Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9 ■iiiiiiimiiiiiiiiiimiimmiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,ii„,i,iiiiiiiiiiiillllllll|lllllll|llimil|lllllllllllllll|llllll|llll| höfðu marga spena, svarar hún því ótvírætt játandi. Á ákveðnu þróunarstigi myndast hjá fóstrinu tveir listar eftir endilöngum kviðnum, úr listunum verða hvorki meira né minna en níu pör af spenum, en allir ganga þeir til þurrðar, nema parið, sem í miðj- unni er, með öðrum orðum fjórða parið, hvort sem talið er að ofan eða neðan. Allar þær geirvörtur, sem af tilviljun kunna að þróast auk þessara tveggja, verður að skoða sem úrelt líffæri. Hjá manninum eru varla nokkur líffæri jafn breytileg eins og vöðvamir. Það má nærri því svo að orði kveða, að varla séu nokkrar tvær manneskjur eins, þegar um vöðvana er að ræða. Að mörgu leyti er maðurinn all-ólíkur spendýrunum, hvað vöðva- kerfið snertir, og margir vöðvar eru að verða úreltir; til þess ætti að nægja að nefna nokkur dæmi. Hjá pokadýrunum, sem standa lægst allra spendýra, sem fæða lifandi unga, er vöðvi neðan á aftanverðum kviðnum, sem innir þýðingarmikið starf af hendi. Hjá manninum eru einnig leifar af þessum vöðva, en hann er þar algerlega úreltur, eins og reyndar einnig hjá flestum full- komnari spendýrum. Á útlimunum eru vöðvar, hinn svonefndi musculus palmaris í handleggnum og musculus plantaris í fætin- um, sem eru á góðri leið með að verða úreltir. Hinn fyrrgreindi hafði upprunalega það markmið að beygja fingurna og þá þýð- ingu hefir hann ennþá hjá frumlegum spendýrum. En hjá mann- inum hefir hann orðið að víkja sess fyrir öðrum vöðvum, sem betur voru færir um að vinna það verk vel, vegna afstöðu sinnar. Seinna var þessi vöðvi einungis til þess að beygja hendina, og nú hefir hann enga aðra þýðingu en þá að herða sin í lófanum; hann er því orðinn næstum úreltur með öllu. Hinn vöðvinn, í fætinum, er orðinn enn þá þýðingarminni, hann má heita alveg úreltur. í eyranu, eða skýrar sagt ytra eyranu, eru nokkrir vöðvar, sem eru að verða alveg þýðingarlausir. Hjá spendýrunum eru þeir til þess að hreyfa eyrað, og hjá einstöku mönnum eru þeir svo vel þroskaðir, að þeir geta hreyft eyrað ofurlítið, en þeir eru samt að hverfa úr sögunni, eins og reyndar líka ytra eyrað sjálft. Á hinn bóginn eru ýmsir vöðvar í mannslíkamanum, sem eru að ná miklu meiri þroska heldur en hjá nokkru dýri. Þar til mætti fyrst og fremst nefna þá andlitsvöðva, sem valda svipbrigðum í andlitinu. Að vísu eru flestir þessir vöðvar til hjá spendýrum þeim, sem skyldust eru talin manninum, en hjá honum eru þeir auðsjáanlega að fá þýðingu, sem þeir hafa hvergi haft áður. Loks eru til þeir vöðvar í andliti mannsins, sem engin dýr hafa, ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.