Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 7
Úrelt líffæri á mannslíkamanum. Úrelt líffæri. Einnig- maðurinn hefir þróazt til þeirrar fullkomnunar, sem hann er búinn nú á dögum, út frá ófullkomnari tegundum, frá spendýrum, eins og reyndar Darwin hélt fram í bók, sem hann skrifaði sérstaklega um þetta efni og gaf út árið 1871. Þar færði hann svo ágætar sönnur fram, máli sínu til stuðnings, að stað- hæfing hans mátti heita sönnuð, og allt, sem síðan hefir komið fram við nýrri rannsóknir, hefir orðið til þess að bæta nýjum og nýjum gögnum við þessa gömlu sönnun Darwins. 1. mynd. Maðurinn byrjar tilveru sína sem ein sella, hin frjóvgaða egg- sella, og það gera öll vefdýi’. Myndin sýnir fyrstu þróun fóstursins hjá froski: klofningu eggsins. Á a er eggið aðeins klofið í tvær sellur, með aðgreiningarfletinum I; í b í fjórar, með aðgreiningarflötunum I og II, o. s. frv. f er egg, sem orðið er að holkúlu (blastúlu). Beztu sönnunina fyrir því, að við séum afkomendur lægri teg- unda, finnum við ótvírætt í og á okkar eigin líkama, í hinum mörgu úreltu eða vanþroska líffærum, sem ekki koma oss að neinu gagni nú á dögum, en einu sinni hafa leyst sitt starf af hendi, þegar líkaminn var öðruvísi byggður, og þegar við lifðum við 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.