Morgunblaðið - 01.05.2005, Page 72

Morgunblaðið - 01.05.2005, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri UNDANFARIN 15 ár hefur notkun serótónín- geðdeyfðarlyfja margfaldast hér á landi og víð- ar í Vestur-Evrópu. Í skýrslu NOMESCO, nefndar um heilbrigðistölfræði á Norður- löndum, um lyfjaneyslu frá 1999–2003 kemur fram að sala þunglyndislyfja hafi aukist um 65% á Íslandi á þessu tímabili. Í upphafi kafla um þunglyndislyf í skýrslunni segir jafnframt, að „fyrirstaða í samfélaginu gegn lyfjameðferð sé lítil“ og að aukin neysla þunglyndislyfja sé „að verulegu leyti til komin vegna öflugrar mark- aðssetningar á serótónín-þunglyndislyfjunum SSRI“. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu lyfja- mála í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu hefur dagskömmtum SSRI-lyfja á hverja þús- und íbúa hér á landi fjölg- að úr 0,96 í 61,86 frá 1989 til 2004. Söluverð lyfjanna á verðlagi hvers árs, hef- ur aukist úr 17,5 millj- ónum árið 1989 í 779 árið 2004. Samkvæmt upplýs- ingum frá Trygginga- stofnun ríkisins námu út- gjöld hennar vegna SSRI-lyfja árið 2004 rúm- lega 471 milljón. Fjöldi skilgreindra dagskammta SSRI-lyfja árið 2004 var rúmar sex milljónir. Ef sambærilegar tölur eru skoðaðar fyrir 18 ára og yngri er fjöldi skil- greindra dagskammta rúmlega 315 þúsund og útgjöld TR 22,5 milljónir. Samkvæmt útreikningum frá landlæknis- embættinu er áætlað að rúmlega 900 börn og unglingar 19 ára og yngri hafi neytt SSRI-lyfja árið 2004, en þá er gengið út frá því að hver einstaklingur taki lyfið í heilt ár. Í skýrslu NOMESCO sem fyrr er getið, kemur fram að frá 1999–2003 hafi notkun þunglyndislyfja, ósund- urliðuð, verið 12,6 dagskammtar á þúsund drengi á Íslandi og 7,2 dagskammtar á þúsund stúlkur í hópi 0–14 ára. Sama hlutfall í Danmörku er 0,7 dagskammtar á hvert þúsund fyrir bæði kynin og 1,2 og 1,0 í Svíþjóð, svo sem sjá má í töflunni. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir seg- ir í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins að meiri sál- fræðistuðning þurfi við meðferð þunglyndis og hugsanlega minni lyfjameðhöndlun. Lyfjastofn- un hefur mælt fyrir um að sterk varnaðarorð verði sett inn í lyfjatexta seróntónín-lyfja til þess að upplýsa lækna og foreldra um áhættu af auka- verkunum hjá börnum og unglingum./Tímarit Kallað eftir meiri sálfræðistuðningi og minni lyfjagjöf við þunglyndi 789 :8 ;;;         E FE E E EF EF    ;  < Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is Fjarðabyggð | Stofna á atvinnuslökkvilið í Fjarðabyggð og er það samstarfsverkefni bæjarstjórnar, Heilbrigðisstofnunar Aust- urlands og Alcoa Fjarðaáls. Átta menn eiga að skipa slökkviliðið og sjá að auki um sjúkraflutninga fyrir Heil- brigðisstofnunina, brunavarnir og eftirlit. Það mun einkum sinna Reyðarfirði og Eskifirði og slökkvistarfi við nýtt álver Fjarðaáls. Í liðinu eiga að verða átta atvinnu- slökkviliðsmenn, slökkviliðsstjóri og eld- varnaeftirlitsmaður. Reiknað er með að tveir menn verði á vakt að jafnaði, sem sinni einkum sjúkraflutningum. Ef um brunaútköll er að ræða myndu 5–6 menn frá álverinu bætast við. Þá er í skoðun að á hverri slökkviliðsvakt í álverinu verði 10 menn í hlutastarfi og þeir takist á við þá elda sem kviknað geta innan álversins sjálfs. Atvinnuslökkvi- liðsmenn í Fjarðabyggð LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði um klukkan tvö í fyrrinótt bifhjól sem var ek- ið á 180 km hraða norður Kringlumýr- arbraut, við gatnamótin að Miklubraut. Leyfilegur hraði þar sem hann ók er 80 km. Maðurinn má búast við að verða sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði og þurfa að greiða 70.000 krónur í sekt. Lögreglan bendir á að á slíkum hraða megi ekkert bregða út af til þess að ökumaður missi ekki stjórn á hjóli sínu með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Með slíkum ofsa- akstri stefni