Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27 CIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIII 4. mynd. Sagþang (50) (Fucus serratus) og bóluþang (49a) (Fucus vesiculosus). 5. mynd. Klóþang (Ascophyllum nodosum). ar, en hrossaþarann hins vegar, frá öðrum fjörugróðri; það hefir vitanlega hina mestu þýðingu, þegar til þess kemur, að afla þeirra. Fjörugrös og sjóarkræða eru smávaxnir þörungar, varla meira en 15 cm. á hæð, með marggreinóttan líkama, sem er purp- urarauður á lit, oft með bláleitum blæ, plantan meira eða minna brjóskkend. Fjörugrösin vaxa neðan til í fjöruborðinu, neðan við aðal-þanggróðurinn, og mynda þar oft miklar, samfelldar breiður, þar sem lítið ber á öðrum gróðri, allt frá smástraums-fjöruborði til stórstraumsfjöruborðs, ýmist báðar saman eða hvor fyrir sig. Vegna þess að þessar tvær tegundir eru til jafn mikilla nytja, og fyrir þær fæst sama verð á sama markaði, hefir það í raun og veru enga þýðingu, að þekkja þær í sundur, aðal-atriðið er, að þekkja þær frá öðrum gróðri. Hrossaþarinn hefir legg og blað, blaðið hefir enga miðtaug, en er oft meira eða minna klofið að ofan, og sé leggurinn skorinn í sundur, koma engar slímpípur í ljós. Það kemst vitanlega fljótt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.