Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 58
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ÉG ELSKA SUNNUDAGS- TEIKNIMYNDIRNAR KLASSÍSK FYNDNI... SVONA Á SKEMMTUN AÐ VERA FÁVITAR, SPRENGIEFNI OG STEÐJAR SEM FALLA ÚR LOFTINU Svínið mitt © DARGAUD MAMMA, ÉG VAR AÐ MEINA VEL ÞEGAR ÉG BAÐ ÖDDU UM AÐ HÆTTA AÐ HOPPA Á ÞÉR ÞVÍ ÞÚ VÆRIR SVO GÖMUL. ÉG HÉLT ÞÚ VILDIR HORFA Á SJÓNVARPIÐ EKKI VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT GÖMUL Í RAUNINN ERTU EKKI ELDRI EN AÐRIR HÉRNA INNI HA? HM ÞÚ VERÐUR AÐ FARA AÐ LÆRA ADDA. KLUKKAN ER ORÐIN MARGT O! KYSSTU MIG MAMMA. ÉG MEINT EKKERT MEÐ ÞESSU ÉG SEGI ALDREI NEITT SVONA AFTUR, ER ÞAÐ NOKKUÐ BRYNDÍS? ÞÚ GETUR REYNT ÓTRÚLEGT. ÞVÍ MEIRA SEM HÚN ELDIST ÞVÍ VI... VINALEGRI? HÆTTU NÚNA ÞESSU ELLITALI RÉTT HJÁ ÞÉR ELSKAN MÍN ANNARS VERÐUR HÚN Í FÝLU Í VIKU ÁTTU NOKKUÐ MYNDIR TIL ÞESS AÐ SKREYTA RIGERÐINA MÍNA UM FORSÖGUNA? ÉG ER AÐ VINNA. SPURÐU ÖMMU ÞÍNA HVAÐ SAGÐI ÉG?! HAHA Dagbók Í dag er sunnudagur 1. maí, 121. dagur ársins 2005 Af hverju hendirfólk rusli á göt- una? Víkverja er gjör- samlega fyrirmunað að skilja það. Hendir þetta sama fólk rusli á stofugólfið heima hjá sér? Sennilega ekki – en ef það gerir það er það einkamál þess. Að henda rusli á götuna er hins vegar glæpur gegn okkur hinum. x x x Víkverji er ekki ein-göngu yfirmáta marksækinn snyrti- pinni í prívatlífinu og metn- aðarfullur uppalandi barnahóps sem tínir upp rusl á göngu sinni í og úr skóla og stingur í vasana heldur tel- ur hann það skyldu sína að sýna sóðunum í samfélaginu hvar Davíð keypti ölið. Þannig hefur Víkverji gert það að reglu að flauta ævinlega á fólk, sem fleygir sígarettustubb- um og öðru rusli út úr bílum sínum í umferðinni. Reyndar má ekki flauta í umferðinni nema mikið liggi við og stundum telja menn Víkverja dóna, en hann flautar fyrir umhverfið. Flautið virðist þó ekki bera mikinn árangur; þannig flautaði Víkverji á þrjá sóða á Miklubrautinni sl. föstu- dag og enginn þeirra hafði samvizku til að stöðva bílinn og tína upp ruslið. x x x Sama dag stöðvaðiVíkverji bílinn á mótum Kringlumýr- arbrautar og Lista- brautar og dáðist að fallegri, lítilli stúlku á línuskautum sem beið þess að komast yfir götuna. Ljóshærði engillinn, sem vafa- laust er augasteinn foreldra sinna, dró upp úr vasa sínum tyggjórúllu, klár- aði jórturleðrið og lét svo tóman plastbaukinn bara fljúga út á um- ferðareyjuna. Víkverji skrúfaði nið- ur rúðuna og benti barninu á að það hefði misst plastbauk í grasið. Fyrstu tvær ábendingarnar höfðu engin áhrif. Við þá þriðju ullaði Hadda litla, sem sjálfsagt er bæði í ballett og píanótímum, á Víkverja og hélt leiðar sinnar á línuskaut- unum. Hvað ungur nemur, gamall temur, hugsaði Víkverji. Vafalaust hefur blessað barnið veifað móður sinni skömmu áður, þar sem hún tæmdi öskubakkann út um gluggann á Benz-jeppanum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Listdans | Íslenski dansflokkurinn heldur til Skotlands í sýningar- ferðalag á fimmtudaginn. Mun hann sýna verk Helenu Jónsdóttur, Open Source, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu 27. febrúar síðastliðinn. Sýningin verður í Dundee Rep Theatre hinn 7. maí. Dundee rep theatre hýsir hinn þekkta flokk Scottish Dance Theatre, einn helsta nútíma- dansflokk Skota. Jafnframt tekur leikhúsið á móti hinum ýmsu gesta- dans- og leikhópum. Morgunblaðið/Jim Smart Dansflokkurinn til Skotlands MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.