úr dýrafitu, sterkju og tinoxíði, hvítt á lit og minnir mjög á nútímarakakrem. Talið er, að tinoxíðið hafi gefið kreminu litinn en á þessum tíma voru Rómverjar farnir að átta sig á, að blýið, sem þeir höfðu notað mikið, var ekki hættulaust. Fornt en þó nútímalegt krem Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.