Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiKiniMiniiiiMitiiiimii Fjörugrös og hrossaþari. 1. Eftirspum eftir fjorugrösum. Síðastliðið sumar komu hingað til landsins bréf frá Man- chester í Englaridi, þar sem spurt var um það, hvort ekki myndi mega afla hér þess, sem Bretar kalla „Irish moss“, en þetta væri það sama og það, sem þeir kalla Icelandic moss, en það eru fjallcu- grös. Þessi tilgáta þeirra var skökk, því að Irish moss er alveg það sama og við köllum f jörugrös, að meira eða minna leyti blandað með sjóarkræðu, en fjallagrös eru, eins og við vitum, skófir eða fléttur, sem vaxa uppi á heiðum, og ekkert eiga skilt við þörunga í fjörunni. Fjörugrösin (Chondrus cris'pus) eru notuð allmikið í öðrum löndum, og það á ýmsan hátt. Auk þess, að þau eru sumstaðar notuð til skepnufóðurs, eða jafnvel til manneldis, eru þau einnig notuð í eins konar lyf, sem heitir Karragen, eða þau eru notuð til þess að skíra eða hreinsa með öl og ýmislegt annað. Fjörugrösin vaxa bezt, þar sem sjórinn er vel saltur, með öðrum orðum, við strendur úthafa. Bretar hafa hingað til fengið mestan hluta þeirra fjörugrasa, sem þeir hafa þurft að nota, frá írlandi. Fiskimenn og f jölskyldur þeirra hafa safnað þeim þar, og eftir því, sem við vitum, haft góðar tekjur af. Hirðing fjörugrasanna er afar einföld. Fyrst eru þau tínd í fjörunni, og um leið skolað af þeim, og óhreinindi, sem eru föst við þau, eru tekin frá. Síðan eru þau þurrkuð, helzt við vind og sólskin, og loks send á ákvörðunarstaðinn, en þar eru þau þurrkuð betur með vélum. Verð það, sem þetta verzlunarfyrirtæki býðst til þess að gefa fyrir vöruna, er tuttugu sterlingspund fyrir smálest- ina, eða um 443 íslenzkar krónur, þegar varan er komin í skip hér á landi, þeir borga með öðrum orðum þar að auki flutninginn til Englands. Verðið á þurrum f jörugrösum hér ætti því að vera um 40 aurar á kílóið, og þar við bætist, að það er útlit fyrir, að megi selja allt það, sem hægt er að afla af þessari vöru. 2. Heimildir. Þeim til leiðbeiningar, sem kynnu að hafa áhuga á því, að hagnýta sér þessa nýju björg, í atvinnuleysinu, vil eg nú leitast við að gefa yfirlit yfir, hvernig þekkja má fjörugrös og sjóar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.