Morgunblaðið - 01.05.2005, Side 34

Morgunblaðið - 01.05.2005, Side 34
34 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ É g hef allmörg undanfarin ár notið þeirra forrétt- inda að skrifa greinar og birta ljósmyndir um gamalt áhugamál, sem hefir orðið að eins konar þráhyggju, en jafnframt veitt ánægjustundir og fróðleik. Ég á hér við hátíðahöld og skrúðgöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí. Nú ætla ég að hverfa frá þeirri venju og biðja blaðið að hverfa með mér um stund að því tímaskeiði, sem aldurhnignir Íslendingar kveðja nú, velferðarstofnun, sem fylgt hefur þjóðinni nær alla búsetutíð hennar. Ég á hér við „stórfjölskylduna“. Rétt áður en ég bjó mig undir að fjalla um „stórfjölskylduna“ sem var um aldaskeið íslensk velferðarstofn- un, sem „hefur nú sungið sitt síðasta“ kom ég auga á rúmlega 80 ára gamalt eintak af Alþýðublaðinu. Þar var frá- sögn, sem ég kannaðist við. Frásögn sem birtist í blaðinu 27. og 29. desem- ber 1923. Hún var rituð undir dulnefn- inu „Kerling í koti“. Ég vissi af frá- sögn móður minnar að hún var höfundur. Í bókinni Fimm konur minnist móðir mín kvenfélagsfundar þar sem hún tók til máls um sveit- arflutning fjölskyldu vegna skuldar. Jafnaðarmenn voru í sókn á vettvangi stjórnmála. Hún var ung og áræðin. Svall móður og krafðist mannúðar- stefnu, sem jafnaðarmenn hefðu boð- að, en ekki harðvítugrar afturhalds- stefnu og sveitarflutninga. Við lestur greinarinnar fannst mér að hún ætti erindi til almennings 1. maí. Margt er breytt frá þessum tíma. Grundvallaratriðin eru þó æ hin sömu. Þarna brutust verkamenn og samtök þeirra, Bárufélögin, til áhrifa og náðu meirihluta í hreppsnefnd. Það er hressandi að lesa ritsmíð tilfinn- ingaríkrar konu, sem ögrar valds- mönnum og hrópar af „heitum dreyra“: „Ég frétti að fátæk grannkona mín væri nýbúin að fæða sveinbarn. Ég vissi að ástæður hennar voru mjög bágar efnahagslega. og langaði mig því til þess að líta inn til hennar þrátt fyrir það, þó ég fyndi, að ég gæti ekki bætt úr nauð hennar af eigin ramm- leik. Það var eitthvað í mínum innra manni, sem knúði mig til að grennsl- ast eftir ástæðum þessarar konu. – Máski hefir það verið af því, að ég hafði sjálf átt svo bágar kringumstæð- ur oft og einatt og ekki sízt þegar ég fæddi börnin, og „sá veit gerst sem reynir“. Ég heyrði þess getið á mínum yngri árum, að aldrei ætti að heimsækja sængurkonu án þess að gefa henni eitthvað, ef maður ætti ekki brýnt er- indi. Ég fór því með mat á smádiski og gaf henni, og varð hún fegnari en frá megi segja, því að konan var sár- svöng. Samtal okkar varð lítið, því að það voru aðeins tveir sólarhringar frá því, að barnið hafði fæðst. Samt sagði hún þegar ég leit á barnið: „Ekki veit ég, til hvers þessir aum- ingjar eru að fæðast“. Mér brá mjög þegar ég heyrði þessi orð hjá barnungri móður. Þau lýstu svo átakanlegu vonleysi. Það er oftast, að mæðurnar hafa von og þá um leið ósýnilegar nægtir, því að þótt öðrum sýnist þær ekkert hafa, þá er eins og þær finni það ekki sjálfar. Kröpp kjör Það er vonin og kærleikurinn, sem þær stjórnast af, þetta sterka afl, sem Guð hefir gætt mæðurnar til að við- halda mannkyninu. En hvers vegna var þessi kona svona vonlaus? Það var mér ráðgáta, því að hún átti ungan og duglegan mann, sem var góður og umhyggjusamur við hana og börnin. Jú, það var fátæktin. Ég frétti það seinna. Það var komið langt fram á vertíð veturinn áður en barnið fædd- ist og ekki farið að aflast úr sjó. Var því orðið þröngt í búi hjá þeim, sem áttu aðallega líf sitt undir því sem afl- aðist úr sjónum. Kaupmenn höfðu lán- að út á aflavonina, en þegar þeir sáu, að svona illa horfði með vertíðina, þorðu þeir ekki að lána eignalausum meira en þeir voru þegar búnir að gera. Maður þessarar konu var einn af þeim. Hann átti ekkert annað en sína eigin krafta. Ef hægt var að nota þá, hafði hann nægilegt handa sér og sín- um, því að börnin voru þá ekki nema tvö. En nú leyfði sjórinn ekki, að hann notaði kraftana, og