Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiimimiiiimimiiiiiiimiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii! kunna að gera greinarmun á þessum dýrum. Leturhumarinn er flatvaxinn, en rækjurnar þunnvaxnar. Leturhumarinn hefir mjög stórar griptengur á fremstu bolfótunum, svo stórar, að hann getur klipið mann óþyrmilega með þeim, ef maður gætir sín ekki, en griptengurnar á fótum rækjanna eru svo litlar, að fiskimenn munu varla taka eftir þeim. Auk þess er leturhumarinn aðeins í hlýja sjónum hér við land, en rækjurnar kringum allt land. 1 öðru lagi hafa blöðin oft kallað rækjurnar marflær, en þær eiga ekkert skilt við marflær. Marflærnar eru margfalt minni, og þessar vanalegu (Gammarus pulex), sem við þekkjum bezt, eru brúnar á lit, en rækjurnar rauðar. Auk þess hafa rækjurnar skjöld á baki, sem klæðir allan bolinn og höfuðið að ofan, en ekki halann, slíkan skjöld hafa marflærnar ekki. Engar marflær verða stærri en þær, sem við sjáum í fjörunni, að minnsta kosti ekki svo neinu nemur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.