Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 iiiimiiiimmimmiimmiimiiiiiiiiimmiiiiiiiimimiiimmiiiiiiimmmiimmiiiimmimiiiiimimimimiiiimiimiiiiiiimmi 2. mynd. Sjóarkræða (Gigartina mamillosa). ur ljóst, hver er munurinn á þara og þangi. Á þörunum er bæði þöngull og blað, þöngull, sem er fastur við steinana, og endar í blöðku, en á þanginu greinist líkaminn ekki í þetta tvennt. Hrossa- þarinn er einn af þörunum, og þess vegna leitum við hans aðeins meðal þeirra þörunga, sem hafa þöngul, eða legg. Sumir af þör- unum hafa miðtaug eftir blöðkunni endilangri, eins og t. d. marín- kjarni, en það hefir hrossaþarinn ekki, blaðkan á honum er mið- taugarlaus. Af þessari gerð þara, með miðtaugarlausri blöðku, eru aftur til tvær gerðir, eftir því, hvort blaðkan er klofin eða heil, hrossaþarinn hefir klofna blöðku, oft meira að segja handskipta að ofan. Af þörum, sem fullnægja öllum þessum skilyrðum, að hafa miðstrengjalausar blöðkur, og þar að auki klofin blöð, eru aðeins til þrjár tegundir hér við land, og meðal þeirra er hrossaþarinn auðþekktur á því, að sé leggurinn eða þöngullinn skorinn í sundur með hníf, þá eru engar slímpípur í honum, en svo er í hinum báð- um. Hrossaþarinn líkist helzt annarri tegund, sem heitir kerlingar- eyra, en er allur smávaxnari, að minnsta kosti vanalega. Leggur- inn eða þöngullinn er mjög mismunandi á lengd, allt frá 6 og upp í 60 em., oftast nær sívalur, en stundum flatvaxinn ofan til. Blaðið er breitt, og frá hálfum metra upp í tvo metra á lengd og marg- klofið ofan til af öldurótinu, stundum í mjóar ræmur. Annars er þessi tegund mjög breytileg að útliti, og skal hér minnst tveggja afbrigða, sem dr. Helgi Jónsson skýrir frá. önnur þeirra vex við brimóttar klettastrendur, allra neðst í f jörubeltinu, og efst í djúp-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.