Morgunblaðið - 01.05.2005, Page 40

Morgunblaðið - 01.05.2005, Page 40
40 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali BÁRUGATA - ALLT HÚSIÐ Virðulegt og vandað u.þ.b. 400 fm einbýlishús á eftirsóttum stað við Bárugötu. Húsinu hefur verið vel viðhaldið að utan og leyft að halda sínu upprunalegu horfi að mörgu leyti að innan. Um er að ræða hús sem skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris. Húsið er eitt af svokölluðu Tómasarhúsum. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: hol, tvær stofur, eldhús, herbergi og baðherbergi. 2. hæð: Þrjár stofur, snyrting og eldhús. Ris: tvö herbergi, baðherbergi og rými sem auðvelt væri að breyta í þriðja herbergið. Kjallari: Þrjú herbergi, tvær geymslur, þvottahús og snyrting. 31 fm bílskúr tilheyrir. Í dag er eignin nýtt sem tvær íbúðir en eignin nýtist sem slík eða sem glæsilegt einbýli fyrir stóra fjölskyldu. Gifslistar og ró- settur í loftum. Húsið er afgirt með fallegri girðingu. 4956 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS NÖKKVAVOGUR 1 - RISHÆÐ Glæsileg nýstandsett 4ra herb. rishæð í 3-býlishúsi við Nökkvavog í Reykjavík. Íbúðin skiptist þannig: stofa, borðstofa, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Risloft er yfir íbúðinni. Íbúðin er nýstandsett. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 14-15. V. 17,5 m. 4940 TUNGUSEL - ÚTSÝNI Rúmgóð 4ra herb. 113 fm íbúð á 3. hæð með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi og þrjú herbergi sem öll eru stór. Stutt í alla þjónsutu s.s. skóla o.fl. V. 17,9 m. 1123 VALSHÓLAR Falleg 75 fm 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi við Valshóla. Eignin skiptist í forstofu, gang, þvottahús, baðherbergi, tvö herbergi, eld- hús og stofu. V. 13,9 m. 4936 HRAUNBÆR - ÚTSÝNI 2ja her- bergja íbúð sem skiptist í hol, stofu, her- bergi, eldhús og bað. Fallegt útsýni til suð- urs. Ákv. sala. V. 10,9 m. 4942 NEÐSTATRÖÐ - KÓP. Falleg 4ra herbergja þakhæð í tvíbýlishúsi við Neðstutröð í Kópavogi. Eignin skiptist m.a. í gang, eldhús, stofu, þrjú herbergi, baðher- bergi og baðstofuloft (háaloft). Sérlega fal- legur og gróinn garður. V. 15,5 m. 4955 FELLSMÚLI - HREYFILS- BLOKKIN - 144 FM 6 herb. 144 fm glæsileg og mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð í eftirsóttri blokk. Íbúðin skiptist m.a. í rúmgott hol, eldhús, stórar stofur, 5 herbergi (þar af eitt forstofuherbergi), sérþvottahús, gestasnyrtingu og baðherbergi. V. 24 m. 2025 LÓMASALIR 16 - KÓPAVOGI - 3JA HERBERGJA OPIÐ HÚS Á SUNNUDAG MILLI KL. 14.00-16.00 Vorum að fá í sölu þessa skemmtilegu íbúð í Salahverf- inu í Kópavogi. Íbúðin er á annarri hæð og er 91,1 fm auk stæðis í bílskýli. Lyfta er í húsinu. Skipting eignar: 2 svefnherbergi, hol, forstofa, eldhús með borðkrók, stofa, svalir, þvottaherbergi, baðher- bergi, auk geymslu í sameign og stæði í bílskýli. Laus fljótlega. Verð 21,5 millj. 