Morgunblaðið - 01.05.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 01.05.2005, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ in á Vífilsstöðum og í Víðinesi.“ Er mikil aðsókn hjá ykkur? „Það eru á biðlista í Reykjavík um 300 einstaklingar, metnir í mjög brýnni þörf. Það má því hugsanlega segja að það sé þverstæða í því að breyta herbergjum og fækka þá um leið möguleikunum en andrúmsloftið í þjóðfélaginu og afstaða fólks til þessara eldri heimila ræður því að við eigum að okkar mati engra ann- arra kosta völ en hella okkur út í breytingar til þess að stækka íveru- herbergin og svara þannig kalli tím- ans.“ Samveran auðgar lífið Hvaða breytingar eru það sem eru efst á baugi hjá ykkur núna? „Auk breytinga á herbergjunum á Hrafnistu í Reykjavík er framundan hjá okkur að stækka félags- og end- urhæfingaraðstöðu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar blasir við vandamál sem sumir mundu kalla en við lítum á sem ánægjulegt verkefni, sem er að aðsókn þeirra sem búa í húsunum sem tengjast heimilinu hefur aukist til mikilla muna þannig að þátttakan í félagsstarfinu kallar á þessa rót- tæku breytingu. Það ánægjulega við það er að hjá Hrafnistu í Hafnarfirði sitja saman heimilismenn og hinir sem búa í næsta nágrenni. Þetta auðgar líf beggja aðila.“ Verður þú var við velvilja í garð þessara heimila í samfélaginu? „Þau ár sem ég hef unnið við Hrafnistuheimilin hafa verið mjög gefandi og ekki síst vegna þess að maður fær mikið þakklæti bæði frá heimilisfólki og aðstandendum þess, hins vegar geri ég mér það ljóst að þar sem sjö hundruð heimilismenn búa er alltaf möguleiki á að eitthvað það eigi stað sem geti ratað til fjöl- miðla og þá fremur það sem nei- kvætt er. En ég þori að fullyrða að það að fólk sé ekki ánægt og þakk- látt heyri til algerra undantekn- inga.“ Hvernig gengur að fá starfsfólk? „Það er staðreynd því miður að á Íslandi eru launakjör í aðhlynning- arstörfum ekki há, þó hefur reynslan verið sú að flestir starfsmenn Hrafn- istuheimilanna hafa langan starfs- aldur. Starfsmannavelta er fyrst og fremst hjá yngra fólki sem er að fóta sig í samfélaginu, þegar þensla er eigum við í samkeppni við ýmsar at- vinnugreinar sem ungu fólki finnst „ÞAÐ munu verða liðin um seytján ár frá því, að sjómannastéttin ís- lenzka ákvað að helga sér einn dag árlega til þess að minna á störf sjó- mannastéttarinnar og hagnýtt gildi hennar fyrir þjóðfélagið í heild. Þessi dagur hefur hlotið nafnið sjó- mannadagur,“ sagði Ólafur Thors forsætisráðherra m.a. þegar hann fylgdi úr hlaði stjórnarfumvarpi um Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna árið 1953. „Það kom í ljós þeg- ar í öndverðu, að nokkur tekjuafgangur varð af þeim skemmt- unum, sem haldnar voru í sambandi við þennan fagnað sjó- manna, og vaknaði þá eðlilega sú spurning hjá forustumönnum sjómanna, hvernig bæri að verja þessum tekjuafgangi. Menn báru saman ráð sín um það og komust nokkuð fljótlega að þeirri niðurstöðu, að rétt þætti og eðlilegt að safna í sjóð til þess, þegar tími þætti til kominn, að byggja dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn, og verða nú, held ég, allir að viðurkenna, að sú hugmynd er reist á grundvelli sanngirni og rétt- lætis í garð þeirra manna sem á langri ævi við örðugt starf hafa slit- ið kröftum sínum í þágu þjóðfélags- ins. Þegar hér var komið málum, þá kusu þessir forustumenn sjómanna – fulltrúaráð sjómannadagsins er samkundan kölluð – sér nefnd, sem skyldi hafa með höndum fjáröflun til viðbótar þeim tekjuafgangi sem sjómannadagurinn hverju sinni færði. Þessari nefnd varð gott til fjár, eins og líka málefnið verð- skuldar.