Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 49 MINNINGAR ✝ Haraldur ArnórEinarsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 17. júlí 1924. Hann andaðist á heimili sínu, Borgar- hrauni 19 í Hvera- gerði, 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Einar Lár- usson, f. 20.3. 1893, d. 5.5. 1963 og Sig- rún Vilhjálmsdóttir, f. 29.9.1897, d. 19.1. 1956. Haraldur átti tvo bræður þá Lárus Sigurfinn, f. 23.3. 1923, d. 18.8. 1980 og Braga, f. 27.4. 1930, d. 24.7. 2002. Haraldur kvæntist 6. janúar 1954 Maríu Elísabetu Helgadótt- ur, f. 12. júní 1934, d. 15. ágúst 1984. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson, f. 7.5. 1894, d. 7.4. 1971 og Sigrún Ásmundsdóttir, f. 4.6. 1904, d. 11.5. 1981. Börn Har- aldar og Maríu eru fjögur: 1) Rúnar, f. 6.5. 1954, d. 2.4. 1982. 2) Helga Lára, f. 8.10. 1957. 3) Einar Gylfi, f. 21.7. 1959, kvæntur Sig- ríði Gunnarsdóttur, f. 4.5. 1962, synir þeirra eru Arnar Steinn, f. 11.2. 1983 og Haraldur Rúnar, f. 24.6. 1995. 4) Har- aldur Arnar, f. 26.6. 1960, kvæntur Steinunni Hrafns- dóttur, f. 6.1. 1964, sonur þeirra er Andri Þór, f. 18.10. 1991. Haraldur lauk stúdentsprófi frá M.R. 1947 og las við Háskólann í Osló 1954 og 1956. Hann lauk B.A. prófi frá Háskóla Íslands 1957 í ensku og sögu. Haraldur kenndi við Unglingaskólann í Höfðakaupstað 1949-51, Haga- skólann í Reykjavík 1958-59, Gagnfræðaskóla Kópavogs frá 1959 og Grunnskólann á Hellu 1977-78. Haraldur starfaði við auglýsingateiknun auk þess sem hann teiknaði og gaf út lita- og föndurbækur, teiknaði í blöð, tímarit, bækur og fyrir íslenska sjónvarpið. Síðast en ekki síst teiknaði hann andlitsmyndir af fólki. Útför Haraldar fór fram frá Fossvogskapellu 28. apríl, í kyrr- þey að ósk hins látna. Tengdafaðir minn Haraldur Arn- ór Einarsson er látinn, áttræður að aldri. Þegar ég kynntist Haraldi bjó hann ásamt Maríu konu sinni í Hafn- arfirði. Hann var þá orðinn sextugur og hafði nýlokið farsælum kennslu- ferli og hlakkaði til að geta einbeitt sér að listinni sem var hans líf og yndi. Maríu missti hann skömmu síðar. Haraldur fluttist um það leyti til Hveragerðis, þar sem þau hjónin höfðu nýverið keypt sér hús. Har- aldur kom mér strax fyrir sjónir sem myndarlegur, fróður og skoðana- fastur maður sem hafði reynt sitt- hvað í lífinu. Hann hafði mikinn áhuga og þekkingu á heimspeki, list- um, stjórnmálum og sagnfræði og las alla tíð mikið um það efni. Einnig hafði hann alla tíð teiknað andlits- myndir og skapað teiknimyndasög- ur, auk þess myndskreytt efni fyrir blöð og tímarit. Þegar við sonur hans bjuggum í Canterbury og Loughborough í Bretlandi heimsótti hann okkur nokkrum sinnum og ferðuðumst við með honum vítt og breitt um landið. Hann var skemmti- legur ferðafélagi sem miðlaði fróð- leik um sögu landsins. Listagyðjan var aldrei langt undan og á ferðalög- um mátti sjá hann draga upp teikni- blokkina og rissa upp listilega vel gerðar myndir af því sem fyrir augu bar. Í Hveragerði leið Haraldi vel, hann var sjálfstæður og sjálfum sér nógur. Hann teiknaði í mörg sumur andlitsmyndir í Eden og á Hótel Örk. Þá tók hann fólk í einkatíma í ensku, íslensku og fleiri fögum. Hann var alltaf ungur í anda, með brennandi áhuga á lífinu og tilver- unni. Með aldrinum varð hann ekki íhaldssamari, heldur róttækari. Hann fylgdist mjög vel með þjóð- málaumræðu og voru margar rimm- ur háðar í matarboðum á heimili okkar um stjórnmál, lífið og listina. Á áttræðisafmæli Haraldar fórum við ásamt honum og öðrum úr fjöl- skyldunni til Frakklands og dvöld- um í bænum Dives sur Mer þar sem Vilhjálmur hinn sigursæli undirbjó flota sinn fyrir árás inn í England. Við skoðuðum meðal annars Bay- eux-refilinn og fórum á slóðir banda- manna í seinni heimsstyrjöldinni. Þarna var Haraldur í essinu sínu og naut sín í hvívetna. Haraldur var lífskúnstner og líf okkar verður ekki samt eftir fráfall hans. Hann hafði hlýja nærveru, þétt handtak og fallegt blik í augum. Ég sakna þess að sjá hann snarast inn úr dyrunum með hattinn, í ryk- frakkanum og þá feðga sitja og tefla hverja skákina á fætur annarri. Ég sakna þess að heyra hann gefa syni okkar heilræði um lífið og tilveruna. Ef til er vist eftir dauðann, efast ég ekki um að Haraldur teikni það sem fyrir augu ber á sinn myndræna hátt, sitji á rökstólum um lífið og til- veruna og gefi hvergi eftir. Ég vil kveðja Harald með ljóði, I Am Not There, sem hann hafði skrifað á ensku í eina af minnisbók- um sínum, en ljóðið er til í íslenskri þýðingu, Ég er ekki hér. Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnugur.) Þín tengdadóttir Steinunn Hrafnsdóttir. HARALDUR A. EINARSSON Látin er í Reykjavík Jódís Sigurðardóttir, samferðakona mín í Reykholti um fimm ára skeið. Haustið 1980 fluttu Jódís og Eysteinn eiginmaður hennar í Reykholt. Eysteinn hafði tekið að sér skólastjórn með stuttum fyr- irvara. Jódís var falleg og glaðlynd kona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún tók að sér að kenna heimilisfræði og var einnig með eftirlit með nemendum á heima- vist. Í heimilisfræðinni naut kunn- átta hennar á matargerð sín vel. Einnig hafði hún einstakt lag á að umgangast nemendur. Á þessum fimm árum fórum við hjónin nokkrum sinnum með þeim hjónum í styttri ferðir. Einu sinni fórum við í Skógarnes á Snæfellsnesi þar sem Jódís var vel kunnug og feng- um leyfi til að tína krækling og þegar heim var komið að kveldi var hann matreiddur að hætti Jódísar í skyndingu og nutu allir vel. Einnig fórum við ásamt fleira fólki austur að Eiðum og dvöldum þar í vikutíma. Með í för var móðir Jódísar, Sigrún, sem er nýlátin. Eitt aðalsmerki Jódísar var hversu vel hún hugsaði um fjöl- JÓDÍS ARNRÚN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Jódís ArnrúnSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1949. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala (Borgar- spítala) 23. apríl síð- astliðinn og var hún jarðsungin frá Sel- fosskirkju 30. apríl. skyldu sína og naut þess að vera samvist- um við hana og notaði hvert tækifæri sem gafst til þess. Hún var mikill dýravinur og átti hund á Reykholts- árunum og hesta. Hún hafði yndi af hestum og átti jafnan nokkra og stundaði útreiðar þegar færi gafst. Síðustu tvö árin hafa verið erfið Jódísi vegna þess illvíga sjúkdóms sem dró hana til dauða. Samt sem áður naut hún lífsins eins og kostur var, fór til útlanda með manninum sínum að heimsækja ættingja og vini. Ég hitti hana síðast í Reykholti í apr- ílmánuði á sl. ári þegar fyrrverandi samstarfsmenn komu saman til þess að rifja upp gamlar minningar og var hún þá glöð og hress þrátt fyrir veikindin. Kæru Eysteinn, Axel, Sigurður, Arnrún, Elísabet og fjölskyldur ykkar, missir er mikill við fráfall Jódísar. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Bjarnadóttir. Okkur systur langar að minnast mikillar konu í örfáum orðum, konu sem skilur eftir stórt skarð. Við höfum í raun alltaf þekkt Jódísi og hún verið stór partur af fjöl- skyldu okkar. Hún var alltaf allra og vissi fátt skemmtilegra en að vera í góðra vina hópi og þar var um auðugan garð að gresja því vinafleiri konu höfum við aldrei kynnst. Jódís var mjög ættfróð og mikill meistarakokkur. En það sem hún var stoltust af voru börnin og barnabörnin. Alltaf stóðu dyr hennar og Eysteins opnar fyrir okkur hvort sem var í Laugar- gerði, Reykjaskóla, Grundarfirði, Reykholti eða á Selfossi. Jódís var ein af gullmolunum sem maður kynnist á lífsleiðinni og hennar er sárt saknað en nú er komið að kveðjustund, elsku Jódís, og þraut- um þínum lokið. Elsku Eysteinn, Axel Örn, Siggi Jónas, Arnrún Ósk tengdabörn og barnabörn, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Hrefna Ósk, Vilborg og Jóhanna. Elskuleg frænka okkar, ANNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Skólastíg 11, Akureyri sem lést sunnudaginn 17. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 13.30. Baldur Ingimarsson, Björn Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Marianne Olsen, Laufey S. Jónsdóttir, Daði Jónsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drangavík, Túni, Borgarbyggð, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, andaðist fimmtudaginn 21. apríl sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðudaginn 3. maí kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag sykursjúkra. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Inga Kristinsdóttir, Helgi Guðmundsson, Erling Svanberg Kristinsson, Anna Björg Þormóðsdóttir, Svava Valgerður Kristinsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hulda Margrét Baldursdóttir, Kristinn Andrés Kristinsson, Þórunn Jóna Kristinsdóttir, Einar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS PÁLSDÓTTIR, Kópavogsbraut 61, Kópavogi, síðast til heimilis í Sunnuhlíð, andaðist þriðjudaginn 19. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Sigurður Hákonarson, Stefán Stefánsson, Dalia Marija Morkunaite, Ásdís Sigurðardóttir, Kristinn Reimarsson, Halldór Bogi Sigurðsson, Lára Angele Stefánsdóttir, Kristófer Rúnar, Líney Lára og Sylvía Ósk. Ástkær frænka mín og vinkona okkar, PATRICIA HAND, Hafnargötu 24, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju miðviku- daginn 4. maí kl. 13.00. Sharon Lee Holmes, vinir og vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, GUÐRÚN SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Möðrufelli 11, Reykjavík, lést af slysförum þriðjudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði þriðjudaginn 3. maí kl. 13.30. Dagmar Hrólfsdóttir, Sveinn Magni Jensson, Sigurrós Hrólfsdóttir, Axel Gomec, Jón Bjarni Hrólfsson, Rakel Heiðarsdóttir, Rósa Dagmar Björnsdóttir, barnabörn, systkini og makar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.