Morgunblaðið - 01.05.2005, Page 43

Morgunblaðið - 01.05.2005, Page 43
Hugsjónir í stúdentapólitík Staksteinahöfundur klykkir svo út með því að tala um hugsjónir í stúdentapólitík: „Einu sinni var kosið um hugsjónir í kosningum til Stúdentaráðs HÍ – þar var tekizt á um afstöðu til þjóðskipulagsins og alþjóðamála,“ segir þar m.a. Því er svo bætt við að nú virðist hins vegar allir stúdentaleiðtogar sammála um skammsýna kröfu- gerðarpólitík. Ég veit ekki hvort sá sem þetta skrifar áttar sig á því að það er áratugagamalt stefnumál innan ráðsins að færa innanlands- og al- þjóðapólitík úr Stúdentaráði og efla þannig og auka umræðu um hagsmuni stúdenta í staðinn. Er það meiri hugsjón að sitja, sem kjörinn fulltrúi stúdenta, og rífast um alþjóðamál – heldur en að vinna að raunverulegum hags- munum stúdenta? Lengur opnar byggingar, betri kennsla, bætt staða fjölskyldufólks innan skól- ans, aukið félagslíf nemenda og fleiri viðburðir, hærri námslán, betri aðstaða í byggingum – er það minni hugsjón að vinna að þessum málefnum í sjálfboðavinnu samhliða námi heldur en að karpa um landsmálapólitíkina? Svo tel ég ekki vera. Horfum fram á við Ítrekað hefur sýnt sig, bæði í stúdentaráðs- og rektorskosn- ingum innan HÍ, að vilji háskóla- samfélagsins stendur ekki til þess að tekin verði upp skólagjöld. Það er því heldur súrt í broti að um- ræða um málefni Háskólans þurfi sífellt að falla ofan í hjólfar skóla- gjaldarifrildis. Slíkur skot- grafahernaður leysir engin vanda- mál – það gerir hins vegar upplýst umræða og er sú umræða sem far- ið hefur af stað í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar fagnaðarefni. Tími skætings um skólagjöld er vonandi brátt á enda – nú er tæki- færi til að horfa fram á veginn. Markmiðið, sem allir ættu að geta sammælst um, er að byggja upp hátækni- og þekkingarsamfélag 21. aldarinnar. Það markmið næst ekki öðruvísi en að snúa bökum saman og hugsa stórt. Höfundur er oddviti Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 43 UMRÆÐAN Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is HRINGBRAUT 109 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS DAG FRÁ KL. 14-16 81,2 fm mjög góð 3ja herbergja endaíbúð á annarri hæð. Íbúðin er mjög mikið endurnýjuð og skiptist hún í hol, stofu, nýlegt fallegt eldhús, tvö góð svefnherbergi og baðherbergi. Geymsla og þvottahús í kjallara. Svalir í suður. Búið er að skipta um allt gler í íbúðinni og glugga í barnaherbergi. Raflagnir eru nýjar og einnig rafmagnstafla. Verð 15,5 millj. 5584 Hera, sími 864 2267, sýnir í dag frá kl. 14-16. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. STEKKJAHVAMMUR 68 - HF. - RAÐHÚS OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14.00-16.00 Glæsilegt tvílyft rað- hús með bílskúr, sam- tals 187 fm. Fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa o.fl. Nýlegt eldhús, parket o.fl. Góð staðsetning, stutt í skóla, sundlaug o.fl. Verð 33,5 millj. 48596 Verið velkomin! FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Ásendi Glæsilegt 376 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 27 fm innb. bílskúr á þessum frábæra stað rétt við Elliðaár- dalinn. Eignin skiptist m.a. í eldhús með nýrri Alno-innrétt. og nýjum tækj- um, borðstofu, rúmgóða stofu með arni, tvö baðherb. auk gestasalernis, fjögur herbergi og um 40 fm fundarher- bergi/veislusal. 40 fm garðskáli með heitum potti. Glæsilega ræktuð lóð. Gróðurhús á lóð. Hiti í stéttum fyrir framan inngang og bílskúr. Góð eign á góðum útsýnisstað. Verð 63,0 millj. Smáragata Stórglæsilegt 280 fm einbýlishús auk 33 fm stakstæðs bílskúrs á þessum eftirsótta stað í hjarta miðborgarinnar, teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum á vandaðan og smekk- legan hátt og skiptist m.a. í stórt hol með arni, samliggj., rúmgóðar stofur, eldhús með innréttingum úr peruviði, sjónvarpshol, þrjú herb. auk fataherb., stórt vinnu- og fjölskylduherb. með arni og tvö baðherbergi. Mjög góðar geymslur. Þrennar svalir. Ræktuð lóð, hiti í innkeyrslu og stéttum að hluta. EIGN Í SÉRFLOKKI. