Morgunblaðið - 05.11.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 05.11.2004, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Vinafélags Íslensku óperunnar 19. nóvember kl. 17.00 Stjórn Vinafélags Íslensku óperunnar boðar til aðalfundar félagsins 2004. Fundurinn verður haldinn í fundaherbergi Óperunnar (á efstu hæð) föstudaginn 19. nóvember kl. 17.00. Rétt til setu á aðalfundinum eiga allir félagar í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Ársfundur Íslensku óperunnar 19. nóvember kl. 17.30 Stjórn Íslensku óperunnar boðar til ársfundar ÍÓ 2004. Fundurinn verður haldinn í fundaher- bergi Óperunnar (á efstu hæð) föstudaginn 19. nóvember kl. 17.30. Rétt til setu á fundinum eiga, auk stjórnar- og varastjórnarmanna, allir þeir sem sitja í fulltrúaráði Íslensku óperunnar, svo og félagar í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Á ársfundi er kynntur ársreikningur Íslensku óperunnar og skýrsla um starfsemi liðins starfsárs. Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga Þjóðmenningarhúsið 6. nóvember 2004 Dagskrá: Aðalfundur  13:30 Setning fundarins: Almar Grímsson, formaður.  13:35 Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlé. Menningardagskrá:  14:30 Ávarp: Poul Sveinbjorn Johnson, fyrrv. aðalræðismaður í Chicago.  14:40 Kynning: Lögberg Heimskringla. Steinþór Guðbjartsson, ritstjóri.  14:50 Kveðja frá Vesturfarasetri á Hofsósi: Valgeir Þorvaldsson.  15:00 Snorri West kynning: Eric Stefanson, formaður Snorri West og þátttakendur í verkefninu.  15:20 Snorraverkefnið kynning: Róbert T. Árnason, formaður, og þátttakendur í Snorraverkefninu.  15:30 Hýbýli vindanna. Leikgerð Borgarleik- hússins: Bjarni Jónsson, höfundur handrits.  15:45 Heimsókn „New Iceland Youth Choir“ 2003: David Gislason frá Arborg, Manitoba.  16:00 Kynnt útnefning heiðursfélaga.  16:10 Ávarp: Stefan J. Stefanson frá Gimli, Manitoba.  16:30 Kynning á Þjóðmenningarhúsi og skoðun á sýningum.  17:00-18:30 Móttaka utanríkisráðherra. Einnig verðu r kynning þremur ferðum ÞFÍ 2005 á slóðir íslenskra landnema í: Utah - Al- berta og Saskatchewan - Wisconsin/Minnesota/ Norður Dakóta og Manitoba og á Íslendinga- daga. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 11. nóvember 2004, kl. 14.00, á neðangreindum eignum: Ljótsstaðir, jörð, fastanr. 146-555, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jarðasjóðs ríkisins. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Sæmundargata 9, fastanr. 213-2327, þingl. eign Eyjólfs Guðna Björns- sonar. Gerðarbeiðandi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Öldustígur 7, efri hæð og bílskúr, fastanr. 213-2521, þingl. eign Jóns B. Sigvaldasonar og Guðrúnar Stefánsdóttur. Gerðarbeiðandi er Kaupþing Búnaðarbanki hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 4. nóvember 2004. Ríkarður Másson. Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð sem hér segir: Straumey SK, skrnr. 1919, þingl. eigandi er Eyjaskip ehf., verður háð á skrifstofu sýslumanns að Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 11. nóvember 2004 kl. 13.30. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 4. nóvember 2004. Ríkarður Másson. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Tillaga að breytingu á deili- skipulagi með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 27. október 2004 var samþykkt kynning á tillögu að breytingum á deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og bygginga- laga nr. 73/1997. Um er að ræða breytingu á deiliskipulaginu á þremur svæðum: 1. Við Ásbúð. Þar er um að ræða stækkun á viðbyggingarreit til norðurs. Eftir breytingu verður heimil viðbygging við bílskúr. 2. Við Heiðabýli, Reykjabyggð. Eftir breyt- ingu verður heimilt að skipta lóðinni í tvær sjálfstæðar lóðir með íbúðarhúsum. 3. Við Árbakka við Bjargsveg. Eftir breyt- ingu verður heimilt að skipta lóðinni í þrjár sjálfstæðar lóðir með íbúðarhúsum. Breyting á deiliskipulagi Hraðastaða IV í Mosfells- dal, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 27. október 2004 var samþykkt kynning á tillögu að breytingum á deiliskipulagi Hraðastaða IV í Mosfellsdal, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997. Breytingin fellst í því að gerð er sér lóð utan um núverandi hús að Hraðastöðum IV og heimilt verður að reisa til viðbótar því þrjú íbúðarhús á þremur lóðum á skipu- lagssvæðinu. Tillögurnar, ásamt greinargerð, verða til sýnis á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, í Þjónustuveri á fyrstu hæð, frá 5. nóvember til 3. desember 2004. Einnig er hægt að kynna sér þær á heima- síðu Mosfellsbæjar, www.mos.is . Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 17. desember nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Gvendur dúllari Nóvember-glaðningur 25% afsláttur af öllu í 2 daga föstudag og laugardag. Gvendur dúllari - alltaf góður, Fornbókaverslun.... með meiru, Klapparstíg 35, sími 511 1925. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.