Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ólskra fanga til að hafa stöðu póli- tískra fanga og að ekki væri litið á þá sem glæpamenn. Málningar- sprengju hefur verið kastað á mynd- ina þannig að hvít málningin lekur niður andlit hans. „Hér voru himinháar blokkir. Þeir jöfnuðu þær allar við jörðu, en skildu bara þessa einu eftir. Herinn hefur efstu hæðirnar þrjár og er með myndavélar yfir allt svæðið þaðan. Svo eru þeir með hljóðnema og heyra allt sem við segjum,“ segir Caoimhín Mac Giolla Mhín, kaþólsk- ur leiðsögumaður okkar, sem einnig er félagi í Coiste, hárri röddu. Minnisvarði um karla og konur sem börðust með IRA stendur við veginn. Blómsveigar og kransar hafa verið lagðir til minningar um horfna ástvini. „Páskarnir eru svo nýliðnir, þess vegna er svo mikið af blóm- sveigum hér,“ segir Mac Giolla Mhín. „Allt þetta fólk bjó bara í þess- um húsum hér í kring,“ segir hann og strýkur fingrinum yfir steininn. Stuttu frá er annar minnisvarði fyrir fólkið úr því hverfi, við hlið örygg- isgirðingarinnar. Íbúar húsanna þar hafa klætt húsin sín með bárujárni til að koma í veg fyrir að bensín- eða málningarsprengjur fari inn um gluggana. Á Vesturbakkanum í Skástriksborg Leið okkar liggur einnig til borg- arinnar Derry/Londonderry í norð- vestur hluta Norður-Írlands. Kaþól- ikkar kalla borgina Derry en mótmælendur, sem vilja áfram til- heyra Bretlandi, kalla hana London- derry. Gárungar hafa hinsvegar nefnt borgina „Stroke-City“ eða Skástriksborg vegna skástriksins sem skilur að nöfnin tvö sem deilt er um. Í Derry er Vesturbakki, eins og í Palestínu, en á rennur í gegnum borgina sem skilur jafnframt íbúana að. Kaþólikkar búa á Vesturbakkan- um, þar sem gamli hluti borgarinnar er, en mótmælendur á Austurbakk- anum. Mótmælendur voru áður í meirihluta á Vesturbakkanum, þar sem gamli hluti borgarinnar er, en smám saman hefur þeim fækkað. William Temple, lágvaxinn, þéttur og góðlegur eldri maður, leiðsögu- maður okkar um hverfi mótmæl- enda, segir að árið 1969 hafi 1.800 mótmælendur búið á Vesturbakka árinnar. Nú séu hins vegar 318 íbúar í þéttbýlishluta Vesturbakkans, til viðbótar við um 500 íbúa í dreifbýl- inu í kringum borgina. Hverfi mót- mælenda í Derry, eða Londonderry, Fountainside, þar sem téðir 318 íbú- ar búa, er víggirt háum öryggisgirð- ingum. Temple útskýrir að hverfið sé griðastaður mótmælenda sem búa hinum megin árinnar. Þeir geti kom- ið inn á þetta svæði þegar þeir eiga erindi í miðbæinn, lagt bílunum sín- um þar og vitað að þeir verði ekki eyðilagðir á meðan. Það var hálf-súrrealískt að koma inn á þetta svæði og það fer ekkert á milli mála á hvers yfirráðasvæði maður er. „Sambandssinnar á Vest- urbakkanum – Enn undir umsátri – Gefumst ekki upp“ stendur ritað á húsvegg – og er þá verið að vísa til umsáturs um Derry árið 1688 – litir breska fánans hafa verið málaðir á gangstéttarbrúnir, breski fáninn blaktir við hún við hlið fána fótbolta- liðsins Rangers sem mótmælendur styðja og á húsgafla eru málaðar myndir af hetjum úr röðum mótmæl- enda. „Þetta er fáránleg upphafning á öllu sem breskt er. Þetta er bresk- ara en nokkur bær á Englandi,“ sagði einn ferðafélaga minna sem er frá Suður-Englandi. Á barnaskólanum er máluð hvatn- ing um að gefast ekki upp og láta ekki undan. Skyldu þetta vera góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar? „Vopnuðu hóparnir eru hluti af líf- inu. Við viljum ekki að þeir fari þar sem ríkið hefur áður brugðist okk- ur,“ segir Temple. Tómstundaóeirðir Átökin hófust í lok sjöunda ára- tugarins þegar kaþólikkar, sem litu svo á að þeir hefðu verið beittir mis- rétti af meirihlutanum, hófu baráttu fyrir réttindum sínum. Jon Mc- Court, var kaþólskur leiðsögumaður okkar um borgina. McCourt er stór og hávaxinn maður og hálft andlit hans er þakið gömlum brunasárum. Hann tók við okkur úr höndum Temples, við annan af tveimur inn- göngum inn í Fountainside. Hann var unglingur á sjöunda áratugnum þegar átökin voru að hefjast og tók