Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll anna séð, að myndir af honum hafa verið birtar í allmörgum fræðibókum á flestum málum heimsins. Sonur hans, Fedor, var einnig loðinn. Reyndar má segja að þetta séu engin einsdæmi, til þess er fyrirbrigðið, loðið fólk, of kunnugt víða í heiminum, en á hinn bóginn er gaman að veita því athygli, að líffæri, sem eru 5. mynd. Adrian Jeftichjew. orðin úrelt, eins og til dæmis hárið, geta allt í einu svo að segja blossað upp hjá einhverjum einstakling, og ef til vill gengið í ættir í einn eða fleiri ættliði, en horfið síðan aftur með öllu. Slík fyrirbrigði þekkir ættgengisfræðin eða erfðafræðin mætavel; það er á erlendu máli kallast atavismus, og mætti ef til vill kalla það fornerfðir á íslenzku. Undantekningu frá þeirri reglu, að hárið á manninum sé úrelt líffæri, myndar hárið á höfðinu, sem enn þá virðist halda sér mætavel, rétt eins og hjá dýrunum, og þó eink- um skeggið á karlmönnunum, sem virðist vera í þróun. Þannig hafa karlmenn allra þeirra þjóða, sem standa á frumlegu og lágu þroskastigi, mjög lítið skegg, en menningarþjóðirnar mest. Annað úrelt líffæri á mannslíkamanum eru geirvörtur fram yfir þann fjölda, sem áskapaður er manninum. Eins og öllum er kunnugt, þá er spenafjöldinn eða geirvörtufjöldinn á ýmsum teg- undum spendýra harla ólíkur, eftir því um hvaða tegund er að ræða. Þetta fer allt eftir því, hvað dýrið fæðir jafnaðarlega marga

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.