Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir önnur skilyrði, en nú. Líkaminn er að þ.essu leyti skrifuð saga þeirra breytinga, sem orðið hafa á manninum í gerð og lifnaðar- háttum, á meðan aldirnar hafa liðið. En auk þeirra úreltu líffæra, sem finna má á eða í líkama hins fullþroskaða manns, bólar á mörgum líffærum, meðan á fósturþróuninni stendur, líffærum, sem við þekkjum mjög vel frá ýmsum lægri hryggdýrum. Einmitt þau tala skýru máli um þá sögu, sem maðurinn hefir að baki sér. Hér vil eg fyrst og fremst nefna það, að þegar fóstrið er á unga aldri í líkama móðurinnar, sendir sú slagæð, sem liggur frá hjart- anu út í líkamann, sex greinar, hverja fyrir aftan aðra, á hvern 2. mynd. Mánaðar gamalt manns- 3. mynd. Sama mynd og nr. 2, — fóstur, séð frá hægri hlið, um fimm fóstrið er aðeins séð að framan. sinnum stækkað. — h er höfuð, ö Skýringar eins og á 2. mynd. auga, g tálknaop, f framfætur, b afturfætur, s halinn (rófan) og n naflastrengurinn, sem tengir fóstr- ið við líkama móðurinnar. veg, út í tálknboga, sem myndast hafa neðan til á aftanverðu höfð- inu. Þessir tálknbogar og æðagreinarnar, sem eg gat um, mynd- ast hjá öllum hryggdýrum, undantekningarlaust, meðan á fóstur- þróuninni stendur. Hjá fiskunum verða tálknbogarnir að stofni öndunarfæranna, tálknunum, og greinarnar út frá stóru slagæð- inni bera þeim blóð, eins og eg hefi áður sagt frá. Hjá froskdýr- unum eru bogarnir og æðagreinarnar enn við líði, þegar lirfan er komin út úr egginu, og lifir frjálsu lífi í vatnspollinum, þar sem vagga hennar stóð, fyrst þegar lirfan breytist í fullkomið dýr, sem að mestu leyti lifir á landi, hverfa tálknin og með þeim æð- arnar. Hjá skriðdýrunum, fuglunum og spendýrunum myndast

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.