Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mmmimmmimiiiimiiiiiimiiimmiimmimiiiMiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiimimHiiiiiiimiimmiiimimiiiiiiiimiiiimimiiiir Hjá manninum, og reyndar einnig hjá mörgum öðrum spen- dýrum, er halinn orðinn algerlega úreltur og næstum því orðinn að engu. Það væri því alveg óskiljanlegt, hvers vegna maðurinn hefir í líkama sínum síðustu leifar hala, þar sem eru þessir fáu liðir, sem ekkert ber á utan á líkamanum, ef að ekki væri gert ráð fyrir, að forfeður mannsins hefðu endur fyrir löngu haft hala, það er að segja verið spendýr. Auk þessara halaliða eru vitanlega einnig eftir leifar að nokkrum vöðvum, sem hægt er með saman- burðarrannsóknum að heimfæra upp á vöðva, sem til eru í hölum spendýranna. Nú á það við um þennan úrelta hala á manninum, sem eg hefi áður sagt um úrelt líffæri almennt, að þau eru miklum breytingum undirorpin, og geta því hjá einstöku einstaklingum verið miklu betur þroskuð en dæmi eru til annars. Þannig hefir það komið í ljós í öðrum löndum við skoðun á mönnum, sem skrif- aðir voru til varnarskyldu inn í herinn, að talsvert margir þeirra höfðu vísi að hala, sem vel mátti sjá utan á líkamanum, en stund- um var hann alveg beinlaus. Um þetta hafa meira að segja verið ritaðar ekki allfáar bækur. Mannaparnir hafa einnig dálítinn, úr- eltan hala, og hann virðist vera enn þá minna þroskaður, eða öllu heldur enn þá meira eyddur af tönn tímans, heldur en er hjá manninum; liðirnir eru þar vanalega ekki nema þrír, en hjá manninum, eins og eg gat um fyrr, þrír til sex, vanalega fjórir til fimm. Hjá mannöpunum kemur það einnig fyrir, eins og hjá mann- inum, að halinn getur náð dálitlum þroska og komið fram í ytri mynd dýrsins. Loks get eg bætt því við, að hjá fóstrinu er halinn alltaf áber- andi á vissu stigi og alltaf sjáanlegur utan á líkamanum. Það sannast hér sem oftar, að fósturþróun einstaklingsins gefur vís- bendingu um framþróun þeirrar tegundar, sem einstaklingurinn heyrir til. Beinagrindin. Eins og eg gat um fyrr hefir maðurinn, og flest spendýrin, vana- lega tólf pör af rifjum, eitt par út frá hverjum brjóstlið. Merki- legt er þó það, að hjá fóstrinu myndast fleiri rif en þessi tólf; það myndast ekki einungis rif, sem standa í sambandi við brjóst- liðina, heldur einnig rif, sem eru tengd hryggjarliðum spjald- hryggjarins. Þegar fóstrið nær meiri þroska, hverfa þó þessi spjaldhryggjarrif með öllu, þau taka þátt í því að mynda mjaðma- grindina, en eftir verða meira eða minna ógreinileg bandvefs-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.