Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN '1111 ■! 11111111111111111111111111111111111III11111 ■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111| 1111 líkamanum standa aðeins örlitlir burstar, sem varla er hægt að sjá nema í smásjá; þeir eru úrelt líffæri. Það er staðreynd, að úrelt líffæri eru stærri hjá fóstrinu en hjá dýrinu, þegar það er fullorðið. Við höfum einmitt séð, að mörg líffæri, sem eru að verða úr sögunni hjá einhverri tegund, koma stundum einungis fram hjá fóstrinu, en alls ekkert seinna. Hér mætti aðeins nefna til viðbótar tennurnar í skíðishvölunum. Eins og kunnugt er, eru allir skíðishvalir tannlausir, enda lifa þeir á smáátu í sjónum, sem þeir síja frá átunni með skíðunum. Þrátt fyrir þetta hefir skíðishvala-fóstrið greinilegar tennur í efra skolti, þótt þær geti aldrei almennilega brotist fram og komi aldrei að neinu gagni. I raun og veru mætti búast við því, að eftir því, sem einhver dýrategund er fullkomnari, hefði hún í líkama sínum fleiri úrelt líffæri, þar sem sú þróunarbraut, sem liggur að baki fullkomnum tegundum, er löng og millilið- irnir margir. Það lætur líka nærri að svo sé, en þess er þó að geta, að hinar ófullkomnari tegundir hafa einnig mörg úrelt líffæri, og meira að segja einnig plönturnar. Hjá manninum hafa úrelt líffæri allvel verið rannsökuð, sérstaklega af Þjóðverjanum Wiedersheim, og það mun teljast svo til, að á mannslíkamanum séu um eitt hundrað úrelt líffæri. Auk þeirra eru svo allmörg, eitthvað um tuttugu, sem mjög er dregið úr og seinna eiga fyrir sér að verða úrelt, eða með öðrum orðum þýðingarlaus, og hverfa loks með öllu úr sögunni. Hér vinnst því miður ekki rúm til ann- ars en greina aðeins lauslega frá helztu úreltu líffærunum á manns- líkamanum, og það í stuttu máli. Fyrst skal þá nefna hárið. Eg hefi þegar getið þess, að hárið kemur fram um allan líkamann á fósturskeiði, en hverfur svo aft- ur. Það er nú augljóst, að gagn það, sem hárið getur gert flest- um mönnum, er harla lítilfjörlegt, eða varla nokkurt. Það mun varla hægt að fullyrða, að sá maður, sem er loðnari en aðrir, sé að nokkru leyti betur fallinn til þess að berjast áfram í lífinu en aðrir, þess vegna er hárið úrelt. En það má segja um hárið, eins og yfirleitt um öll úrelt líffæri, að breytileiki þess er mjög mik- ill, miklu meiri en breytileiki þeirra líffæra, sem starfa í fullum blóma. Einmitt þess vegna kemur það fyrir, að það fæðast menn og konur alvaxin hári og verða loðin alla æfi. Þekktasta dæmi um þetta er rússneskur maður, sem hét Andrian Jeftichew, sem auk þess að vera loðinn líktist einnig hundi í andliti. Þessi mað- ur hefir þótt svo merkilegur, út frá bæjardyrum dýrafræðing-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.