“ Nefnir Ólafur síðan sérstaklega nöfn þeirra Björns Ólafs, skipstjóra frá Mýrarhúsum, og Sigurjóns A. Ólafssonar, fyrrum formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sem sér- stakra forustumanna í þessu máli. „En einnig hafa margir aðrir af forustumönnum sjómanna lagt þar fram óeigingjarnt og mikið starf, vegna þess að þeir telja að það sé þeirra skylda, svo göfug hugsjón sem hér sé borin fram.“ Rekur Ólafur svo í máli sínu hvernig ríkisstjórnin beitti sér fyrir að leyfi til byggingarinnar fengist: „Enda hafði bæjarstjórn Reykjavík- ur látið sjómönnum í té stóra og góða lóð á Laugarásnum svo- nefnda.“ Ennfremur getur Ólafur þess að kostnaðaráætlun hafi verið 4 milljónir króna og var ekki farið fram úr þeirri áætlun við byggingaframkvæmd- irnar – en að þeim loknum var líka allt fé þrotið. „Þá ákváðu for- ustumenn sjómanna á þessu sviði þ.e.a.s. full- trúaráð sjómanna- dagsins og bygging- arnefnd dvalarheimilisins, að fara fram á heimild til happdrættis og viss önnur fríðindi – ég þori nú varla að nefna þau í þingsalnum – það eru innflutningsheimildir á bíl- um.“ Hvatti Ólafur til þess að vel yrði undir þetta mál tekið. „Undirtektir undir málið eru miklu meira virði heldur en mörg lofsamleg og vingjarnleg orð um sjómannastéttina, sem falla frá okkur öllum oft og einatt og öll eru í einlægni mælt, því að þótt við séum stundum að brigzla hvor öðrum um það, að þetta sé nú meira fagurgali heldur en góður hugur, þá er það nú sannleikurinn um okkur alla, að við kunnum að meta þessa stétt og viljum greiða fyrir henni í hvívetna.“ Frumvarpinu var því næst vísað til 2. umræðu með 27. samhljóða atkvæðum og varð síðar að lögum og víst er að happdrættið hefur dugað vel til uppbyggingar Hrafn- istu, svo sem sjá má á viðtölum við formann þess og forstjóra Hrafn- istuheimilanna. Reist á grundvelli sanngirni og réttlætis Það var Ólafur Thors, þáverandi forsætisráðherra, sem fylgdi úr hlaði stjórnarfrumvarpi um Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna er það var lagt fram á Alþingi árið 1953. Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra. „ÞAÐ er dásamlegt að vera hérna á Hrafnistu,“ segir Inga Jóhannesdóttir. Þetta segir hún þótt hún búi í fremur litlu herbergi. „Herbergið er nógu stórt fyrir mig, ég kem líka úr fremur lítilli íbúð á Vesturgötunni, en meðan maðurinn minn lifði bjuggum við í þriggja herbergja íbúð á Njáls- götunni.“ Blaðamaður hefur orð á fögru útsýni frá glugga hennar á Hrafnistu. „Útsýnið er víst gott en augun mín eru slæm,“ svarar Inga. Hún kveðst vera fædd í Flatey á Breiðafirði. „Ég ólst þó upp í Skáleyjum. Nú get ég ekki lengur lesið en hugsa því meira; mikið lifandis skelfing átti ég gott að fá að alast upp á góðu, stóru og frem- ur ströngu heimili með öllum dýrunum og fuglalífinu í Breiða- firðinum. Ég ólst upp við mikla vinnu og reglusemi og það dugði mér vel í lífinu, en ég verð að segja það að ég sé ekki eftir að hafa sótt um hér á Hrafnistu. Dásamlegt að vera á Hrafnistu Inga Jóhannesdóttir í herbergi sínu á Hrafnistu.                  !                  !  "   #  " $%  "   #   !!$    % "&' ( #    '$  # $ '  $ ) " *  #'+  " ,#$  #  $ $ & - (./ 0$'!1 #  "$  2- 345  /#     # $ 3   ''5  '  %6$'  ! 76'# #   # $ # " "     ,"  #  # $ /  )"-8.9:;$  $    $ " '   ! <<<<<<<<<<<<<<< 9"    &', = $ &   # # 3  &  & # $ ! >"   , $  ,3  '     # $ 3     "&'    # $  ! &  ??!(?!(?@!? ! '!@ A%? A   ! ! "      "   #  " Morgunblaðið/Eyþór Góð sundlaug er á Hrafnistu í Reykjavík. Sveinn H. Skúlason forstjóri og Hulda Svanlaugsdóttir, hún er í herbergi sem áður voru tvö með sameiginlegu salerni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.