ökumaðurinn ekki aðeins sjálfum sér í hættu heldur einnig öðrum vegfarendum. Þá bendir hún á að bifhjól- um fjölgi nú hratt á götum og vegum. Tekinn á 180 km hraða á vélhjóli MIKIL umsvif og gróska einkennir mann- virkjagerð um þessar mundir og eru yf- irleitt næg verkefni fram undan allt til sumarloka í byggingariðnaði og jarð- vinnu, skv. upplýsingum Eyjólfs Bjarna- sonar og Árna Jóhannssonar hjá Sam- tökum iðnaðarins. Mikil eftirspurn er enn eftir nýbyggingum og jarðvinnuverktakar hafa næg verkefni næstu mánuði. „Segja má að ástandið í dag sé eins og við viljum hafa það, þar sem fyrirtæki í byggingariðnaði sjá verkefni tvo til þrjá mánuði fram í tímann. Það eykur bæði rekstraröryggi fyrirtækjanna og öryggi starfsmannanna,“ segir Eyjólfur. Að sögn hans er framboð verkefna við húsbyggingar á höfuðborgarsvæðinu mjög svipað og á síðastliðnu sumri. Staðan er einnig góð víða úti á landi, m.a. við íbúðarhúsabyggingar á álverssvæðinu fyr- ir austan og á Norðurlandi. „Við getum verið ánægðir eins og stað- an er í dag og bendum fólki á að það er ekkert óeðlilegt við það þó ekki fáist iðn- aðarmaður í vinnu strax á morgun. Það er bara eðlilegt ástand þó menn þurfi að reikna með því að það geti tekið ein- hverjar vikur,“ segir hann. „Menn sjá fram á gróskusumar,“ segir Árni Jóhannsson. „Það er allt á útopnu í jarðvinnunni. Harmónikan er þanin.“ Athygli hefur vakið hversu mikil þátt- taka hefur verið í útboðum jarðvinnuverk- efna að undanförnu. Næg verkefni í byggingar- iðnaði og jarðvinnu „Harmónikan er þanin“ SUMARIÐ hentar best til jarðvegsframkvæmda og slíkar framkvæmdir voru einmitt í fullum gangi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Geldinganesið í gær. Stórvirkri gröfu var þar beitt af lagni við fjörusandinn og árangurinn lét ekki á sér standa; stóreflis hrúga mynd- aðist með ógnarhraða. Arnar Máni og Heiða Rún voru greinilega ánægð með sumarblíðuna. Morgunblaðið/Þorkell Í stórframkvæmdum í fjörunni ÍBÚAR við Gullengi í Grafarvogi í Reykjavík vilja að borgaryfirvöld taki mark á athugasemdum sem gerðar hafa verið við fyrirhugaða byggingu fjölbýlishúsa á lóðinni við Gullengi 2–6 og taki frekar ákvörðun um að á lóðinni verði gert ráð fyrir grænu svæði eða sjálfsafgreiðslubensínstöð. Þetta kom fram á borgarafundi sem haldinn var í gær, en þar hitt- ust íbúar í Gullengi til að ræða um hvernig mótmæla mætti fyrirhug- aðri byggingu stórra blokka á lóð þar sem áður átti að vera byggð lágreist bensínstöð. Frank M. Michelsen, sem fer fyrir hópnum og er fulltrúi fyrir húsfélag í grennd við Gullengi 2–6, segir tekið lítið tillit til óska íbúa. „Íbúasamtökin gerðu at- hugasemdir í fyrra og óskuðu eftir að tekið yrði tillit til óska þeirra,“ segir Frank. „Við óskuðum eftir að byggingamass- inn yrði minnkaður og byggð þarna lágreist parhús eða ein- býlishús, sem ekki verður gert. Það eina sem breyttist var að íbúðunum í blokkunum fækkaði og þar af leiðandi stæðunum. En íbúðirnar stækkuðu í staðinn og blokkirnar sem við vildum að yrðu lægri halda sömu stærð.“ Verði af byggingu blokkanna verður að sögn Franks ekkert rými fyrir tvöföldun Borgavegs, sem á að þjóna sem tengibraut milli Sundabrautar og Úlfarsfells, en gert er ráð fyrir þeirri tvöföld- un í skipulagi. „Nýtingarhlutfallið á lóðinni er það hátt að það þarf að setja hljóðmanir við Borga- veg.“ Frank segir íbúa vilja samvinnu við borgaryfirvöld sem ekki hafi verið til staðar hingað til. „Við teljum hafa verið farið dálítið aft- an að okkur með þessu,“ segir Frank sem gagnrýnir það að nú- verandi lóðarhafi, Skeljungur, skuli braska með lóð sem hann fékk upphaflega til byggingar bensínstöðvar. Vilja ekki blokkir í Gullengið Morgunblaðið/Þorkell Frank M. Michelsen ásamt nágranna sínum, Þorvaldi Ó. Karlssyni, við lóðina umdeildu og segja þeir háar byggingar munu takmarka útsýni. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.