Morgunblaðið - 01.05.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 01.05.2005, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Á Hrafnistuheimilun- um fjórum búa um 700 heimilismenn og þar eru að sögn Sveins H. Skúlasonar forstjóra 950 starfs- menn í 650 stöðugild- um. Veltan er tveir og hálfur millj- arður. Þetta er því umfangsmikil starfsemi og margt sem kallar að, bæði í endurbótum og rekstri. Nú eru hafnar framkvæmdir við endur- bætur á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. „Hrafnista í Reykjavík var opnuð 1957 og samkvæmt ýtrustu kröfum þess tíma. Vaxandi þrýstingur er í þjóðfélaginu nú þess efnis að eldri heimilum fyrir aldraða sé breytt þannig að sem flestir eigi kost á að búa í sérbýlum með sérsnyrtiað- stöðu. Í daglegu starfi finnum við mjög greinilega fyrir þessu, bæði hjá væntanlegum heimilismönnum og aðstandendum þeirra. Því höfum við nú hafið framkvæmdir við breyt- ingar á herbergjum þannig að við gerum tvö herbergi að einu, stærð herbergisins verður þá um 25 fer- metrar með salerni. Einnig höfum við verið að fækka fjölbýlum og á þessu stóra heimili þar sem erum 340 heimilismenn nú eru aðeins um 40 sem eru í fjölbýlis- herbergjum. Svar við kalli tímans Framkvæmd þessi er mjög viða- mikil og dýr og áætlaður kostnaður er um 800 milljónir króna. Fjármögnun framkvæmda sem þessara er þannig háttað að ríkið tekur þátt í 40% kostnaðar en 60% eru þá sjálfsaflafé. Við uppbyggingu og breytingu á Hrafnistu hefur happdrættið lagt inn ómældar fjár- hæðir í áranna rás, enda er allur hagnaður af happdrættinu settur í slík verkefni en aldrei í rekstur. Það eru sjómannasamböndin í Reykjavík og Hafnarfirði sem hafa byggt upp Hrafnistuheimilin og pen- ingalegur arður hefur aldrei gengið til samtakanna. Þeim sem eru í for- ystu Sjómannadagsráðs er þetta hugsjón sem enn lifir og á sér rætur allt aftur til 1938, er umræður fyrst urðu um þetta mál. Eins og fram kemur hefur pen- ingalegur arður aldrei gengið til sjó- mannasambandanna en það má segja að ef að sjómaður er metinn í mjög brýnni þörf, sambærilegri við aðra, þá er litið til hans með velvilja vegna sögulegra forsendna og er það eini arðurinn sem sjómenn hafa af því að eiga þessi heimili. Auk þess að eiga Hrafnistuheim- ilin í Reykjavík og Hafnarfirði rekur Sjómannadagsráð hjúkrunarheimil- Hugsjónin lifir Mikil umræða hefur verið að undanförnu í samfélag- inu um kjör eldra fólks. Á Hrafnistuheimilunum búa 700 manns. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Svein H. Skúlason forstjóra um breytingar og fram- kvæmdir á heimilunum og gekk með honum um Hrafnistu í Reykjavík. Morgunblaðið/Eyþór Á vaktinni. F.v. Elsa María Þór, Gerður Sigurjónsdóttir, Valdís Antonsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir. Það er mikið spjallað í anddyri Hrafnistu í Reykjavík. Fundarsalur í risi, þar voru áður vistherbergi. F.v. starfsstúlkurnar Sigrún Pálsdóttir og Sigrún Indriðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.