Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 69 Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hetja. Þjóðsögn. Svampur Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI Kvikmyndir.is Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. Ice Princess Sýningartímar 30. apríl og 1. maí THE JACKET kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 9.20 - 10.30 B.i. 16 THE JACKET VIP kl. 6 - 8.10 - 10.30 B.i. 16 SAHARA kl. 3 - 5.30- 8 - 10.30 ICE PRINCESS kl. 2- 4 - 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 2- 4 - 8.10 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 6 Bangsímon og Fríllinn m/ísl.tali kl. 2 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 BOOGEY MAN kl. 10 B.i. 16. THE PACIFIER kl. 12 - 1.45 - 8.30 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 12 - 2- 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON kl. 2 - 4 -6 Jacket kl. 8 - 10 THE PACIFIER kl. 2 Miðaverð 300 kr SAHARA kl. 3,40 - 8 Les choristes kl. 6 The Motorcycle Diaries kl. 10,20 XXX 2 Kl. 4 - 6 - 8 - 10 Svampur Sveinsson m/ísl.tali Kl. 4 -6 In Good Company Kl. 8 Be Cool Kl. 10 Byggð á metsölubók Clive Cussler Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali.   3 DAGAR EFTIR! Framlengt til 2. maí R áðsettur Hollywood- leikari getur vart valið sér djarfara og áhættu- meira hlutverk en að leika kynferðisglæpa- mann. Tala nú ekki um ef viðkomandi er ekki búinn að „læknast“ eða er í raun og veru „saklaus“. Í The Woodsman, lítilli mynd sem vakið hefur verðskuldaða athygli á kvik- myndahátíðum og almennum sýn- ingum um heim allan, tekur Kevin Bacon einmitt slíka áhættu. Og ekki nóg með það heldur sá hann í raun og veru til þess að myndin yrði til með því að setja í gerð hennar sitt eigið fé sem hann hefur unnið sér inn á far- sælum ferli sem spannar næstum þrjátíu ár og yfir 50 myndir. Við er- um að tala um leikarann sem varð dá- læti unglinga fyrir leik sinn í Foot- loose og Flatliners; þann sama og velþekktur leikur er kenndur við sem gengur út á það að geta rakið eins marga og mögulegt er í Hollywood til Kevins Bacons. Ímyndin skiptir engu En þeir sem fylgst hafa vel með þessum 47 ára gamla leikara í gegn- um tíðina ættu að vita að þar fer leik- ari sem er heilmikið varið í, leikari sem kannski hefur aldrei fengið nægilega krefjandi hlutverk, fyrr en nú á síðustu árum. Enn rennir hann stoðum undir hæfileika sína með frammistöðu sinni í The Woodsman, þar sem hann leikur á móti eiginkonu sinni og barnsmóður, Kyru Sedg- wick, og talar um, þar sem ég hitti hann á snekkju fyrir utan Cannes í Frakklandi fyrir ári síðan, að þau hjónin hafi verið samstiga um að þessa mynd yrði að gera. En hvers vegna; hvers vegna að tefla á tvær hættur sem kvikmynda- stjarna og eiga jafnvel á hættu að verða brennimerktur? „Ég hef aldrei hugsað um starf mitt sem einhvern frama, sem eitt- hvað yfirborðskennt fyrirbæri sem ég þurfi að hlúa að og varðveita. Ímynd mín skiptir mig ekki lengur máli. Hingað til hefur það hreint ekki skaðað mig að taka áhættur. Ég hef leikið kynferðisbrotamann áður [Sleepers]. Leikið góða gæja og vonda, löggur og bófa, gagnkyn- hneigða og samkynhneigða. Menn úr öllum stigum samfélagsins. Ég hræð- ist engin hlutverk, nema þau sem eru illa skrifuð. Ef eitthvað þá er það ein- mitt hitt sem hefur unnið mér skaða, að taka ekki nægilega mikla áhættu. Hlusta um of á þá sem telja sig vitið hafa meira.“ Áleitnar spurningar Hann gefur sig út fyrir að vera jarðbundinn, hreinn og beinn. Og hann staðfestir það með viðmóti sínu í minn garð og annarra blaðamanna sem fá að nálgast hann. Hann er hæverskan uppmáluð; segist þakk- látur fyrir þá athygli sem við sýnum honum og myndinni, það sé mikils virði. Sem auðvitað er rétt hjá hon- um, mynd á borð við The Woodsman þarf trúlega fremur en nokkur önnur mynd að reiða sig á umfjöllun í fjöl- miðlum, helst jákvæða að sjálfsögðu. Því það getur vart verið auðvelt að markaðssetja hana, koma mynd um svona myrkt og viðkvæmt viðfangs- efni á framfæri við almenning. En það er einmitt það sem þarf að gerast með svona mikilvæga mynd; hún þarf á endanum að spyrjast út til almenn- ings því hún á heilmikið