Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiimmimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiimmimmiiimmimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiK unga í senn, hvað móðirin verður að sjá mörgum fyrir mjólk í einu. Þannig hefir svínið til dæmis tíu til tólf spena, kindurnar fjóra, sex eða átta, en manneskjan aðeins tvo. Á þeim spendýr- um, sem hafa marga spena, eru þeir í röðum neðan á kviðnum, en hjá hinum, sem færri hafa, verða ýmist þeir aftari eða fremri eftir og framleiða mjólk, en hinir hverfa. Stundum eru allir spenarnir á kviðnum, eins og hjá hestum, kúm og hvölum, en stundum á brjóstinu, eins og hjá fílum, leðurblökum, hálf- öpum, öpum og mönnum. En það kemur líka fyrir, að dýr, sem vanalega hafa ekki nema fáa spena, geta haft marga, og þessir 6. mynd. Þessi mynd sýnir aukageirvörtur hjá 22 ára gömlum karlmanni. aukaspenar verða þá að skoðast sem úrelt líffæri. Þannig hefir oft komið fyrir að manneskjan, bæði karlar og konur, hafi all- margar auka-geirvörtur, sem minjar frá þeim tíma, þegar margir einstaklingar komu í heiminn í einu, en ekki aðeins einn eða tveir í senn,— til minningar um spendýrið. Stundum koma fram einstakl- ingar með einum tíu geirvörtum, sem þá er raðað alveg á sama hátt eins og hjá dýrum þeim, sem hafa marga spena, stundum eru geirvörturnar aðeins átta og talan getur meira að segja ver- ið stök. Spyrjum við nú fósturfræðina um það, hvort þetta eigi að skilja þannig, að maðurinn eigi meðal forfeðra sinna dýr, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.