Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 5 tiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmiimimmimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii,miiiiiiiiiiiiimiiimii,i,mi,iiiili,iiimiilil|i skyldi það ekki hafa getað gerzt á áramilljónunum, sem við er- um sjónarvottar að, eða réttara sagt, sem við höfum vissu fyrir, að gerist í lífi hvers einstaklings ? f raun og veru byrjar maðurinn hið glæsilega líf sitt sem frumdýr, sem frjóvguð egg- sella í móðurlífi. Þessu næst myndast úr eggsellunni, við það að hún skiptir sér stöðugt í fleiri og fleiri sellur, dálítil blaðra, en úr blöðrunni verður poki með tvöföldum veggjum; þar höfum við holdýrin og svampana. Þessari þróun má svo fylgja stig af stigi, þangað til fer að bóla á hryggdýrinu, fyrst á fiskinum, seinna á spendýrinu og loks á manninum, eins og eg hefi leitast við að gera grein fyrir. Um þessa staðreynd hefir verið sögð sú setning, að fósturþróun einstaklingsins sé stutt endurtekning af framþróun tegundarinnar (sjá 1. mynd). Við höfum nú virt fyrir okkur, og tekið nokkur dæmi um úrelt líffæri,1) sem skjóta upp höfðinu, meðan á fósturþróuninni stend- ur. En auk þeirra hefir maðurinn og dýrin fjöldamörg líffæri, sem ótvírætt benda á frumlegra stig, einnig á fullorðinsárunum. Til þess að skýra nánar, hvað átt er við með slíkum úreltum líf- færum, vil eg nú nefna örfá dæmi. í Suður-Evrópu lifir dálítil moldvarpa, gulleit á litinn. Hún hefir að vísu augu, en þau eru mjög smá, og yfir þau er vaxin húð, svo að dýrið getur ekkert með þeim séð. Þetta dýr lifir stöðugt í göngum sínum niðri í jörð- inni, þar sem alltaf er myrkur, og hefir því í raun og veru ekk- ert að gera með augu; þessar leifar af augum, sem enn þá eru eftir, eru aðeins vottur um liðna tíma, þegar þetta dýr lifði uppi á yfirborði jarðarinnar, líkt og önnur spendýr. Strútfuglarnir hafa enn þá örlítinn vott af vængjum, þótt þeir hafi löngu lagt fluglistina á hilluna og tamið sér hlaup, til þess að komast áfram um jörðina. Vængirnir á líkama þeirra koma nú ekki að neinu gagni, heldur eru þeir úrelt líffæri. Við munum flest kannast við skerann, þennan langa, grænleita orm, sem lifir í sjónum við strendur landsins. Ef við veitum honum eftirtekt, komumst við að raun um, að líkaminn skiptist í fjölda marga liði og á hverjum lið eru útlimir. Frændi skerans, ánamaðkurinn, lifir á landi og grefur sér holur í jörðina. Við slíka lifnaðarhætti eru þessir út- limir, sem skerinn hefir, ekki einungis óþarfir, heldur blátt áfram til óþæginda. Þess vegna eru nú ánamaðkarnir útlimalausir, út úr 1) Rudimenta.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.