atvinnu var hvergi að fá í landi. Hvað átti svo maðurinn að gera sér og fjölskyldu sinni til bjargar? Að fá lán í sjóðum var ekki hægt, því að sjóðirnir voru þannig staddir. Hjá einstökum mönnum var heldur ekki hægt að fá lán, peningaleysið var svo mikið. Hann varð að fá sveitarlán; það var ekki meira að fá lán í þeirra sjóði en öðrum sjóðum, ef það var rétt skoðað. Sá sjóður hlaut að hafa fé; annars var svo illa fyrir séð, að dauð- inn var fyrir dyrum. Það var einmitt það, sem maður þessi gerði. Hann tók sveitarlán með það fyrir augum að borga það af væntanlegum afla eða þegar betur gengi. En hvað gerði svo hreppsnefndin? Það var tíunda árið sem maðurinn var í hreppnum. Hún vildi sjá svo um, að hann yrði ekki sveitfastur þar á staðnum og sendi því tafarlaust reikning til þess hrepps, sem maðurinn var sveitfastur í, og heimtaði hann borgaðan. Fátækra- vottorðið hafði hreppsnefndinni tekist að ná hjá aumingja manninum, sem sízt grunaði, hvað við sig ætti að gera. Því næst fær hann þann náðarboð- skap frá sínum hreppi, að ef hann þurfi meiri hjálp, megi hann rífa heim- ili sitt í sundur og koma og fá að borða; með öðrum orðum; hann fékk að lifa. Nú sá ég, af hverju konan sagði: „Ekki veit ég, til hvers þessir aumingjar eru að fæðast.“ Hún var svipt allri von; móðurástin var að deyja; jafnvel hún sjálf gat dáið af hugarstríði. En það fór sem oftar, þegar menn eiga eitthvað bágt; bless- uð sólin sendi geisla sína inn til kon- unnar og litla barnsins og þá brá fyrir nýjum vonarneista hjá konunni svo hún fór heldur að hressast, og litla barnið gat farið að veita henni ánægju. Allt gekk þolanlega um tíma, en svo þegar næsti vetur kom, fór skorturinn aftur að sverfa að, og þá kom hrepps- nefndin, ekki til að líkna, heldur með sínar arnarklær til að rífa upp hreiðr- ið. Aumingja hjónin reyndu að standa á móti því um sinn, en þar kom að þau voru flutt sveitarflutningi, og varð hann að sögn manna dýrari en styrk- urinn sem þau fóru fram á að fá. Hjálp til sjálfshjálpar Hefði ekki verið betra að með- höndla ung hjón á einhvern annan hátt, veita þeim styrk til þess að þau gætu lifað, og gefa þeim þar með kost á að berjast í sjálfstæðisáttina? Það var ekkert ómögulegt, að mað- urinn gæti borgað skuldina síðar. Það var mestur gróði fyrir sjálfan hann. Nú, og ef hann hefði ekki getað það, er það eitt víst, að hann getur það aldrei, úr því að svona var að farið, því að þröngva svona persónufrelsi manna er til þess að drepa allan dug hjá þeim, en að rétta bróðurlegast höndina til hjálpar þeim sem svona stendur á fyr- ir, og ráða fram úr með þeim með ráð- um og dáð – það skilst mér muni vera hyggilegri og mannúðlegri aðferð. Við erum í kristilegum félagsskap, en tökum við annan kyrtilinn af tveim- ur að gefa náunganum? Gerum við öðrum það eitt, sem við viljum að okk- ur sé gert? Hvar er nú kristindóm- urinn okkar? Hvar er jafnaðar- mennskan, sem hátt talar á okkar tíma? Og er í raun og veru sama og kristindómurinn okkar, ef hún hefir rétta stefnu. (En á það brestur enn sums staðar um of. Bæði hreppsnefnd og maðurinn, sem um er getið, voru í eins konar jafnaðarmannafélagi.) Jafnaðarmennskan virðist enn vera hjá sumum hugsjón í loftinu, sem hvergi kemur verulega fram nema í því að fá ekki fært niður sitt eigið kaup. En hún er líka annað og meira; hún er mannúðarstefna, sem vinnur að því, að öllum líði sem best, eða að minnsta kosti, að enginn þurfi að líða sára nauð, en við megum ekki kasta skugga á jafnaðarstefnuna, þótt ein- stökum mönnum í einhverjum fé- lagsskap jafnaðarmanna farist illa, en „Ég veit ekki til hvers þessir aumingjar eru að Stórfjölskyldan er stofnun sem virðist nú vera á undanhaldi, en hefur gegnt mikilvægu hlutverki. Pétur Pétursson hverfur aftur til þess tíma þegar stórfjölskyldan skipti sköpum í íslensku samfélagi. Morgunblaðið/Þorkell Elísabet Jónsdóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð e. Sigurjón Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.