þátt í fyrstu mótmælagöngunum. „Við vissum ekkert um borgaraleg réttindi, en þegar maður er 17 ára tekur maður auðvitað þátt í öllu svona,“ sagði McCourt. Hann út- skýrði að eftir að hann hefði séð vini sína barða niður af lögreglu og her hefði pólitísk meðvitund aukist. „Við tókum þátt í því sem er kallað „tóm- stundaóeirðum“. Á hverjum sunnu- degi hentum við múrsteinum í her- mennina og söfnuðum plastkúlum sem hermennirnir sendu á okkur,“ sagði hann. Þegar fréttirnar byrjuðu fóru þeir svo heim til að reyna að sjá sig í sjónvarpinu. Horfði á hjálparlausan vin sinn skotinn til bana McCourt tók til dæmis þátt í kröfugöngu 30. janúar 1972, blóðuga sunnudaginn, þegar breski herinn skaut fjórtán kaþólikka til bana. Við stöndum á hæð þar sem breski her- inn var áður staðsettur og gott út- sýni er yfir „The Bogside“, hverfi kaþólikka. Er McCourt rifjar upp at- burðina þennan dag og minnist vina sinna sem hafa látist koma tár í augu hans og trítla niður kinnina. Við göngum með honum í Glenfada Park, húsasund þangað sem hann flúði. Þar voru sex einstaklingar skotnir niður, tveir þeirra létust. Kúluför má enn sjá á veggnum og hann lýsir því fyrir okkur hvernig Jim Wray vinur hans, sem þá var 22 ára, var skotinn í mænuna. Og þar sem hann lá og gat ekki hreyft sig sá hann hvernig önnur kúla fylgdi í bakið. Í Glenfada Park eru börn að leik í boltaleik þennan dag, innan um alla máluðu húsgaflana og kúluförin. „Viljið þið sjá? Vinur minn var skot- inn hérna, bara í síðustu viku. Það er enn blóð og allt,“ segir eitt þeirra og hlær. „Er þeim alveg sama – eða er þetta þeirra leið til að sýna okkur hvað þeim finnst um fólk eins og okkur sem kemur til að skoða þjáningar annars fólks og allar hörmungarnar sem hér hafa átt sér stað?“ velti ég fyrir mér. „Hvernig ætli það sé að alast upp á svona stað, þar sem leikvöllurinn er gamall víg- völlur?“ Daginn eftir hittum við John Kelly, bróður Michaels Kelly sem var eitt fórnarlambanna 30. janúar, í Bloody Sunday-samtökunum. Í rannsókn sem fylgdi í kjölfar atburð- anna voru allir hermennirnir hreins- aðir af gjörðum sínum. Fjölskyldur fórnarlambanna vilja að það verði viðurkennt að fólkið sem var skotið niður var saklaust og árið 1998, eftir lotulausa baráttu þeirra, opnaði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, málið að nýju. Kelly sagði fjöl- skyldurnar vonast eftir nýrri skýrslu í haust en að tíminn yrði að leiða það í ljós. „Blóðugi sunnudagurinn breytti öllu. Fólk stóð í biðröðum eftir því að ganga til liðs við IRA eftir þennan dag. Margir hafa dáið í kjölfarið vegna þess sem gerðist á blóðuga sunnudaginn og fjölmargir hafa farið í fangelsi. Þeir hafa blóð á höndum sér,“ segir Kelly. Hann segist þó hóf- lega bjartsýnn á hver útkoman verð- ur. Hermönnunum sem voru þarna þennan dag hafi verið lofað nafn- leynd og friðhelgi, en samt hafi þeir ekki sagt sannleikann eða viður- kennt að þeir hafi gert neitt rangt. „Við [fjölskyldur fórnarlambanna] hlustuðum á alla hermennina. Að- eins einn eða tveir þeirra sýndu iðr- un, hinum var sama, þeir voru kaldir, útreiknaðir lygarar og morðingjar,“ segir hann. Fjölmörg samtök vinna að því að bæta ástandið á N-Írlandi. Það þarf hugrekki til að vera tilbúinn að starfa með hinni hliðinni í samfélagi eins og á N-Írlandi. Flest samtak- anna starfa þó aðeins innan síns samfélags en ekki þvert á skipt- inguna. „Við erum ekki enn tilbúin að starfa saman,“ segir Tom Winstone. Til að varanlegur friður komist á, hvort sem N-Írland til- heyrir áfram bresku krúnunni eða verður hluti af Írska lýðveldinu, þurfa samfélögin vissulega að hitt- ast, vinna saman, takast á við fortíð- ina og framtíðina. Það hlýtur samt að vera jákvætt að hvort samfélag fyrir sig sé að vinna í sínum ranni og und- irbúa jarðveginn fyrir það sem síðar kemur. Vonandi tekst fólki eins og Noel Large og Rosenu Brown að koma í veg fyrir að ungt fólk feti sömu braut og þau gerðu. Eins og Large sagði: „Þetta litla land væri ekki slæmur lítill staður ef við gæt- um lært að búa saman.