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Birtingakvísl Glæsilegt og mikið endurnýjað 187 fm raðhús á fjórum pöll- um auk 27 fm sérstæðs bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í nýlega endurnýjað eldhús m. vönd. sérsmíð. innrétt. úr kirsuberjaviði og vönd. tækjum, samliggj. stofur með mikilli lofthæð og útg. á verönd til suðurs, borðstofu m. sérsmíð. skápum, 5 her- bergi, þar af eitt gluggalaust og tvö flísa- lögð baðherb. Parket og flísar á gólfum. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Ræktuð lóð. Verð 42,5 millj. Blátún - Álftanesi Glæsilegt 250 fm einbýlishús, tvær hæðir og kj., ásamt 33 fm bílskúr á góðum útsýnisstað á Álftanesi. Eignin skiptist m.a. í gestasal- erni, rúmgott hol/borðstofu, stofu með arni og útgangi á flísalagðar svalir, eldhús með góðum borðkrók, rúmgott baðstofu- loft, nýtt í dag sem sjónvarps- og bóka- herb., (mögul. að breyta í nokkur herb.), hjónaherb. auk fatah. og baðh. Auk þess 2ja herb. íbúð í kjallara. Falleg ræktuð lóð. Vel staðsett eign með gríðarlega miklu út- sýni til sjávar og fjalla. Verð 43,5 millj. Sjafnargata - Efri sérhæð m. bílskúr Nýkomin í sölu 96 fm efri sérhæð ásamt 30 fm bílskúr í Þingholtun- um. Hæðin skiptist í forstofu, eldhús með máluðum innrétt. og borðaðstöðu, marm- aralagt baðherbergi, þrjár parketlagðar samliggj. stofur og eitt herb. með góðum skápum. Sérgeymsla í kjallara. Gróin lóð. Verð 25,9 millj. Fróðengi - 3ja herb. Falleg 95 fm íbúð á 2. hæð ásamt 7,9 fm geymslu á jarðhæð. Stofa m. útg. á 10 fm suðursval- ir, sjónvarpshol, 2 góð herb. með skápum og baðherb. Þvottaherb. innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Mjög rólegur og barnvænn staður. Stutt í skóla og alla þjón. Mikið útsýni. Verð 18,5 millj. Sumarb. Bláskógabyggð 46 fm sumarbústaður í landi Drumodds- staða, Bláskógabyggð. Búst. skiptist í for- stofu, salerni, 2 herb., eldhús, stofu auk svefnlofts. Kamína. Eignarland 0,5 ha kjarrivaxið. Nánari uppl. á skrifst. Sumarbúst. Laugarvatni 71 fm bústaður í landi Snorrastaða, Laugar- vatni. Bústaðurinn skiptist í anddyri, sal- erni, 2 herb., opið eldhús og stofu auk svefnlofts. Hitaveita komin að lóðarmörk- um. Ræktuð lóð. Stór verönd. Til afh. strax. Verð 12,5 millj Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 Seljabraut 24 - 3. hæð til vinstri Mikið endurnýjuð 175 fm íbúð á 2. hæðum ásamt 30 fm þakrými. Neðri hæð: Rúmgott hol, eldhús, borðstofa, stofa, baðherbergi og eitt stórt herbergi. Suðursvalir. Efri hæð: Sjónvarpshol, þrjú stór herbergi, svalir, baðherbergi og þvottahús. Yfir efri hæð er 30 fm rými sem er ekki talið með í skráðri fermetratölu íbúðarinnar. Sérgeymsla og bílastæði í kjallara, góðar geymslur. Nýtt parket og flísar á gólfum. Nýjar innréttingar og tæki. Húsið nýklætt að utan með Steni. Verð 31,0 millj. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG MILLI 16.00 OG 18.00. OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12.00 OG 14.00 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Mjög falleg 4ra herbergja 104 fm íbúð í þessu vel staðsetta lyftuhúsi. Íbúðin er á 3. hæð og er sérstaklega vel skipulögð og með glæsilegum innréttingum. Íbúðin skiptist í tvö svefnher- bergi, stóra stofu og borðstofu, sjónvarpsstofu, stórt eldhús með borðkrók og þvottahús þar inn af og stórt baðherbergi með sturtuklefa og baðkari. Suðursvalir. Verð kr. 23,9 milljónir. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL 15 OG 18 - bjalla, merkt 302. OPIÐ HÚS - GULLSMÁRI 8 - KÓPAV. SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.