erindi við okkur flest, vekur upp áleitnar spurn- ingar sem maður hefur ekki áður haft rænu á eða leyft sér að spyrja sig. Án þess að hún með nokkru móti taki beinlínis upp hanskann fyrir kynferð- isglæpamenn þá er samt velt upp þýðingarmiklum spurningum sem eiga fullan rétt á sér, eins og; hvers eiga kynferðisglæpamenn að gjalda þegar þeir eru búnir að afplána þá refsingu sem samfélagið (dóms- kerfið) hefur dæmt þá í? Eiga þeir rétt á að byrja upp á nýtt, reyna að bæta fyrir misgjörðir sínar þegar fórnarlömbin eru e.t.v. enn í sárum og líf þeirra jafnvel ónýtt? Og er kyn- ferðisbrotamönnum yfirhöfuð and- lega mögulegt að bæta ráð sitt, geta þeir læknast af þessum skelfilegu geðtruflunum sínum og er fangels- isrefsing þá rétta leiðin til að stuðla að slíkri lækningu? Aðalpersóna The Woodsman, Walter, stendur frammi fyrir þessum erfiðu spurningum er hann reynir að hefja nýtt líf eftir að hafa afplánað tólf ára fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að hafa misnotað unga stúlku er hann sjálfur var ungur maður. Á hann einhvern tímann rétt á því að hljóta fyrirgefningu samfélagsins? Á hann rétt á öðru tækifæri? Og er virkilega hægt að bæla niður þessa djöfla sem hafa eyðilegt líf hans og annarra (forgangsröðunin er hans eigin og eitt af vandamálunum sem hann þarf að takast á við)? Manneskjulegur án samúðar Kvikmyndin er byggð á marglof- uðu leikverki eftir Steven Fechter en hann skrifaði sjálfur kvikmyndagerð- ina ásamt leikstjóra myndarinnar Nicole Kassell, ungri kvikmynda- gerðarkonu sem er hér að heyja glæsilega frumraun í gerð kvik- mynda í fullri lengd. „Fyrir það fyrsta er frásögnin og persónusköpunin sérlega trúverðug,“ segir Bacon aðspurður um hvað réði mestu um að hann tók að sér þetta vandasama hlutverk. „Ég hjó t.d. sér- staklega eftir því að Walter er ekki sá eini sem er gallagripur og á við per- sónuleg vandamál að stríða því allar aðrar persónur í myndinni hafa sína djöfla að draga. Þessir djöflar eru bara misjafnlega óhugnanlegir, mis- jafnlega þungbærir.“ Bacon segir það aldrei hafa hvarfl- að að sér að hitta kynferðisbrota- menn og ræða við þá í undirbúningi sínum fyrir myndina. „Mér fannst ég ekki þurfa að gera það. Ef ég leik geimfara þá ræði ég við geimfara til að læra af honum hvaða takka ég á að ýta á, en ég hafði ekki áhuga á að læra beinlínis eitt- hvað af öðrum kynferðisbrotamönn- um, fannst myndin ekki þurfa á því að halda og ég vildi heldur ekki byggja Walter á einhverjum einum. Nicole [leikstjóri] gerði heilmiklar rann- sóknir og miðlaði til mín því sem hún taldi að gæti nýst mér.“ Bacon segir réttilega að það sé áhugavert við The Woodsman hversu trúverðuga mynd hún dregur upp af manni sem glíma þarf við þær ónátt- úrulegu kenndir að girnast börn, og að í henni séu ekki dregnar svart- hvítar ályktanir. „Hefðin er sú að svona menn eru skrifaðir inn í myndir til þess eins að vera hataðir en hér er reynt að grafa dýpra. Ég myndi samt alls ekki segja að ég hafi reynt að vinna samúð með Walter þótt ég hafi nálgast hann sem manneskju fremur en skepnu.“ Bacon, sem leikstýrði sjálfur sinni annarri mynd í fyrra sem heitir Loverboy, hefur mætt á kvik- myndahátíðina í Cannes tvö síðustu ár, með Mystic River fyrir tveimur árum og The Woodsman í fyrra. Í ár verður hann enn og aftur áberandi í Cannes því hann fer með burðar- hlutverk í mynd kanadíska leikstjór- ans Atom Egoyan sem heitir Where the Truth Lies og keppir í aðalkeppn- inni um Gullpálmann. Kvikmyndir | Kevin Bacon vinnur leiksigur sem kynferðisbrotamaður í The Woodsman Glíman djarfa við hinn innri djöful Þótt fáir hafi sýnt betri leikframmistöðu í kvik- mynd á síðasta ári en Kevin Bacon fékk þessi vin- sæli Hollywood-leikari ekki einu sinni Óskars- tilnefningu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hann um erfitt hlutverk í erfiðri mynd. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins The Woodsman er sýnd í Laug- arásbíói og var á dagskrá Kvik- myndahátíðar Íslands. Kevin Bacon á snekkju í Cannes 2004 þar sem hin stórmerkilega The Woodsman var sýnd í svokallaðri Director’s Fortnight-dagskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.