Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiimiimiiiiiimiimiiiimmiiiimimiiiiiimiiiiimiiimimiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiii upp í vana, að þekkja þessar tegundir með fullri vissu, þessi ein- kenni, sem eg hefi leitast við að taka fram, þarf aðeins að nota fyrst í stað, þangað til menn fara að þekkja tegundirnar hverja frá annarri, eins og hægt er að þekkja mann frá manni. Fjöru- grösin og sjóskræðan vaxa, að minnsta kosti aðallega, ef ekki eingöngu, við strendur heita sjávarins, það er að segja við Suður- og Suðvesturlandið, en hrossaþarinn vex kringum allt land. 7. Verð á hrossaþara. Eg held nú, að eg sé búinn að taka fram allt það helzta, sem í þessu sambandi skiptir máli um þessar nytjaplöntur, eða nytja- plöntur ættu þær að geta orðið, ef rétt er að farið. Aðeins hefi eg ekki ennþá minnst þess, að fyrir hrossaþarann hafa verið boðin £ 7 á smálestina, eða röskar 150 kr. íslenzkar, og þar af verður því miður að kosta farmgjaldið, verðið er með öðrum orðum c. i. f. Fyrir kílóið af þurrkuðum þara ætti þó að mega greiða 6—8 aura, og ætti vel að borga sig að vinna þessa vöru fyrir þetta verð. 8. Framkvæmdir. Það sem vantar, til þess að þessu máli verði hrundið í fram- kvæmd, er menn, sem vilja verzla með þessa nýju vöru, menn sem ýta undir, að henni sé safnað, kaupa af þeim, sem safna, hvort sem er mikið eða lítið. Ef til vill væri hér verkefni fyrir smærri þorp úti á landi, eða væri ekki hugsanlegt að gera tilraun með þetta að haustinu, í atvinnubótavinnu ? Þetta er framkvæmdar- atriði, sem ekki er mitt verk að leysa, aðeins vildi eg hafa bent á það, að hér er eftirspurn eftir vörum, sem við getum framleitt. 9. Ákvörðun. Hér fer á eftir greiningarlykill, tekinn úr ritgjörð dr. Helga Jónssonar, í 32. árg. Búnaðarritsins. Um notkun lykilsins og þess háttar lykla yfirleitt, er leiðbeining í Náttúrufr., 5. árg., bls. 54. Latnesku nöfnunum er sleppt hér. I. Brúnir þörungar. A. Þalið deilist í blað og legg, „ræturnar“ eru margkvíslaðar. Stórar djúpgróðurplöntur. a. Miðtaug eftir blaðinu endilöngu, smáblöð á leggnum neð- an við aðalblaðið. c. Þverskurður miðtaugar í neðri hluta blaðsins tak-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.