“ [e: This wee country wouldn’t be a bad wee spot if we could learn to live together.] Á víglínunni Há öryggisgirðing skilur að Shankill, vígi harðlínumanna úr röð- um mótmælenda, og Falls Road, þar sem kaþólikkar ráða lögum og lofum. Sum- ir íbúanna hafa smíðað framlengingu á hús sín og klætt með bárujárni og hænsnaneti til að koma í veg fyrir að sprengjur geti komið inn um gluggana. Vopnaðir hópar mótmælenda brenndu hús kaþólikka á þessu svæði í upphafi áttunda áratugarins. Morgunblaðið/Nína Björk Fallinna minnst Caoimhín Mac Giolla Mhín, félagi í Coiste, samtökum fyrrum IRA-fanga, sýnir minnisvarða um karla og konur úr hverfinu sem hafa látið lífið í átökunum. Aðeins steinsnar frá er annar minnisvarði. Ekki allra Húsgafl höfuðstöðva Sinn Féin á Falls Road sýnir mynd af Bobby Sands, sem lést í hungurverk- falli árið 1981, stuttu eftir að hann var kjörinn á breska þingið. Hann var þá í fangelsi og barðist fyrir rétti kaþ- ólskra fanga til þess að litið væri á þá sem pólitíska fanga en ekki glæpa- menn. För eftir málningarsprengju má sjá niður eftir andlitinu. Stöðug áminning Vopnaðir öfga- hópar, eins og IRA og UVF, halda minningu fallinna manna úr þeirra röðum á lofti með því að mála hús- gafla með myndum þeirra. Þessi mynd er tekin í Shankill, hverfi mót- mælenda. Plastkúlur hættulegar Clara Ril- ey sýnir plast- og gúmmíkúlur sem notaðar hafa verið á N-Írlandi. Kúlan lengst til vinstri er sú nýjasta sem er nú verið að taka í notkun. Plastkúl- um má aðeins skjóta í óeirðaástandi á 20 metra færi eða meira og má að- eins miða á neðri hluta líkamans. Riley sagði að þessar reglur hefðu oft verið brotnar, hundruð manna hefðu slasast mjög illa og jafnvel látist, einkum börn, eftir að hafa fengið í sig svona kúlu. Höfundur stundar meistaranám í al- þjóðastjórnmálum við friðarfræðadeild Bradford-háskóla í Bretlandi. Ferðin var námsferð á vegum háskólans. nina@mbl.is ÚTLIT er fyrir að róttækari stjórn- málaöflin á Norður-Írlandi, sam- bandsflokkurinn Democratic Ulster Party (DUP), flokkur Ian Paisleys, og Sinn Féin, flokkur Gerrys Adams, sem stjórnmálaarmur Írska lýðveldishers- ins (IRA), muni verða sigurvegararnir í kosningunum sem fram fara í Bret- landi á uppstigningardag. Óljóst er hvaða áhrif það myndi hafa, en þessir flokkar hafa ekki getað unnið vel saman í fortíðinni, þar sem DUP neitar að ræða við Sinn Féin á þeirri forsendu að flokksmenn séu ein- tómir hryðjuverkamenn sem hafi bar- ist fyrir IRA. Gerry O’Hara, borgarstjóri Derry og félagi í Sinn Féin, segir að þrátt fyrir að kaþólikkar hafi 24 sæti af 30 í stjórn borgarinnar, sé mótmælendum tryggt sæti varaborgarstjóra, til að tryggja að rödd sambandssinna heyrist. Lýsti hann því hvernig núverandi varaborg- arstjóri hefði setið með O’Hara í borg- arstjórn í sextán ár, en hefði aldrei heilsað honum eða tekið undir kveðju, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann hefði sagt í blaðaviðtali að borg- arstjórinn væri einskis virði og að það væri ekki þess virði að yrða á hann. Hann hefði neitað að sitja við sama borð og hann og þannig væri ekki hægt að leysa nein mál. „Við þurfum ekki að veikja sambandssinna, við þurfum sterkan aðila sem við getum samið við og sem getur staðið við sitt. Við þurfum að sannfæra þá um að það þurfi breytingar og að framtíð Írlands sé byggð á jafnrétti,“ segir O’Hara. „Við semjum ekki og tölum ekki við hryðjuverkamenn,“ segir George Daw- son, fulltrúi DUP, þegar hann er spurð- ur út í stöðuna í borgarstjórn Derry. „Hitler var einnig kosinn af sínu fólki,“ segir hann þegar honum er bent á að um sé að ræða lýðræðislega kjörna fulltrúa. Dawson þverneitar að DUP hafi í fortíðinni átt nokkur tengsl við vopnaða hópa sambandssinna. „Hitler var einnig kosinn af sínu fólki“ TENGLAR ..................................................... www.bloodysundaytrust.org, http://www.bbc.co.uk/history/war/ troubles/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.