10925 Þórir og Rakel bjóða ykkur velkomin í Lómasali 16, íbúð 203 Húseignir við Laufásveg - 101 Reykjavík Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Tvær frábærlega staðsettar samliggjandi húseignir í sunnanverðum Þingholtum við Laufásveg eru til sölu. Annars vegar er fjögurra hæða hús í mjög góðu ásigkomu- lagi, sem er samtals 320 fm og einnig sambyggt og nýlega endurbyggt hús með sér (samþykktri) 3ja herbergja 80,5 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Góður afgirtur bakgarður með heitum potti og saunahúsi. Tvö sérbílastæði. Í stærri eign- inni er nú rekið huggulegt gistiheimili á heilsársgrunni með frábæru orðspori til margra ára. 8 gestaherbergi fyrir um 20 manns með 4 baðherbergjum ásamt gesta- móttöku, skrifstofu, setustofu, borðsal og eldhúsi á jarðhæð. Til greina kemur sala eignanna eingöngu eða sala eignanna ásamt rekstri. Verð tilboð. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 VIÐ höfum búið við pólitískt óöryggi í tíð núver- andi ríkisstjórnar að því leyti að þrátt fyr- ir langa setu hefur hún vanrækt und- irstöðuatriði stjórn- mála til framtíðar. Menntamálin hafa í raun verið undir- orpin tilvilj- anakenndum duttl- ungum, það sama hefur einnig verið að gerast síðustu 4 til 5 ár í efnahagsmálum. Framkvæmdavaldið hefur frekjast yfir önnur valdsvið eftir duttlungum ráðamanna og einkavinir og vandamenn virðast hafa greiðari aðgang að kjötkötl- um valdsins en aðrir. Ófagleg vinnubrögð hafa einkennt ástand- ið og hroki gagnvart þeim sem hugsa öðruvísi eða eru á öndverð- um meiði í stjórn- málum við ríkisstjórn- arflokkana. Ríkis- stjórnin virðist hafa það lag að gera ekk- ert í samvinnu, hún vill ráða, hún vill stjórna, hún vill sýna hver hefur valdið. Það er alvarlegt mál í þjóðfélagi þegar ungt fólk segist ekki vilja taka þátt í stjórnmálum eða þjóðfélagsumræðu af því það óttist um af- leiðingarnar af þátttöku, það ótt- ist hugsanlegar refsingar. Því miður er þetta staðreynd á Ís- landi undir ríkistjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Henni hefur tekist að koma á andrúmslofti skoðanakúgunar. Hér þarf að lofta út og opna á frjálsa og lýðræðislega umræðu, hér þarf stjórn jafnaðarmanna að koma til sögunnar. Augu þjóðarinnar beinast að Samfylkingunni við þessar að- stæður. Hún mun stjórna næstu ríkisstjórn. Ríkisstjórn með klassísk gildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi sem þjóðin hefur svo lengi beðið eftir. Jafn- aðarmenn eiga kost á að velja milli tveggja frábærra ein- staklinga til forystu. Reyndar er það svo að þau bæði njóta fylgis til forystu í flokknum þótt einungis annað þeirra geti orðið formaður. Þess vegna hljóta fylgismenn þeirra að ætlast til þess að þau séu ekki með hótanir um að hætta í stjórnmálum ef úr- slitin yrðu þeim öndverð. Össur Skarphéðinsson er formaður Samfylkingarinnar og hefur stað- ið sig vel í stjórnarandstöðunni. Það er eðlilegt að hann njóti áfram fylgis til formennsku í flokknum. En það er jafnframt hægt að ætlast til þess af Ingi- björgu Sólrúnu, að hún sitji í ráðuneyti hans að loknum næstu kosningum. Ráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar Benedikt Bjarnason fjallar um formannskjör Samfylk- ingarinnar ’Össur Skarphéðinssoner formaður Samfylk- ingarinnar og hefur staðið sig vel í stjórn- arandstöðunni.‘ Benedikt Bjarnason Höfundur er viðskiptafræðinemi á Bifröst. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is Úrslitin úr ítalska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.